Að smíða og skrá kerru

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1393
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Að smíða og skrá kerru

Postfrá Járni » 13.okt 2022, 15:20

Daginn!

Hverjir hér hafa farið í gegnum það ferli að smíða kerru og fá hana skráða? Er bjúrókratían í kringum það algjör hryllingur?


Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jongud
Innlegg: 2654
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá jongud » 14.okt 2022, 14:26

Er það nokkuð mál ef heildarþyngdin er undir 750 Kg?

Ef þú ætlar að láta kerruna verða þyngri þá ertu komin í Eftirvagn II og þá þarf gerðaviðurkenningu (sjá reglugerð um gerð og búnað ökutækja);

03.50 Eftirvagn.

(1) Með eftirvagni II, III og IV skal fylgja teikning af ökutækinu með öllum aðalmálum.

(2) Með eftirvagni II, III og IV skal fylgja kerfismynd af hemlakerfi.

06.52 Eftirvagn II.

(1) Aksturshemill tengivagns eða hengivagns skal vera ýtihemill, rafhemill eða af samtengdri gerð. Önnur gerð af aksturshemli getur þó verið heimiluð að undangenginni úttekt Umferðarstofu. Ákvæði 1. málsl. gilda ekki um eftirvagn sem gerður er fyrir 30 km/klst. eða minni hámarkshraða. Á skráningarskyldum eftirvagni sem gerður er fyrir 30 km/klst. eða minni hámarkshraða skal þó ekki gera kröfu um stöðuhemil ef vagninn er búinn a.m.k. tveimur stöðufleygum til að setja við hjólin þegar hann er í halla og frátengdur dráttartækinu.

Sjá líka hérna, gæti þó eitthvað hafa breyst á 12 árum;
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?t=2174

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá Steinmar » 16.okt 2022, 10:44

Ég athugaði einu sinni hvort ekki væri hægt að skrá kerru með heildarþyngd undir 750 kg.
Það er ekki gert ráð fyrir því í umferðarlögum eða tollalögum að það sé hægt að skrá þær.
Ef kerran/vagninn er aftur á móti yfir 750 kg, vísast í það sem jongud segir hér að ofan

Kv. Steinmar

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1393
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá Járni » 16.okt 2022, 15:24

Móttekið, takk fyrir þetta.

Þannig að í stuttu máli, það má smíða sér litla kerru og brúka "innanbæjar" á undir 60 kmh/klst. Það þarf ekki að stimpla né skrá eitt né neitt.

Ekki satt?
Land Rover Defender 130 38"


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá elli rmr » 16.okt 2022, 19:17

Járni wrote:Móttekið, takk fyrir þetta.

Þannig að í stuttu máli, það má smíða sér litla kerru og brúka "innanbæjar" á undir 60 kmh/klst. Það þarf ekki að stimpla né skrá eitt né neitt.

Ekki satt?



Bingó.... eða allavega enþá það.stóð einhvertíman til að skrá þær en það er ekki komið í gagnið ....

User avatar

Höfundur þráðar
Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1393
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá Járni » 16.okt 2022, 19:55

Súper, takk
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá ellisnorra » 16.okt 2022, 22:09

Hægan, hægan... :)
Mikil breyting var gerð á umferðarlögum um áramótin fyrir að mig minnir tæpum tveimur árum. Þar var þetta mishraðaákvæði fellt út og nú meiga öll ökutæki aka jafn hratt, líka bílar með kerrur, skráðar og óskráðar, 90km/klst.
Þetta er að vísu sett fram með þeim fyrirvara að ég nennti ekki að undirbúa þennan póst á þann hátt að fletta í gegnum reglugerðir til að vera 100% viss um mitt mál en ég er svona næstum alveg viss um að ég fari með rétt mál.
Kannski nennir einhver að fletta þessu upp? :)
http://www.jeppafelgur.is/


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá elli rmr » 17.okt 2022, 09:32

Já rétt hjá þér nafni EN enþá mér vitandi er þetta ekki orðið virkt þar þar sem samgöngustofa er ekki klár í verkefnið að skrá kerrur þrátt fyrir lagabreytingar

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Að smíða og skrá kerru

Postfrá Steinmar » 20.okt 2022, 17:23

Þú mátt keyra á hæsta leyfilega hraða með skráðar og óskráðar kerrur.

Kv. Steinmar


Til baka á “Sleðar og fjórhjól, kerrur og ferðavagnar”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur