Síða 1 af 1
Demparar í LC 90
Posted: 19.feb 2012, 21:31
frá Einar Kr
Var að kíkja undir LC hjá mömmu gömlu, þar sem hún var að kvarta undan aukahljóðum í græjunni. Kom þá í ljós að það er brotinn annar demparinn undir kvikindinu að aftan. Nú er mér spurn, hvar er best (hagstæðast) að versla dempara undir græjuna?
Re: Demparar í LC 90
Posted: 27.feb 2012, 18:43
frá Fetzer
ég myndi athuga með jamel i mosó, bílapartasalan flugumýri eða eitthvað álíka, held það sé rekið sem bílapartasalan við rauðavatn samkvæmt 118
Re: Demparar í LC 90
Posted: 27.feb 2012, 22:50
frá dabbi
Persónulega myndi ég passa mig á Jamil, hann á það nú alveig til að okra á útúrslitnum varahlutum.
Oftast miðað við hálfvirði á nýjum hlut frá Toyota (of af bílum keyrðum 200+)
allavega þegar ég braut öxul/lið í 90 krúser fyrir c.a. ári, það átti hann að kosta handlegg of fót (hann sagði það líka án þess að skammast sína að það væri líklega búið að keyra hann um 200 þúsund km), fékk nýjan ódýrara frá AB varahlutum.
bara að skoða verðin áður en kaupa. ekki alltaf ódýrara af kaupa af partasala.
bara mín 2 cent.
Dabbi
Re: Demparar í LC 90
Posted: 27.feb 2012, 23:38
frá Freyr
Í mínum huga eru bara tvær gerðir af dempurum sem koma til greina. Ef þú vilt fína dempara sem eru samt á mjög góðu verði kaupir þú Gabriel dempara í GS varahlutum, ef þú vilt hinsvegar toppvöru ferðu í KONI.
Og í sambandi við partasalana þá er ég algjörlega hættur að versla við þá því flestir miða við hálvirði af nýju í umboði sem er nær undantekningarlaust dýrara en að versla í AB, N1 o.s.frv..... Áður þótti mér Jamil verstur þeirra allra og ég held hreinlega að hinir hafi apað þessa verðlagningu upp eftir honum. Að lokum þá eru varahlutirnir í gömlum bílum á partasölu mjög gjarnan ekki orginal svo partasölurnar selja mönnum kanski 10 ára gamlan öxullið úr N1 á hálfvirði af nýjum orginal, rukka þá kanski 20.000 fyrir lið sem fæst nýr á innan við 10.000.... Einnig eru partasölurnar nær hættar að selja litla staka hluti og vilja helst selja í stærri einingum. Dæmi: Vantaði spegilgler í '03 Relault, eina sem var í boði á partasölu var heill spegill með öllu á 30.000 en ég keypti spegilglerið nýtt í umboðinu á innan við 10.000 kr.
Með kveðju frá bitrum bifvélavirkja........;-)
Re: Demparar í LC 90
Posted: 28.feb 2012, 17:37
frá Fetzer
Get ekki verið meira sammála þessum verðum hja partasölum!
en hverning er það ef nyr dempari er keyptur, þarf þá ekki að skipta ut báðum megin i svona jeppa, keypti einusinni nyjan og endaði með að skipta báðum ut , .því billinn hallaði,
hef oft sett notaða gorma i bíla og virkar enn!
Re: Demparar í LC 90
Posted: 28.feb 2012, 19:05
frá olafur f johannsson
orginal aftur dempari í land cruiser 90 kostar 12.847 stk hjá Toyota
Re: Demparar í LC 90
Posted: 28.feb 2012, 20:58
frá btg
Talandi um verð hjá Partasölum, þar er gósentíð eftir kreppu.
Ég lenti í því að beygla gamlan Volvo, fann stuðarann á partasölu og sveið mér verðlagningin þar hrikalega.
Fór að leita á internetinu, datt svo niður á annan aðila sem var að leita sér eftir varahlutum í alveg eins bíl. Saman keyptum við okkur einn klesstan eftir að hafa auglýst í blaðinu eftir klesstum bíl eða bíl með ónýta vél.
Til að gera langa sögu stutta, þá greiddum við fyrir klesstan bíl það sama og partasölurnar ætluðu að rukka okkur fyrir þessa hluti. Við rifum hann niður, notuðum það sem okkur vantaði og höfum verið að selja restina af dótinu. Stefnan í verðlagningu hjá okkur var, 50% af verði partasala eða minna. Við fáum upp í kostnað og hugsanlega fría varahluti sem okkur vantaði, og aðrir sem hafa fengið að njóta hafa verið að fá varahluti á mjög góðu verði.
Re: Demparar í LC 90
Posted: 04.mar 2012, 17:10
frá Einar Kr
Endaði með að versla Nippart dempara í N1 á rétt um 14 þús parið með öllum afsláttarkortum sem ég fann í veskinu. Fullt verð er um 17 þús, 8400 og eitthvað stk. Vantaði samt að það fylgdu skinnurnar fyrir augað á hásingunni, greinilega farið grjót í kviindið einhverntímann og skakkar, ryðgaðar skífur er eitthvað sem maður er ekki til í að setja við nýjann dempara. En sem betur fer eftir mikla umferð af bílhræjum um túnin í sveitinni vill safnast upp nokkuð af skífum, skinnum og dóti. Skifti reyndar bara um annann núna þar sem lá á að fá bílinn á götuna en hann hallar aðeins, verður skift um hinn við fyrsta. Takk fyrir góð svör drengir. En ef það er eitthvað sem ég mun seint gera þá er það að setja undir notaða dempara....