Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 12.jan 2013, 09:45

Ég veit nú ekki alveg hvort er hægt að bera þetta saman, en ég lenti í veseni með loftflæðinema í benzanum, ég keypti Vemo nema hjá Tækniþjónustu bifreiða á 30-35 þús, á sama tíma kostaði orginal nemi 70 eða 90 þús í umboðinu (man ekki alveg, 3 ár síðan) Vemo neminn var ónýtur eftir 60km ég komst frá Keflavík í Mosfellsbæ, þá var hann búinn, og ég var bara heppinn að vera með gamla nemann í skottinu, það var þó hægt að keyra bílinn með honum. Á endanum fann ég orginal nema á netinu sem var kominn heim fyrir 50 þús

En það er greinilega ekki alveg sama hvar maður kaupir þetta, ef þú ert að skoða þetta á Ebay, skaltu skoða feedbackið mjög vel, ég var að pæla í ódýrum loftflæðinema meðan ég var að koma Volvo í gangfært stand, en þegar ég fór að skoða feedback hjá seljandanum var algengt að nemarnir virkuðu ekki þegar til átti að taka


"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 14.jan 2013, 14:05

Ég reif loftlæðiskynjarann úr áðan, skoðaði hann aðeins, blés úr honum (með munninum) og potaði í hann með skrúfjárni :)
Bíllinn versnaði við það, nú fær hann ekka (eins og börnin eftir að þau gráta of mikið) við 0.3 bar í staðinn fyrir 0.5bar áður þannig að mér finnst fjandi líklegt að þetta sé skýringin. Ég skoðaði túrbínuna líka áðan, það var ekkert svakalega mikið slit í henni (svolítið þó) þannig að hún ætti að vera alveg í lagi.
Þannig að ég pantaði rétt í þessu loftflæðiskynjara frá bretlandi á 19 þúsund krónur. Spennandi að sjá hvað gerist.


villi58
Innlegg: 2113
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá villi58 » 14.jan 2013, 14:57

Elli þú átt ekki að koma nálægt túrbínum, þú veist að þú hefur ekkert vit á svona flóknum búnaði.
Kveðja ! VR

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 14.jan 2013, 17:44

Ef þetta er svona þráðskynjari þá má alveg prófa að þrífa hann með fituhreinsi, mér skilst að það sé ekki alveg sama hvaða fituhreinsi, sumar týpur skemma plastið
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 22.jan 2013, 20:41

Nýr loftflæðiskynjari kominn frá útlandinu og undir húdd hjá mér en það breytti engu. 24þúsund í vaskinn þar :) Einhverjar frekari hugmyndir handa mér? :)


Þorri
Innlegg: 321
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorri » 22.jan 2013, 21:36

Einu sinni átti ég bmw sem hagaði sér svipað og þú lýsir. Það var reyndar bensínbíll svo það er ekkert víst að þetta sé það sama. Ég var búinn að yfir fara alla skynjara skipta um og þrífa allt sem hægt var. Endaði á að skipta um beníndælu og druslan varð eins og ný. Þetta var rafmagnsdæla sem dælir alltaf á sömu afköstunum og einhver fjandinn hafði orsakað að hún náði ekki fullum þrístingi en ef bíllinn var keyrður álagslítið þá var hann eðlilegur. Það gæti verið þess virði að ath þrístinginn á olíunni.

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 22.jan 2013, 22:35

Þorri wrote:Einu sinni átti ég bmw sem hagaði sér svipað og þú lýsir. Það var reyndar bensínbíll svo það er ekkert víst að þetta sé það sama. Ég var búinn að yfir fara alla skynjara skipta um og þrífa allt sem hægt var. Endaði á að skipta um beníndælu og druslan varð eins og ný. Þetta var rafmagnsdæla sem dælir alltaf á sömu afköstunum og einhver fjandinn hafði orsakað að hún náði ekki fullum þrístingi en ef bíllinn var keyrður álagslítið þá var hann eðlilegur. Það gæti verið þess virði að ath þrístinginn á olíunni.Já það væri ráð að setja dælu á lögnina, ýta aðeins á eftir þessu. Ég á einmitt svoleiðins dælu sem heldur að mig minnir kringum 15psi þrýstingi en rennur frítt í gegnum þegar það er ekki kveikt á henni.

Olíuverkið er samt nýtt, var ónotað þegar ég fékk mótorinn í hendur og er núna ekið þessa 6þús km sem ég hef keyrt bílinn.

Ég skoða hráolíumálin betur. Worth looking into :) Takk fyrir hugmyndina :)

User avatar

jeepson
Innlegg: 3166
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá jeepson » 22.jan 2013, 22:38

Ertu búinn að athuga öll tengi í alla skynjara?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 38" Jeppa garmurinn.
Dodge ram 1st gen 93 5.9TDI HRÚTURINN


olei
Innlegg: 804
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá olei » 22.jan 2013, 22:42

elliofur wrote:Jahá.
Hvar fékkstu annan skynjara og hvað kostaði hann? Breytti einhverju að rífa þennan bilaða úr sambandi og keyra þannig?

Ég prófaði ekki að keyra með aftengdan skynjara, ég átti til original skynjara í langlegusjúklingum (alveg eins bíll) sem ég plöggaði í og leysti málið sem var orðið mjög hvimleitt - aðeins of mikil gjöf og þá byrjaði hann að missa úr eins og svissað væri af/á ótt og títt. Allt í rykkjum og ekkert gerðist fyrr en maður slakaði aftur á gjöfinni. Að öðru leyti virkaði allt eðlilega og það kom ekkert vélarljós með þessu.

Hagar bíllin sér nákvæmlega eins með nýja skynjaranum og þeim gamla?

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 22.jan 2013, 23:14

olei wrote:
elliofur wrote:Jahá.
Hvar fékkstu annan skynjara og hvað kostaði hann? Breytti einhverju að rífa þennan bilaða úr sambandi og keyra þannig?

Ég prófaði ekki að keyra með aftengdan skynjara, ég átti til original skynjara í langlegusjúklingum (alveg eins bíll) sem ég plöggaði í og leysti málið sem var orðið mjög hvimleitt - aðeins of mikil gjöf og þá byrjaði hann að missa úr eins og svissað væri af/á ótt og títt. Allt í rykkjum og ekkert gerðist fyrr en maður slakaði aftur á gjöfinni. Að öðru leyti virkaði allt eðlilega og það kom ekkert vélarljós með þessu.

Hagar bíllin sér nákvæmlega eins með nýja skynjaranum og þeim gamla?Jebb, alveg eins og þú lýsir því.

Það væri líka sterkur leikur hjá mér að skoða snúrurnar (og mæla) úr ECU í MAF.


Þorri
Innlegg: 321
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Þorri » 23.jan 2013, 10:46

Já það væri ráð að setja dælu á lögnina, ýta aðeins á eftir þessu. Ég á einmitt svoleiðins dælu sem heldur að mig minnir kringum 15psi þrýstingi en rennur frítt í gegnum þegar það er ekki kveikt á henni.

Olíuverkið er samt nýtt, var ónotað þegar ég fékk mótorinn í hendur og er núna ekið þessa 6þús km sem ég hef keyrt bílinn.

Ég er ekki viss um að það myndi breyta neinu að setja dælu á lögnina nema að það sé einhver tregða á leiðinni frá tank að olíuverki, þú þyrftir að ath með þrýsting frá olíuverki að spíss. Ertu ekki með upplýsingar um það hvað sá þrýstingur á að vera?

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 23.jan 2013, 12:05

Þorri wrote:
Já það væri ráð að setja dælu á lögnina, ýta aðeins á eftir þessu. Ég á einmitt svoleiðins dælu sem heldur að mig minnir kringum 15psi þrýstingi en rennur frítt í gegnum þegar það er ekki kveikt á henni.

Olíuverkið er samt nýtt, var ónotað þegar ég fékk mótorinn í hendur og er núna ekið þessa 6þús km sem ég hef keyrt bílinn.

Ég er ekki viss um að það myndi breyta neinu að setja dælu á lögnina nema að það sé einhver tregða á leiðinni frá tank að olíuverki, þú þyrftir að ath með þrýsting frá olíuverki að spíss. Ertu ekki með upplýsingar um það hvað sá þrýstingur á að vera?


Það er alveg pottþétt í manualnum sem ég er með. Mig vantar bara græjurnar til að mæla þetta. Þó að hann myndi ekki halda nógum þrýsting þar, ætti það ekki bara að koma fram í krafleysi? Hann kraftar fínt upp í <áður 0.5bar, nú 0.3-4bar túrbínuþrýting> og cuttar svo alveg á fuel lík og svissað væri af ótt og títt.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá HaffiTopp » 23.jan 2013, 12:06

Varstu ekki búinn að skipta um toppstöðunemann þegar þú byrjaðir á þessu? Gæti hann verið að valda þessu!!? :)

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 23.jan 2013, 12:07

HaffiTopp wrote:Varstu ekki búinn að skipta um toppstöðunemann þegar þú byrjaðir á þessu? Gæti hann verið að valda þessu!!? :)


Hvaða nemi er að nákvæmlega? Hvar er hann staðsettur?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá HaffiTopp » 23.jan 2013, 12:17

elliofur wrote:Gaman frá því að segja að þessi skynjari (TDC) kostar 70 þúsund í IH
Image


Talaðir um hann sjálfur í fyrsta pósti ;)

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 23.jan 2013, 12:42

Akkúrat :)

Þessi nemi er ofaná kúplingshúsinu á beinskiptum bílum og vill oft eyðileggjast þegar menn skipta um kúplingu ef ekki er nógu varlega farið. Mótorinn í mínum bíl kemur hinsvegar úr sjálfskiptum bíl og þar er þessi nemi framaná mótornum, ská halt upp í átt að bílstjórnaum séð frá vatnsdælunni, og les af tímagírnum. Ég hef aldrei hreyft við þessum nema, ég tengdi hann bara.

Þetta vandamál mitt tengist ekki snúningi vélar, ég hef keyrt hann í þriðja gír á 4000snúningum og hann malar það fínt og alveg eðilega, þangað til ég bæti við olíugjöfina þannig að túrbínuþrýstinguinn fari upp fyrir ákveðin mörk. Þessvegna finnst mér ólíklegt að tdc skynjarinn sé bilaður, eða sendi frá sér vitlausar upplýsingar. Þetta triggerast við ákveðið loftflæði inn á mótor, samt er enginn map (mainfold air pressure) skynjari, og um það er ég 100% viss. Hann er í teikningum tengdur við intercoolerinn en þar var enginn skynjari hjá mér, og pinnarnir á ECU fyrir MAP voru ótengdir (engir vírar í plögginu í ECU)

Þetta bendir allt á MAF og fyrst nýr MAF breytir engu þá vandast málið. Ég gekk mjög vel frá öllum snúrum og lögnum, öll samtengi lóðuð, allar snúrur í plastgormi ("rafmagnsröri") osfrv. En næst ætla ég að mæla snúrurnar úr MAF í ECU og sjá hvort þær séu í lagi og skoða hráolíukerfið frá upphafi til enda og athuga flæðið á því, vegna þess að það gætu verið einhverjir skynjarar inní olíuverkinu sem cutta svona ef ekki nægjanlegt hráolíuflæði er get ég ýmindað mér.

Ef þetta vandamál heldur áfram þá verð ég að fara með hann til Reykjavíkur í tölvulestur (þarf sérhæfa nissan tölvu með odb1 tengi) upp á von og óvon að það skili einhverju.

En endilega ef þið hafið fleiri hugmyndir eða jafnvel bara óljósan grun þá gæti það hjálpað :)

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Svenni30 » 23.jan 2013, 13:04

Sæll Elli. Vinnufélagi minn er með terrano 2,7 sem lét svona. Það var búið að lesa hann og allt gera og skipta um EGR ventillinn en ekkert gekk.
Það sem var að hrjá þann bíl var lítil sía sem var stífluð. Var eins og nýr þegar búið var að græja það.
Aðal Lögnin frá hráolíusíunni sem fer inn á ólíuverkið, hann losaði lögnina þar sem hún fer inn á verkið, þar bakvið er þessi litla sía sem var full af skít. Tók 5 mín hjá honum allt gott á eftir.
Þetta er það sem hann sagði mér.

Bara hugmynd fyrir þig.
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1270
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá íbbi » 23.jan 2013, 13:11

ég á til spíssan með skynjaranum, getur athugað hann, fyrsti spíssinn

þegar hann fór hjá mér þá byrjaði bíllinn að missa afl, var fyrst í lagi á jafnri gjöf en fór að hiksta og missa úr ef maður gaf inn, þetta ágerðist síðan þangað til hann þurfti botngjöf til að halda ferð og hætti að komast upp brekkur,
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 29.jan 2013, 16:35

Nú er ég búinn að athuga allt sem ég ætlaði að athuga og finn ekki neitt að neinu. Reyndr fann ég enga síu í inntakinu á olíuverkinu (undir banjo boltanum) heldur bara opið beint inn. Ég blés létt í það með þrýstilofti til að gera eitthvað og frussaðist töluvert af olíu út.
Ég er búinn að mæla MAF snúrurnar og finn ekkert að þeim, MAF fær plús, mínus og svo er ein return merki, alllt eins og það á að vera enda hef ég aldrei átt neitt við þessar snúrur, bara lagt þær í bílinn hjá mér, þær fara beint úr tölvu í skynjarann.

Íbbi veistu hvað þessi skynjari les á fremsta spíssinu? Ég finn ekkert um þetta í mínum bókum, búinn að finna hvaða pinna á tölvunni (pinni 34 minnir mig) en hann er einn af þeim sem ekkert er um í stóra pdf skjalinu um þetta kerfi.

Ég er í sambandi við hann Nilla sem er bilanagreinir hjá BL og það stefnir í að ég renni með hann suður á föstudaginn til að plögga honum og sjá hvort það séu einhverjir kóðar.

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 01.feb 2013, 16:57

Ég fór með bílinn suður í dag og fékk hann lesinn.
Það sem kom út úr því voru 4 kóðar;
A/T comm line sem er vegna þess að AT tölvan er í kassa heima í skúr.
Cont sleev pos sen sem er skynjarinn sem íbbi er búinn að vera að tala um. Gæti verið að ég fái að nálgast hann hjá þér íbbi :)
Vehicle speed sen sama og með A/T vegna þess að þessi tölva fékk merki þaðan.
Mas air flow sen sem er útaf því að ég plöggaði honum úr sambandi og prófaði að keyra svoleiðins, ég er alveg búinn að útiloka að hann sé bilaður eins og áður segir með snýjum skynjara og yfirfara og prófa snúrurnar í hann.

Það er hinsvegar óvenju mikið blásturshljóð í honum sem ég svosem vissi áður og hef grandskoðað allar intercooler lagnir, en þetta hljóð er samt óeðlilegt.
Næsta skref er að rífa allt úr honum sem heitir EGR (ég aftengdi það bara en fjarlægði ekki) og skoða betur allt í kringum túrbínuna og waste gate ventilinn. Þá er sennilega best að smella í hann EGT skynjurunum sem ég á til, ég ætla að setja einn fyrir túrbínu og einn eftir túrbínu, það var planið áður en þessi bilun kom fram og verður gaman að sjá hvað hitatapið verður mikið yfir túrbínuna :)
Síðast breytt af elliofur þann 07.mar 2013, 12:55, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 01.feb 2013, 18:09

Er einhverskonar pústskynjari á þessari vél?

Mér dettur í hug fyrst þú nefnir lofthljóð hvort einhver skekkja milli loftflæðimælisins og lofts sem fer inná vélina geti valdið þessu ef þú ert með leka soggrein, mér þykir það samt mjög hæpið

Hvað á þessi skynjari á spíssinum að gera?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá HaffiTopp » 01.feb 2013, 20:16

Hvernig er stýringun á overboosti á þessum vélum, sem sagt hvernig er wastegatið í þessu dóti? Er það tölvustýrt eða mekaníst?

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 01.feb 2013, 21:10

Wastegate er þetta gamla góða og engin tölva tengd því. Ventillinn er ekki fastur, en það er athugandi hvort hann sé brotinn eða eitthvað skrýtið við hann, vegna þess hve litlu boosti túrbínan nær upp.

Þessi skynjari á fyrsta spíss hefur eitthvað með tímann að gera, segir tölvunni hvenær fyrsti er í topp, skildist mér á Nilla sem tók á móti mér í BL í dag. Ég á eftir að lesa mig betur til um þennan skynjara. Hann er einfaldur, er skrúfaður ofan á spíssinn, nokkurnskonar millistykki milli spíss og spíssarörs, með tveimur þráðum úr.

Það er enginn pústskynjari, og enginn pressure sensor, þannig að eina sem vélin fær að vita að loftmagni inn á vél er airflow sensorinn.

Ef það er ekki þessi sleeve sensor sem er að þá fokkíng hlýtur þetta að vera mekkanísk bilun :)

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Hfsd037 » 01.feb 2013, 21:57

Er munur á gangnum þegar hann er heitur eða kaldur?
Allavega í bensín bílum er vatnshitaneminn voðalega mikilvægur því hann sendir boð til tölvunar sem hagar síðan blöndunni eftir hversu heitur hann er..
Ertu búinn að checka á pakkningu á soggrein?
Eru allar hosur alveg örugglega vel hertar?
Kemur blásturshljóð frá túrbínu við álag eða bara í lausagangi?

Eftir að ég lét intercoolerinn í minn um daginn þá brunaði ég úr skúrnum og óð í átt að ak en ég tók eftir þvílíku blásturshljóði (sem kom bara þegar túrbínan kom inn og undir álagi á ferð) ég leit við hjá Jamil og hann rak augun í eina hosu sem ég "herti vel" en svo kom í ljós að hún hafi bara verið að svíkja, þannig að það var bara látin ný hosuklemma og ekkert blásturshljóð eftir það..

Ertu búinn að OHM mæla alla nema?
Er jörðin fyrir tölvuna góð?
Er alveg 100% ekkert hnjask á vírum??
Búinn að checka á olíugjöfinni?
Þegar þó lóðaðir alla víra saman, gæti verið að ein lóðningin sé oddhvöss og leiði utan í annað í gegnum umbúðir?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 02.feb 2013, 00:36

Hfsd037 wrote:Er munur á gangnum þegar hann er heitur eða kaldur?
Allavega í bensín bílum er vatnshitaneminn voðalega mikilvægur því hann sendir boð til tölvunar sem hagar síðan blöndunni eftir hversu heitur hann er..
Ertu búinn að checka á pakkningu á soggrein?
Eru allar hosur alveg örugglega vel hertar?
Kemur blásturshljóð frá túrbínu við álag eða bara í lausagangi?

Eftir að ég lét intercoolerinn í minn um daginn þá brunaði ég úr skúrnum og óð í átt að ak en ég tók eftir þvílíku blásturshljóði (sem kom bara þegar túrbínan kom inn og undir álagi á ferð) ég leit við hjá Jamil og hann rak augun í eina hosu sem ég "herti vel" en svo kom í ljós að hún hafi bara verið að svíkja, þannig að það var bara látin ný hosuklemma og ekkert blásturshljóð eftir það..

Ertu búinn að OHM mæla alla nema?
Er jörðin fyrir tölvuna góð?
Er alveg 100% ekkert hnjask á vírum??
Búinn að checka á olíugjöfinni?
Þegar þó lóðaðir alla víra saman, gæti verið að ein lóðningin sé oddhvöss og leiði utan í annað í gegnum umbúðir?


Það er smá munur á honum heitum og köldum já, en hann kemur ekki fram fyrr en eins og í dag þegar ég var kominn langleiðina inn í Reykjavík, eftir hátt í 100km akstur. Þá var hann svolítið mýkri og cuttaði minna.
Ekki búinn að tékka sérstaklega á pakkningum nei, en ég sé hvergi olíusmit eða sót, ef hann pústaði út þá ætti að vera sót einhverstaðar og ef hann blæs einhverstaðar út eftir túrbínu þá ætti að vera olíusmit einhverstaðar, ég er búinn að keyra bílinn meira en 1000 km svona þannig að ummerkin ættu að vera talsverð.
Ég er búinn að grandskoða allar hosur - rífa úr, sjónskoða, teyja og toga og herða vel allar klemmur og fullvissa mig um að þær séu í lagi.
Blásturshljóðið kemur þegar túrbínan blæs, sáralítið álagslaus enda blæs túrbinan lítið þannig en þó verður maður var við það. Mest er það samt undir álagi þegar túrbínan fer í öll þau ca 5psi sem hún nær upp. Fyrir bilun blés hann upp í uþb 1 bar eða ca 15psi og turbo lagg var alveg furðu lítið.

Ég hef ekki ohm mælt skynjara, en það væri kannski sterkur leikur að gera það. Í manualnum minnir mig að séu ohm töflur fyrir þetta.
Allar jarðir ættu að vera góðar, allavega reyndi ég að passa það að það væri allt pottþétt í samsetningunni, eins með lóðvinnuna, hún er vönduð og vel einangraðar snúrur, en það mætti samt skræla rafkerfið með þetta í huga ef þetta verður þrálátt.
Olíugjöfin bilaði hjá mér síðasta sumar, ég skipti um hana og þá varð hann góður. Bilunin í henni lýsti sér allt öðruvísi + það var vélarljós í mælaborðinu, þannig að ég held (vona) að ég geti útilokað hana... :)

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Hfsd037 » 02.feb 2013, 01:17

elliofur wrote:
Hfsd037 wrote:Er munur á gangnum þegar hann er heitur eða kaldur?
Allavega í bensín bílum er vatnshitaneminn voðalega mikilvægur því hann sendir boð til tölvunar sem hagar síðan blöndunni eftir hversu heitur hann er..
Ertu búinn að checka á pakkningu á soggrein?
Eru allar hosur alveg örugglega vel hertar?
Kemur blásturshljóð frá túrbínu við álag eða bara í lausagangi?

Eftir að ég lét intercoolerinn í minn um daginn þá brunaði ég úr skúrnum og óð í átt að ak en ég tók eftir þvílíku blásturshljóði (sem kom bara þegar túrbínan kom inn og undir álagi á ferð) ég leit við hjá Jamil og hann rak augun í eina hosu sem ég "herti vel" en svo kom í ljós að hún hafi bara verið að svíkja, þannig að það var bara látin ný hosuklemma og ekkert blásturshljóð eftir það..

Ertu búinn að OHM mæla alla nema?
Er jörðin fyrir tölvuna góð?
Er alveg 100% ekkert hnjask á vírum??
Búinn að checka á olíugjöfinni?
Þegar þó lóðaðir alla víra saman, gæti verið að ein lóðningin sé oddhvöss og leiði utan í annað í gegnum umbúðir?


Það er smá munur á honum heitum og köldum já, en hann kemur ekki fram fyrr en eins og í dag þegar ég var kominn langleiðina inn í Reykjavík, eftir hátt í 100km akstur. Þá var hann svolítið mýkri og cuttaði minna.
Ekki búinn að tékka sérstaklega á pakkningum nei, en ég sé hvergi olíusmit eða sót, ef hann pústaði út þá ætti að vera sót einhverstaðar og ef hann blæs einhverstaðar út eftir túrbínu þá ætti að vera olíusmit einhverstaðar, ég er búinn að keyra bílinn meira en 1000 km svona þannig að ummerkin ættu að vera talsverð.
Ég er búinn að grandskoða allar hosur - rífa úr, sjónskoða, teyja og toga og herða vel allar klemmur og fullvissa mig um að þær séu í lagi.
Blásturshljóðið kemur þegar túrbínan blæs, sáralítið álagslaus enda blæs túrbinan lítið þannig en þó verður maður var við það. Mest er það samt undir álagi þegar túrbínan fer í öll þau ca 5psi sem hún nær upp. Fyrir bilun blés hann upp í uþb 1 bar eða ca 15psi og turbo lagg var alveg furðu lítið.

Ég hef ekki ohm mælt skynjara, en það væri kannski sterkur leikur að gera það. Í manualnum minnir mig að séu ohm töflur fyrir þetta.
Allar jarðir ættu að vera góðar, allavega reyndi ég að passa það að það væri allt pottþétt í samsetningunni, eins með lóðvinnuna, hún er vönduð og vel einangraðar snúrur, en það mætti samt skræla rafkerfið með þetta í huga ef þetta verður þrálátt.
Olíugjöfin bilaði hjá mér síðasta sumar, ég skipti um hana og þá varð hann góður. Bilunin í henni lýsti sér allt öðruvísi + það var vélarljós í mælaborðinu, þannig að ég held (vona) að ég geti útilokað hana... :)Já ég hef tekið eftir því í manuelum að þeir gefa upp ohm tölur yfir alla nema, ég myndi svoleiðis byrja á því að athuga það
svo hægt sé að útiloka alla nema


Hefurðu athugað intercoolerinn?? ég myndi taka hann úr og þrýstiprufa hann með loftspíss
ég lenti í því að intercoolerinn í mínum nuddaðist utan í á tveimur stöðum og gerði gat á sig útfrá skrölti frá vélinni
allt utan um intercoolerinn virkaði eins og juðari og skar sig alveg vel í ofan í álið, ég lét laga það fyrir skít og kanil á renniverkstæði
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

jongud
Innlegg: 2153
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá jongud » 02.feb 2013, 11:24

Það er um að gera að athuga hitaskynjaran vel, jafnvel taka hann úr og þrífa hann og vatnsganginn líka þar sem hann skrúfast í.
Það er alveg ótrúlegt hvað það getur safnast mikil drulla í vatnsgang.
Ég skrúfaði í eitt skipti botntappa úr vatnskassa og ekkert gerðist. Stakk nagla varlega inn og þá kom klístraður leir út á honum.
Þá blés ég smá lofti ofaní vatnsganginn og þá var eins og botntappinn fengi niðurgang! Brún ógeðsleg drulla fyrst og svo þynntist það.
Ég endaði á því að smúla vatnsganginn þrjár umferðir með uppþvottalegi og merkilegt nokk, hitamælirinn fór að virka.

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 02.feb 2013, 16:17

Takk fyrir þessar hugmyndir strákar, ég kíki á þessa punkta.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá biturk » 05.feb 2013, 09:51

ég myndi skoða þennan hitanema vel og vandlega, ég hef upplifað allskyns leiðindi með þá í gegnum tíðina
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 05.feb 2013, 19:32

Ég mældi hitanemann í gær, hann hegðaði sér algjörlega eftir bókinni. Reyndar reif ég hann ekki úr en ég geri það væntanlega í lok næstu viku. Þá ætla ég líka að skoða túrbínuna vel, eða aðallega wastegate ventilinn.
Það er frekar furðulegt þetta blásturshljóð og að hann nái sér ekki uppfyrir 5 pund, síðan fuelcuttar hann ....væntanlega vegna þess að hann fær ekki nóg loft....sem hann mælir með loftflæðiskynjaranum...


villi58
Innlegg: 2113
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá villi58 » 05.feb 2013, 19:40

elliofur wrote:Ég mældi hitanemann í gær, hann hegðaði sér algjörlega eftir bókinni. Reyndar reif ég hann ekki úr en ég geri það væntanlega í lok næstu viku. Þá ætla ég líka að skoða túrbínuna vel, eða aðallega wastegate ventilinn.
Það er frekar furðulegt þetta blásturshljóð og að hann nái sér ekki uppfyrir 5 pund, síðan fuelcuttar hann ....væntanlega vegna þess að hann fær ekki nóg loft....sem hann mælir með loftflæðiskynjaranum...

Prufaðu að banka létt á endan á öxlinum á Wastegate ventli og athugaðu hvort hann gengur inn, gæti aðeins staðið opinn.
Hef fengið tvær túrbínur sem öxulinn hafði gengið aðeins út.

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 05.feb 2013, 19:55

villi58 wrote:
elliofur wrote:Ég mældi hitanemann í gær, hann hegðaði sér algjörlega eftir bókinni. Reyndar reif ég hann ekki úr en ég geri það væntanlega í lok næstu viku. Þá ætla ég líka að skoða túrbínuna vel, eða aðallega wastegate ventilinn.
Það er frekar furðulegt þetta blásturshljóð og að hann nái sér ekki uppfyrir 5 pund, síðan fuelcuttar hann ....væntanlega vegna þess að hann fær ekki nóg loft....sem hann mælir með loftflæðiskynjaranum...

Prufaðu að banka létt á endan á öxlinum á Wastegate ventli og athugaðu hvort hann gengur inn, gæti aðeins staðið opinn.
Hef fengið tvær túrbínur sem öxulinn hafði gengið aðeins út.Ég ætla að opna þetta til að sjá hvað og hvort eitthvað er í gangi, það er líka planið hjá mér að setja EGT hitamælinn í, ég ætla að setja einn skynjara fyrir túrbínu og einn eftir túrbínu :) Á þá báða til og mælirinn er í bílnum, var með mæli á gamla mótornum.

Best hefði verið ef ég hefði haft skynjara til að setja í þegar ég var að setja mótorinn ofaní, en ég átti þá bara ekki til þá. Þá hefði ég miklu betri gögn í höndunum, þe. hvernig pústhitinn var fyrir og svo eftir bilun. En það þýðir ekki að bölva því eftirá.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1270
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá íbbi » 05.feb 2013, 20:00

afsakaðu hvað ég var lengi að svara,

ég er í rvk, síminn hjá mér er 8446212

ég hef líka lent í öfga túrbo blásturshljóði,

í fjólubláa bílnum var búið að skræufa hressilega upp í henni og eftir það heyrðist alltaf meira í henni, en ég tók eftir að þegar ég tók orginal loftsíuboxið úr honum þá byrjaði hann að hljóma eins impreza. sudda blásturshljóð undir álagi og svo þegar ég sló af þá kom alltaf "ppsssshhh"

í öðrum terrano sem ég var mikið innan um byrjuðu að heyrast svona blásturshljóð. allar hosur í lagi (enda heilir 4-5cm) en það fór að hverfa duglega af honum af olíu líka. þá var það túrbínan að gefa sig
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 03.mar 2013, 12:08

Elli varstu búinn að finna út úr þessu?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 03.mar 2013, 21:48

Nei hef ekki haft tíma ennþá og nota bílinn svo lítið, hann er líka vel brúkhæfur svona þó hestöflin vanti. Hann er svipaður og með 2lt núna bara :) haha

En sennilega fer ég í þetta á þriðjudaginn, byrja á að skoða túrbínuna og EGR afgangana.

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 05.mar 2013, 21:08

Í dag var skrúfað í sundur. Túrbínan lítur vel út, lítið slag í henni og nær hvergi utaní. Wastegate ventillinn virkar eðlilega og þéttir. EGR var rifið algjörlega úr götunum verður lokað með plötum. Ég fann ekki neitt að neinu, en ég setti þó allavega hitaskynjara bæði fyrir og eftir túrbínu, verður fróðlegt að sjá hitafallið yfir túrbínuna ef þetta fer einhverntíman að virka aftur eðlilega. Allavega ætti maður að sjá hvað hann skilar pústinu heitu út, þá fær maður vísbendingar um blönduna.
Ég fékk líka USB to SERIAL með FTDI kubbasetti sem ætti að leyfa mér að tengja græjuna sem ég keypti á ebay um daginn til að geta lesið tölvuna með minni tölvu.
Þá get ég farið að stilla tímann á olíuverkinu betur, ég veit að hann er aðeins of seinn núna, er að sprengja á kringum 90% (100% er toppstaða) en ætti að sprengja á 80-85% skilst mér. Tíminn hefur þó ekkert breyst í mínum höndum, þannig að það er mjög ólíklegt að það sé hluti af biluninni, en eitthvað sem þarf samt að laga.

Ég næ vonandi að koma honum saman á fimmtudaginn og útiloka að hann sé kominn í lag... :)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 05.mar 2013, 21:31

Við bíðum allir spenntir ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
elliofur
Póststjóri
Innlegg: 2755
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá elliofur » 05.mar 2013, 22:49

Ég á þá fokkíng mekkaníst olíuverk útí horni if all goes bad :D

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1204
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá StefánDal » 06.mar 2013, 08:54

elliofur wrote:Ég á þá fokkíng mekkaníst olíuverk útí horni if all goes bad :D


Þú finnur út úr þessu Elli. Þú ferð allavegana ekki að gera mér það til geðs að setja mekaníska olíverkið í ;)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1130
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 06.mar 2013, 11:17

Ég hef fulla trú á að mekaníska olíuverkið sé of einföld lausn til að Elli gefist upp ;)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur