Víbringur í Land Cruiser


Höfundur þráðar
ichiro
Innlegg: 33
Skráður: 24.jún 2011, 12:06
Fullt nafn: Þórir Ingvarsson

Víbringur í Land Cruiser

Postfrá ichiro » 24.jan 2012, 12:38

Sælir félagar.
Vantar mótorpúða fyrir LC90 - vitið þið hvort að það sé hægt að fá þá einhversstaðar annarsstaðar en í umboðinu?

LC minn er með svoddan leiðinda víbring þegar hann er í gír (Drive - sjálfskiptur) og á lágum snúning. Auk þess er farið að koma víbringur undir ákveðnu álagi í akstri. Hann er líka með víbring í Park, þó hann sé minni. Það er búið að skoða pústið á honum og skipta um hluta af því. Engin breyting varð við það. Mér skilst að mótorpúðar eigi til að vera með vesen í þessum bílum, það hef ég allavegna séð á erlendum spjallborðum.

Kv.
Þórir I.




svavar1980
Innlegg: 320
Skráður: 27.jan 2012, 20:50
Fullt nafn: Svavar Þ Svavarsson

Re: Víbringur í Land Cruiser

Postfrá svavar1980 » 29.jan 2012, 02:28

hef ekki lent í þessu er búinn að eiga 30 crusera


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Víbringur í Land Cruiser

Postfrá cruser 90 » 29.jan 2012, 12:40

Sælir ég mundi veðja á millikassa púðan frekar bíllin minn var með sona víbring ég skifti um púðann og málið úr söguni kv jói
Jóhann V Helgason S:8408083


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: Víbringur í Land Cruiser

Postfrá olafur f johannsson » 28.feb 2012, 22:00

ég myndi skoða flexplötuna hvort hún sé farinn að brotna í kringum boltan sem halda converter
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Árni Braga
Innlegg: 690
Skráður: 02.feb 2010, 18:20
Fullt nafn: Árni Bragason

Re: Víbringur í Land Cruiser

Postfrá Árni Braga » 28.feb 2012, 22:17

Honum vantar bara að far á fjöll he he
Árni Braga
sími 8953840
smidur@islandia.is


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir