Við erum búinn að ferðast helling með hann í sumar og hann stendur algjörlega undir væntingum, alveg hrikalega þægilegt að ferðast með hann, nota hann og sofa í honum.


Polarbear wrote:sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
RúnarA wrote:Til hamingju með gripinn, flott framtak.
Ég hef lengi verið að pæla í að smíða einhvers konar "mini hjólhýsi".
Langar að vita hvernig þú meðhöndlaðir krossviðinn að utan og hvernig gekk skráningarferlið?
Kv. Rúnar
AriS wrote:Polarbear wrote:sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
Já er einmitt búinn að skoða myndir af hjólhýsa smíðinni þinni og hún er helvíti verkleg.
Þetta er náttúrulega ekki fjalla vagn, enn það er nú samt hægt að fara drjúgt með hann og lítið mál að setja stærri dekk undir ef út í það er farið. Það var einmitt hugmyndin að hluta til, að geta farið með hann að einhverju leyti út fyrir malbikið.
Polarbear wrote:AriS wrote:Polarbear wrote:sérstaklega snyrtilegur dropi á ferðinni þarna hjá þér. mjög flottur. svona teardrop var kveikjan að hjólhýsaruglinu sem ég er að smíða. Ég varð þó hrifnari af offroad-Versioninni sem þeir eru mikið með í Ástralíu, enda ferðast ég línuvegi og fjallaskörð ef ég mögulega get.
endilega sendu inn myndir innanúr þessu hjá þér, og aftur til hamingju með fallegan dropa, þetta er listasmíði greinilega.
Já er einmitt búinn að skoða myndir af hjólhýsa smíðinni þinni og hún er helvíti verkleg.
Þetta er náttúrulega ekki fjalla vagn, enn það er nú samt hægt að fara drjúgt með hann og lítið mál að setja stærri dekk undir ef út í það er farið. Það var einmitt hugmyndin að hluta til, að geta farið með hann að einhverju leyti út fyrir malbikið.
já það er gaman að þessu rugli :)
það er þrennt sem ég er forvitinn um fyrir utan innviðina hjá þér....
eru gluggarnir opnanlegir? eða hvernig er það annars með gegnum-loftun þegar sofið er í þessu hjá þér? ég get ímyndað mér að svona lítið rými sé fljótt að verða súrefnissnautt ef engin er öndunin...
Glugginn á bílstjórahliðinni er opnanlegur og þaklúgan líka, og við höfum alltaf gluggan vel opinn á nóttunni.
ertu með einhverja miðstöð og ef ekki, er planið að setja hana í síðar? Eða er þetta alveg nógu hlýtt án þess að vera með miðstöð? þú hefur kanski ekki náð að sofa í þessu yfir kalda sumarnótt ennþá :) enda sumarið búið að vera fjári gott.
Já besiklí þá er sumarið búið að vera svo gott að það hefur ekki þurft að hita neitt, og maður virðist hita það mikið upp með eigin líkamshita að ég er oft búinn að sparka af mér sænginni á nóttunni þrátt fyrir að vera með opinn glugga. Planið var einmitt bara að sjá til hvort og hversu mikla upphitun maður þyrfti og það kemur kannski betur í ljós núna í ágústmánuði, enn ég hef alltaf haft með mér bæði lítið olíufyllt hitaelement og hitablásara enn aldrei þurft að kveikja á þessu.
gætirðu sent myndir af fjöðrunarkerfinu sem er undir þessu hjá þér?
nobrks wrote:Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Járni wrote:Er þetta ekki næsta skref?
AriS wrote:nobrks wrote:Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Þetta eru bara 2mm þykkir állistar sem maður beygir bara utaná.
Lindi wrote:AriS wrote:nobrks wrote:Virkilega flott verkefni!
Hvurslags frágangs lista notaðir þú á samskeyti veggja og þaks?
Þetta eru bara 2mm þykkir állistar sem maður beygir bara utaná.
Eru þetta vinkil listar og hvað eru þá málin á þeim og ef svo er var ekkert mál að begja þá svona...?
steindór wrote:Sæll, langar að forvitnast um hvernig þú gekkst frá þéttingum á opnanlega glugganum, og hvernig löm notar þú ?., er hún vatnsþétt?.
Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir