Demparar í Hilux

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Demparar í Hilux

Postfrá Startarinn » 17.mar 2012, 16:11

Lumar einhver á auka setti af Rancho aftur dempurum í Hilux (eða sambærilega stífa) sem er til í að leyfa mér að máta þá í og taka stuttan hring á malbiki?

Það er einhver titringur í bílnum að aftan sem er að gera mig brjálaðan, þetta er eitt af atriðunum sem mig langar að útiloka


"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Demparar í Hilux

Postfrá Startarinn » 17.mar 2012, 20:41

Kannski dettur einhverjum í hug hvað er að:

Þegar ég fæ bílinn (jan 2007) er nýbúið að breyta honum og hann er ekki breytingarskoðaður ennþá, eftir hálft ár fer að bera á titring, þá kemur í ljós að jókinn á pinjóninu er laus, sem var auðvelt að lagfæra, titringurinn hverfur, nokkrum mánuðum síðar fer að bera á titring aftur, stuttu síðar (ágúst 2008) eru fjaðrirnar teknar undan að aftan og komið fyrir loftpúðum, á sama tíma er settur annar köggull í afturdrifið með nýjum hlutföllum og arb læsingu.
Hásingunni var snúið aðeins til að minnka brot á neðri kross á afturskafti, að öllum líkindum röng ákvörðun

Titringurinn minnkar en hverfur ekki, titringurinn er þannig að bíllinn hristist allur (eins og hann dilli afturendanum), þetta er ekki fínn víbringur eins og ég ætti von á ef þetta væri drifskaftið.

Veturinn 2008-2009 í jeppaferð þegar ég er að kvarta yfir ósléttu undirlagi er mér bent á að afturhásingin skoppi bara undir bílnum (sennilega of mjúkir demparar, sömu demparar eru ennþá í bílnum

Maí 2009 eru klafarnir teknir undan að framan, sett hásing, auka gírkassi og smíðuð ný sköft, bæði með einföldum krossum, titringurinn breytist ekkert

Veturinn 2010-2011 er afturskaftið tekið úr og settur tvöfaldur kross við millikassa, skaftið er svo balanserað hjá Stál og stönsum, titringurinn minnkar heldur.

Nú í vikunni tek ég hásinguna undan eftir að hafa mælt út að afturdekkin halli inn að ofan og séu lítillega útskeif að framan. Ég sauð neðan á hásinguna til að rétta hana sem virðist hafa tekist að mestu en titringurinn breyttist ekki neitt. En það sem ég tók eftir núna (en get ekki fullyrt að hafi ekki verið þannig fyrir hásingar réttingu) er að það er eins og bíllinn hoppi aðeins í kring um 60 km/h. Ég er ekki klár á hvort það er þetta hopp eða hliðarskjálfti sem angrar mig á u.þ.b. 90km/h

Rétt er að taka fram að skjálftinn er eins á tveimur settum af 38" og á 35", og það furðulega er að hann hverfur nánast alveg í hálku og lausu undirlagi eins og lausamöl

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir eru þær vel þegnar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

karig
Innlegg: 335
Skráður: 01.feb 2010, 11:48
Fullt nafn: Kári Gunnarsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Varmahlíð

Re: Demparar í Hilux

Postfrá karig » 17.mar 2012, 21:44

Sælir, ég var með svona hopp, eða víbrings vandamál að aftan hjá mér í hilux, ég er með loftpúða að aftan og handónýta gamla OME N85 dempara að aftan, prufaði að skpta um dempara, setti mjög stífa Tungsten dempara, sem breyttu engu. Með öðrum góðum dekkjum, 36" hverfur þetta um leið, sem ég keyri á hversdags, það virðist sem svo að loftpúðafjöðrun hafi mun minna umburðarlyndi gagnvat hopp dekkjum/felgum, heldur en flatjárn. kv, Kári.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 8 gestir