Síða 1 af 1

Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 03.feb 2010, 20:01
frá Polarbear
Ég er mikill áhugamaður um Landcruiser 60 og 70, og á ég ýmsar handbækur um boddí og vélar þessara bíla.
þetta eru bæði exploded view af bílum og vélum og viðgerðarhandbækur með Tork-tölum og step by step leiðbeiningum.

Ég er að vinna í að koma þeim á varanlegan stað á netinu en þangað til geta menn hóað í mig hér, eða í gegnum Einkaskilaboðin til að fá eintök af þessu.

þessar bækur eru fleiri hundruð megabæti svo ég sendi þetta ekki í tölvupósti :)

kveðja,
Lalli

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 03.feb 2010, 20:06
frá gislisveri
Gott framtak, ég mæli með Dropbox til að vista þetta, getur sett á public svæði þar.
http://www.getdropbox.com

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 22.feb 2010, 14:12
frá Einsi
Sæll vertu ég væri til í að komast í þessar bækur hjá þér þar sem ég er með einn LC70 .
kveðja Einar S

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 10.des 2010, 00:27
frá Fetzer
sæll, er með lc 70

Sérðu eitthverstaðar i þessum bókum hvar olíuþristingsmæla vírarnir koma inn i húddið að oliuþrístipungnum, týndi rafmagnskaplinum aðpungnum í hvalbakinu, völundarhus að finna þetta

þeir hjá toyota vita ekkert um þessa bíla!

takk

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 10.des 2010, 07:14
frá Polarbear
ég skal rekja mig eftir vírnum um helgina, það ætti ekki að vera flókið, enda á ég svona bíl :) og er farinn að þekkja ýmislegt í honum. Mig minnir að hann komi útúr hvalbaknum hægramegin, með víraloominu sem fer m.a. í hleðslujafnarann og það, en er ekki 100%. til þess þarf ég að gá.

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 10.des 2010, 13:44
frá naffok
Þú ert höfðingi og já takk, ég á einn ´88 mótel af Hj61 og langar verulega að komast í þetta hjá þér. Hef notast við HAYNES sem er svo sem ágætur til síns brúks, en þessir eru væntanlega mun betri.
Kv Beggi

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 10.des 2010, 17:02
frá haffij
Þetta er flestallt á netinu nú þegar.

http://daemon4x4.org/portal/downloads.php

Þarna má finna heilmikið samsafn af allskonar handbókum og dóti fyrir hina ýmsu bíla. Flest af þessu eru torrent fælar þannig að menn verða að kunna að fara með þá.

Re: Landcruiser 60 og 70 handbækur

Posted: 10.des 2010, 21:07
frá StefánDal
Ég er næstum því viss um að þessi vír sem er ræddur hér að ofan komi út úr lúmminu við hleðslujafnarann og alternatorinn:)