Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.feb 2012, 19:29

Þá er verkefnið byrjað fyrir alvöru sem ég er búinn að ganga með í maganum í haust.
Rífa 2L-T úr luxanum og setja TD27eti í staðinn.
TD27eti er Nissan 2.7 úr terrano með tölvustýrðu olíuverki. Við það swap fer ég úr 96 hestöflum í 130 sem er hp aukning um 35% og togið fer úr 188nm í 279 sem er aukning um 48%. Síðan vonast ég til að eyðslan detti úr þessum 12-17 sem ég er í og niður í 9-11 sirka sem er alveg haugur af prósentum :)
Image

Með þessu kemur smá rafmagn í kassa.... ég er svolítið byrjaður að skræla þessa hrúgu og myndir af því koma seinna.
Image

Gaman frá því að segja að þessi skynjari (TDC) kostar 70 þúsund í IH
Image

Terrano er með framdrifið vinstra megin en hilux hægra megin. Því þurfti ég að púsla saman patrol gír og millikassa og nota kúplingshúsið af terrano til að það passi á vélina. Þetta boltast beint saman og er ekkert mál að gera.
Image

Samanburður á terrano og patrol
Image
Image

Gírkassar rifnir
Image
Image

Patrol til hægri og terrano til vinstri, alveg eins nema aðeins mismunur á planinu vélarmegin
Image
Image
Image

Patrol kassinn lítur mjög vel út þrátt fyrir að vera gamall og lúinn með 350þús km á bakinu. Virðist hafa verið tekinn upp einhverntíman.
Image
Image

Þarna er búið að púsla saman, terrano kúplingshús á patrol kassa.
Image

10" kúpling, notuð en lítur ágætlega út
Image

Fleiri myndir þegar framvinda verður meiri.
Síðast breytt af ellisnorra þann 25.mar 2013, 16:28, breytt 7 sinnum samtals.


http://www.jeppafelgur.is/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá birgthor » 07.feb 2012, 19:47

Ánægðu með þið Elli, þetta verður mjög sennilega skemmtileg breyting.
Kveðja, Birgir


steinarxe
Innlegg: 195
Skráður: 09.mar 2010, 21:16
Fullt nafn: Steinar Amble Gíslason

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá steinarxe » 07.feb 2012, 21:11

Snilld,nú fer gamli skrjóður að hrista skankana:)Miklu betri mótor en stóri bró í þokkabót,en helvíti hefuru stigið á pinnan,ég hef alltaf mælt minn í 10-15 max lausann,en svona er þetta mismunandi.Gangi þér vel með þetta.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 07.feb 2012, 21:21

steinarxe wrote:Snilld,nú fer gamli skrjóður að hrista skankana:)Miklu betri mótor en stóri bró í þokkabót,en helvíti hefuru stigið á pinnan,ég hef alltaf mælt minn í 10-15 max lausann,en svona er þetta mismunandi.Gangi þér vel með þetta.


Ég finn heilmikinn mun á því að vera á 35" eða 33".
35" dekkin eru grófmunstruð (stt) en 33" er fínmunstruð. Ég hef náð honum niður í 11.3 með því að spara gjöfina og fara aldrei yfir 90 á 33", en í mesta djöfulganginum í snjónum á "stóru" dekkjunum þá hefur hann farið uppundir 17.
Ég fór norður í land á föstudaginn síðastliðinn og á þeim 400km eyddi hann um 14 og ég var ekkert sérlega nískur á pinnann.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 09.feb 2012, 21:11

Svolítið byrjaður á að finna útúr rafmagninu, það þarf að finna hvert hver vír fer og klippa þá svo útúr flækjunni og merkja endana saman með númeri og glósa á blað.
Það fara nokkrir dagarnir í þetta!
Image

Gengið frá því framundan er vinnutörn í álverinu.
Image
Síðast breytt af ellisnorra þann 19.nóv 2012, 17:36, breytt 1 sinni samtals.
http://www.jeppafelgur.is/


Rúnarinn
Innlegg: 274
Skráður: 02.feb 2010, 11:50
Fullt nafn: Rúnar ólafsson
Bíltegund: Terrano II

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Rúnarinn » 09.feb 2012, 21:26

lendiru ekki í veseni með olíupönnuna útaf framskaftinu?

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 09.feb 2012, 21:57

Rúnarinn wrote:lendiru ekki í veseni með olíupönnuna útaf framskaftinu?


Það er ekkert ólíklegt, þá breyti ég henni bara, eða smíða nýja ef efnið í "gömlu" er leiðinlegt eins og ég hef heyrt að það sé.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Hfsd037 » 12.feb 2012, 02:14

þetta lýst mér vel á :)

er auðvelt að verða sér út um 2.7 nissan?

vera svo duglegur að taka myndir af details, kemur sér vel fyrir aðra sem ætla í sömu pælingar.

Gangi þér vél :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá StefánDal » 12.feb 2012, 03:11

Flott hjér þér Elli og ekki skemmir hvað þú hefur gaman að þessu grúski;)

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 13.feb 2012, 20:59

Já þetta er stuð!
Ég er langt kominn með að finna útúr þessari rafmagnsflækju, búinn að aðskilja mótorloomið frá hinu og farinn að þekkja flesta vírana nokkuð vel. Tölvan er 88pinna og flestir í notkun, milli 70 og 75. Ég er búinn að glósa niður á 7 bls af a4 hvað hver vír gerir. Þetta er þolinmæðisverk en kortlagninin að verða klár. Aukalega er ég svo með teikningu af þessu öllu en mér finnst betra að finna útúr þessu sjálfur, og hafa síðan teikninguna til hliðsjónar, sérstaklega með pinoutið af ECU tölvunni.
Ég vonast til að setja í gang útá gólfi á föstudag!
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 14.feb 2012, 01:03

Hvaða tölvukubba hafa menn verið að setja í patrol? Hvar eru þeir staðsettir, og eru þeir settir í einhver plögg sem eru tilbúin í bílunum fyrir þá?
Ég er að hugsa um að pína einhver hross útúr þessu þegar fram líða stundir og fann hérna einn kubb, http://www.smchiptuning.com/3704/nissan ... -zexel-125
Ýmist eru menn með bosch olíuverk sem virðast vera algegnari og svo zexel, eins og ég er með.
Ég er að spökulera í þessu núna tímanlega til að hafa þau plögg með sem ég þarf, annars er ég að einfalda þetta eins og ég get.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

dazy crazy
Innlegg: 251
Skráður: 13.feb 2011, 15:12
Fullt nafn: Dagur Torfason
Bíltegund: Kangoo og Ferguson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá dazy crazy » 14.feb 2012, 10:08

Þetta er ansi verklegt hjá þér, er að hugsa um eitthvað svipað svona þegar aðstæður leyfa.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 17.feb 2012, 22:59

Image
Síðast breytt af ellisnorra þann 19.nóv 2012, 17:37, breytt 1 sinni samtals.
http://www.jeppafelgur.is/


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá olei » 17.feb 2012, 23:45

elliofur wrote:Hvaða tölvukubba hafa menn verið að setja í patrol? Hvar eru þeir staðsettir, og eru þeir settir í einhver plögg sem eru tilbúin í bílunum fyrir þá?
Ég er að hugsa um að pína einhver hross útúr þessu þegar fram líða stundir og fann hérna einn kubb, http://www.smchiptuning.com/3704/nissan ... -zexel-125
Ýmist eru menn með bosch olíuverk sem virðast vera algegnari og svo zexel, eins og ég er með.
Ég er að spökulera í þessu núna tímanlega til að hafa þau plögg með sem ég þarf, annars er ég að einfalda þetta eins og ég get.

Það eru nokkrir á Ebay, mest í evrópu náttúrulega. Þeir bjóða kubba sem eru ekki beinlínis plug and play. Virðast koma í tengingar við olíuverkið.

Veit ekki hvort að þessi hlekkur virkar, en þarna eru smá upplýsingar um ísetningu.
http://www.ebay.co.uk/itm/350282081020? ... 844wt_1165

Hér er annar:
http://www.ebay.co.uk/itm/200401987808? ... 178wt_1165

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 28.feb 2012, 19:22

Til að uppfæra þráðinn þá er þetta í smá biðstöðu í augnablikinu, ég er búinn að strippa rafkerfið og tengja mótor og tölvu saman en tölvan er í einhverri fýlu og vélarljósið blikkar í mælaborðinu. Ég ætla ekki að fikta neitt meira þangað til ég fæ diagnos millistykkið til að tengja milli OBD2 í gamla OBD1 14 pinna tengið sem er í þessum "bíl". Ég pantaði þetta 15 janúar og það er ekki komið ennþá, þannig að ég pantaði annað í gær sem kemur frá bretlandi. Ég vona að það komi í næstu viku. Þá er hægt að sjá hvað tölvan vill segja mér áður en ég fer að reyna að gangsetja :)
http://www.jeppafelgur.is/


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá haffij » 28.feb 2012, 19:32

Það kæmi alls ekki á óvart að tölvan heimti að þú sér með réttan lykil kódaðan við skynjarann í svissinum á Terranoinum til að fá þetta til að ganga. Hef heyrt af því að partasalar hafi lent í basli með að fá þessa bíla í gang án réttra lykla og skynjara.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Sævar Örn » 28.feb 2012, 20:56

hæhæ, þegar vélarljósið blikkar bara taktfast endalaust þá er immobilizerinn með vesen.


Þú verður að bera lykilinn(flöguna úr lyklinum) upp að loftnetshringnum(utan um svissinn) til að tölvan samþykki gangsetningu.

Sért þú að nota orginal sviss en ó orginal vélartölvu verður samt sem áður lykillinn að fylgja vélartölvunni, svo þú getir í versta falli límt flöguna við loftnetið svo græjan fari í gang.

Ég vona að þetta skiljist mbk. sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 28.feb 2012, 21:38

Takk fyrir þetta Sævar og Hafliði, mig grunaði alveg að að þetta gæti verið meinið. Annaðhvort þarf ég að hafa þetta unit með (ég á það til) eða og það sem ég vill helst gera að bypassa þessu drasli.
Einusinni bypassaði ég svona drasli á cherokee og það þurfti bara að setja jörð á ákveðinn vír á þjófavarnaboxinu einusinni og þá var það disabled til framtíðar og mátti þessvegna henda helvítis boxinu.
Það stendur ekkert um þetta í rafmagnsteikningunum og því er ég ekki með þetta tengt ennþá, ætlaði að sjá hvort það væri hægt að sleppa þessu einhvernveginn.
Ég ætla samt ekki að fikta meira fyrr en ég er búinn að fá diagnos millistykkið til að sjá sannarlega hvað ecu tölvan nákvæmlega vill.

Öll hjálp við að finna bypass á þetta box vel þegin ef einhver hefur þekkingu á þessu frá fyrstu hendi. Ég er svosem lítið farinn að googla þetta sjálfur ennþá en kannski liggur þetta á lausu þar líka.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Sævar Örn » 28.feb 2012, 22:01

Sæll þekki þetta ekki í Terranó en í Suzuki sendir loftnetið út radíóbylgju ekki ólíkt bílskúrsopnara og speglar það gegnum flöguna í lyklinum og þegar hún fer aftur niður í vélartölvu þá leyfir hún jarðtengingu á spíssa.


Þannig það er ekki hlaupið að því að tengja framhjá því í Suzuki amk. og ég hef heyrt menn úti tala um að það sé bara alls ekki hægt nema breyta vélartölvunni þ.e. leyfa jarðtengingu spíssa við það eitt að svissa á.




mbk. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 28.feb 2012, 22:18

Já það er þokkalega hardcore!

Við svissinn (bakvið plastið) er box sem mig minnir að á standi unit keyless entry eða eitthvað svoleiðis og það eru nokkrir vírar sem fara í það og amk 1 í vélartölvuna. Þarf að skoða þetta betur.

Ég er líka mjög mikið búinn að leita af betri teikningum af pinouti á þessa ecu tölvu og finn ekkert meira heldur en það sem er í repair manualnum eða hvað hann heitir, sama og umboðið er með. Þar er pinout fyrir fullt af vírum, en ekki nærri öllum. Þessi tölva er með 88 pinnum en bara 54 pinnar sem maður fær að vita hvað er, megnið af því er tengt, meðal annars amk einn sem ég man eftir sem fer í þetta unit keyless entry box.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 06.mar 2012, 15:52

Hann fór í gang áðan. Þá er hægt að gera frekari framtíðaráætlanir :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Svenni30 » 06.mar 2012, 21:05

Flott. verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Endilega vertu duglegur að uppfæra og leyfa okkur að fylgjast með :)
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Svenni30
Innlegg: 1164
Skráður: 05.maí 2011, 14:49
Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
Bíltegund: Toyota hilux
Staðsetning: Dalvík

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Svenni30 » 23.mar 2012, 14:32

Eitthvað að frétta hér ?
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 24.mar 2012, 10:08

Immobiliser vandræði ennþá, fer með hann suður í kóðun væntanlega á þriðjudaginn.
Helvítis fokkíng nats :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 04.apr 2012, 21:35

Í dag smellti ég öllu draslinu á kerru og brunaði með í bæjinn. Þegar ég kom í BL í tölvulestur þá kom ekkert útúr því. Mjög furðulegt.
Forsagan er sú að hann fór í gang hjá mér fyrir nokkrum vikum síðan, gekk pínu tussulega svona en ég lét hann ekki ganga nema smá stund vegna þess að hann var þurr af vatni. Svo tengi ég á hann vatnskassa og græja eitthvað fleira og eftir það sýndi hann alltaf blikkandi ecu ljós í mælaborðinu. Það á víst að þýða vandræði með NATS, nissan anti theft system. Hann startaði og startaði en fór ekki í gang. Eðlilegt miðað við nats bilun. Skrýtið vegna þess að ég vissi ekki til að neitt hefði breyst, eða hvað hafði komið uppá.
Í tölvulestrinum í dag kom fyrst fram vandræði með airflow skynjarann, þá sagði ég æjá og smellti honum í samband og eftir það komu engir errorar fyrir utan að ecu tölvan náði ekki sambandi við skjálfskipti tölvuna, eðlilega, vegna þess að ég er með gírkassa í dag. Það breytir samt engu. Ekki voru neinir fastir eldri kóðar, eins og á að gera ef um NATS bilun væri að ræða.
Hann sagði mér bara að prufa að starta, og í gang fór hann eftir nokkra hringi (smá stund að ná upp olíu).
Þetta er frekar furðulegt, en þá er bara næsta mál að henda þessu ofaní og sjá hvað gerist. Ég er búinn að selja 2l-t mótorinn og ríf ég hann uppúr á fimmudaginn í næstu viku og í beinu framhaldi verður nissan troðið í staðinn.
Ég held þessu uppfærðu :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Hjörturinn » 05.apr 2012, 14:06

Ekki veist hvað svona mótor er að vigta sirkabát?
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 05.apr 2012, 14:52

Hjörturinn wrote:Ekki veist hvað svona mótor er að vigta sirkabát?


Nei það hef ég ekki hugmynd um, en það er væntanlega svipað og aðrar 4cyl díselvélar, allavega svipuð í ummáli.
Ég á eftir að redda mér vigt í skúrinn. Einhverjar hugmyndir? :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 10.apr 2012, 17:30

Hér er það að frétta að 2l-t fer úr á fimmudaginn og fljótlega til nýs eiganda eftir það. Þannig að ég verð fyrir vonbrigðum ef ég verð ekki farinn að keyra fyrir mánaðarmót.

Svo hafa nokkrir aðilar hringt í mig og spurt út í eitt og annað tengt og ótengt þessu, gaman af því líka :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 14.apr 2012, 19:17

Image
Síðast breytt af ellisnorra þann 19.nóv 2012, 18:09, breytt 1 sinni samtals.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá HaffiTopp » 14.apr 2012, 19:32

Það vantar like-takkann núna sko. Virkilega flottur bíll og eftirtektarvert verkefni.
Kv. Haffi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá jeepson » 14.apr 2012, 19:46

Þetta er snilld. Það verður gaman að fylgjast með hvernig hann mun reynast með terrano vélinni :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 15.apr 2012, 11:05

Takk strákar fyrir falleg orð. Gaman að fá gott pepp.
Nú er toyota mótorinn kominn til nýs eiganda og á leiðinni á Reyðarfjörð þannig að það er eins gott að þetta muni virka! :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 18.apr 2012, 13:38

Vélasalur þrifinn betur.
Image

Nú skal mátað!
Image

Sko 2.7 nissan komið ofaní toyotuna!
Image

Verulega er þessi olíupanna fyrir...
Image

Næst á dagskrá er að dunda sér með slípirokk og rafsuðu. Ég fann fjandi góða chevy 350 pönnu á lagernum sem ég ætla að reyna að nota til að möndla í staðinn. Sjáum hvort það gengur :)

Næsta áætlaða skúrferð er á mánudagsmorgun.
Síðast breytt af ellisnorra þann 19.nóv 2012, 18:12, breytt 2 sinnum samtals.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Kiddi » 18.apr 2012, 13:55

Ég held að ég hefði nú bara sleppt gírkassaveseninu og hent allri Terrano lengjunni niður og snúið hásingunni :-)

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá -Hjalti- » 18.apr 2012, 13:58

Úff þetta er vesen
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 18.apr 2012, 14:04

Það er spennandi að fylgjast með þessu hjá þér.

En fyrst þú þarft hvort sem er að breyta pönnunni, er þá ekki alveg eins gott að skera bara hringinn af henni og smíða nýja pönnu á hann úr 1-1,5mm plötu?
Ég hefði haldið svona í fljótu bragði að það yrði minnsta vesenið.

En hvar er stúturinn fyrir olíudæluna í pönnunni?
Það sökkar ef hann hittir nákvæmlega á það sem þú þarft að fjarlægja útaf drifinu :(
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá Startarinn » 18.apr 2012, 14:05

-Hjalti- wrote:Úff þetta er vesen


Slappst þú betur Hjalti?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá -Hjalti- » 18.apr 2012, 14:35

Startarinn wrote:
-Hjalti- wrote:Úff þetta er vesen


Slappst þú betur Hjalti?



Þurfti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut enda drifkúlan sömu megin á patrol og toyotuni
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 18.apr 2012, 15:52

-Hjalti- wrote:
Startarinn wrote:
-Hjalti- wrote:Úff þetta er vesen


Slappst þú betur Hjalti?



Þurfti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut enda drifkúlan sömu megin á patrol og toyotuni


Hvaða bull er þetta, það er ekkert mál að breyta olíupönnu :)

Það er minna vesen að nota gamla pönnu sem er formuð heldur en að gera það úr nýju efni ef tvenn skilyrði eru fyrir hendi, annars vegar panna í mint ástandi (sem chevy pannan er) og hinsvegar að það sé gott efni í henni. Svo í kaupbæti þá er drentappinn tilbúinn á chevy pönnunni, halli að honum og tappinn á flottum stað.
Ég hef heyrt að það sé eitthvað hráka efni í nissan pönnunni, veit ekkert hvort það sé rétt en það kemur í ljós. Svo kemur líka í ljós hvaða efni er í chevy pönnunni.
Ég hef áður breytt pönnu, oftar en einu sinni, og einusinni áður í þessum bíl meira að segja líka. Það var þegar ég var að setja dísel mótorinn ofan í í fyrsta sinn, þá var klafabúinaðurinn ennþá undir og þurfti verulega að snikka pönnuna til að falla að því sorpi.
Maður þarf bara að passa að pannan sé á mótornum, skrúfuð föst og ekki að heilgrilla hana með rafsuðuinni, þe passa verpinginn. Ég á annan ónýtan svona mótor sem ég get notað sem plan. Þetta er ekkert vandamál miðað við margt annað sem ég hef brallað í gegnum tíðina.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Toyota Hilux mengaður með Nissan TD27eti

Postfrá ellisnorra » 18.apr 2012, 16:15

Svo er vesen líka svo djöfull skemmtilegt! :)

En án gríns þá held ég að smíðavinnan í þessu dæmi sé langt undir helming í vinnustundum, að strippa rafkerfið, greiða úr þeirri flækju ásamt því að tengja það aftur sé 70-80% af verktímanum. Án gríns.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir