Síða 1 af 1

2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 02:12
frá Einar Kr
Hefur örugglega verið rætt hér áður (gott þá ef einhver gæti bent mér á linkinn) en er að spá með muninn á eyðslu og virkni. Þá í 35 - 38 tommu breyttum bíl

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 08:19
frá karig
Ég hef átt Hilux með báðum þessum vélum, diesel vélin eyddi um 20% minna hjá mér og hún togar meira, með túrbínu og millikæli. Ég mundi aldrei fá mér 2.4 bensínbíl aftur, nema ef ég ætlaði bara að nota hann fáa daga á ári. Kv, Kári.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 10:34
frá Heiðar Brodda
hef átt báða bílana og er með 4runner '86 2,4efi núna á 38'' og er notaður sem daily driver snilldar bíll og hef ekki séð þessa 20% minni eyðslu á dísel er að jeppast mikið með hilux dc tdi og er með minni eyðslu ef eitthvað er allavega svipað og eins og eldsneytis verð er núna þá er engin spurning að fá sér bensín bíl, minn er með 5:29 hlutföll en þetta er mjög einstaklings bundið fer með 11-13 í langkeyrslu hef reyndar ekki mælt hann innanbæjar

kv Heiðar

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 12:41
frá Stebbi
Það er ekkert mál að láta 2.4 dísel eyða helling, bíllinn minn var með 13-14 að öllu jöfnu og meira í þungu færi. Hann var ekki með turbo og þarafleiðandi alltaf í botni.
Svo er þetta spurning um hverning menn skilgreina eyðslu, mér finnst persónulega 2.4d hilux sem er að eyða þessu 12-15 lítrum vera að moka í sig því hann gefur þér voða lítið fyrir þessa eyðslu. Ég myndi mikið frekar eyða nokkrum lítrum meira á hundraðið til að fá einhverja vinnslu í staðin. Svo verður að taka inn í myndina að 2.4 bensín er miklu þýðari og hljóðlátari vél en dísillinn.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 13:29
frá Polarbear
ég átti LC70 með 2.4 túrbódísel (sami mótor) og hann eyddi alltaf 16 á hundraðið, hvernig sem maður keyrði.... það var bara mismunandi hversu hratt maður komst yfir. ástæðan er einföld, það kemst ekki meiri dísel í gegnum þennan mótor en 16 á hundraðið.

niður brekku í meðvindi náði ég stundum 80 km/h en á jafnsléttu í mótvindi og hvað þá upp brekkur var hann fljótur að síga í 60-70 km/h og upp kambana fór maður bara í 2-3. gír á 45-50 km/h. ég var reyndar á 4.88:1 hlutföllum á 38" mudder á þessum tíma en var orðinn óskaplega þreyttur á þessu máttleysi.

bensínmótorinn þekki ég ekkert.

ég ráðlegg þér að fara í aðeins öflugri mótor, þú sparar hreinlega á því að þurfa ekki alltaf að stíga allt í botn og hefur þá kraftinn þegar þig langar að nota hann.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 14:02
frá Hjörvar Orri
Sæll. Ég átti turbo-lausan hilux í 6 ár. Ef ég keyrði innanbæjar eins og gamall maður með hatt, þá gat ég náð honum niður í 10 l. á hundraðið. Uppá fjöllum með allt í botni gat hann farið með 40 til 50 á humdraðið. Ég er kannski að uppræta eitthvað gamalt toyotu leyndarmál ;) Einu sinni fór ég með félugunum í skálholt og gistum þar. Þegar við komum var byrjað á því að kynda upp í skálanum. Við nentum ekki að dúsa inni í kuldanum og ákváðum því að fara út að leika. ég fyllti bílinn og við lögðum af stað uppað himnaríki og því svæði. Færið var mjög þungt, og var þetta um 2 klst. akstur með hjakki og keyra upp í hlíðar. Þegar við komum aftur í skálholt var ég búinn að keyra tæpa 15 k.m. og búinn með 35 l.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 15:04
frá Kiddi
Díselvél er ekki fullgerð fyrr en það er komin túrbína á hana...

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 16:17
frá Polarbear
hjörvar var með bensínvél.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 17:29
frá Hjörvar Orri
Polarbear wrote:hjörvar var með bensínvél.


Nei, ég var með diesel mótor.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 18:11
frá Freyr
Hjörvar Orri á hrós skilið fyrir að segja sannleikann um eyðslutölur á sínum hilux.....;-)

Aldrei skilið það þegar menn gefa upp eyðslu kanski 15-20 lítra á fjöllum í snjóakstri á úrhleyptu. Annað hvort eru þeir tugir jeppa sem ég hef ferðast á og þar af átt tæplega 10 þeirra allir alveg svakalega mikið bilaðir og ómögulegir eða menn gefa upp rangar tölur. Sem dæmi fór 70 cruiser með 2,4 turbo diesel á 38" í eigu pabba gjarnan með kringum 50 l./100 í snjóakstri. Mínir jeppar hafa gjarnan verið með 50-60 l./100 í snjó, hef séð mikklu hærri tölur en bara örsjaldan lægri.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 18:23
frá Polarbear
ég á ekki orð. 50 lítrar af dísel (þótt hann sé ekki með túrbó) á hundraðið er ævintýraleg eyðsla. minn bíll eyddi hressilega á fjöllum en var ekki gat á tanknum hjá þér eða eitthvað? 35 lítrar á 2 tímum hlýtur bara að vera einhverskonar met.

p.s. mér reiknast til að það séu um það bil 230 lítrar á hundraðið ef ég er ekki að gera reikniskekkju :) sem er að sjálfssögðu algerlega ómarktæk mæling á svona akstri.. en 17 lítrar á klukkutíma... jah, ég hef svosem aldrei mælt þetta hjá mér þannig. finnst það samt mun nær lagi að mæla það þannig en í lítrum á hundraðið þegar menn eru komnir í snjó samt

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 18:43
frá Nóri 2
ég hef nú heyrt svona tölur en það hlítur þá bara að vera eithvað mikið að. fór jeppaferð um daginn i mjög erfiðu færi keyrði 170 km og fór með sirka 40l sem gerir 24l á hundraði

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 18:47
frá Freyr
Cruiserinn hjá pabba var orginal turbo og með intercooler og uppskrúfað olíuverk, samt innan velsæmismarka. Pabbi fór nær alltaf með sömu bílum í snjótúrana og eyðslan hjá honum var yfirleitt sú sama og á hilux 2,4 diesel á 38 sem einnig var með turbo og cooler. Svo var einn bensín hilux en ég man ekki tölur fyrir hann en eigandi hans var ánægður með hvað eyðslan skánaði þegar hann fékk sér nýrri diesel hilux. Að lokum var í hópnum 2,8 patti á 38 og hann var alltaf með ívið meiri eyðslu en toyoturnar.

Freyr

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 18:50
frá Freyr
Nóri 2 wrote:ég hef nú heyrt svona tölur en það hlítur þá bara að vera eithvað mikið að. fór jeppaferð um daginn i mjög erfiðu færi keyrði 170 km og fór með sirka 40l sem gerir 24l á hundraði


Voru þetta 170 km í hreinum snjóakstri eða er þetta eyðsla með langkeyrslunni á malbikinu? Þessar tölur mínar eiga við eingöngu snjóakstur, t.d. frá hrauneyjum og aftur í hrauneyjar, tek ekki með malbikið rvk-hrauneyjar.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 19:45
frá Nóri 2
nei að vísu er þetta eyðslan í allri ferðinni frá bensínstöðinni og að bensínstöðinni aftur. þannig að þetta er ekki að marka almenninlega. er því miður ekki búinn að fara í almenninlega langferð í bara snjó eftir að ég breyti bílnum þannig að ég er ekki með nákvæmar tölur. ég myndi ekki einusinni pæla í því að kaupa mér 2,4 bensínbíl.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 22:11
frá Heiðar Brodda
hvað bull er í þér nóri

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 22:24
frá StefánDal
Ég mæli með báðum mótorum. 2.4efi er gangviss og mjög viðhaldslítil. Eyðir minna en margar svipaðar vélar og hefur næga orku á 38" ef 5.71 hlutföll eru notuð. Hana vantar hinsvegar togið. Það er mjög auðvelt að fá tog ás í þær og ég vildi að ég hefði gert það í staðinn fyrir að skipta henni út fyrir 2.4 turbo diesel.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 17.jan 2012, 23:39
frá Hjörvar Orri
Pabbi átti turbolausan hilux frá '89-'00. "38 á "12tommubreiðum felgum með 5:71 hlutföllum og no-spin. ´96 fórum við norðu kjöl á hveravelli, frá gullfossi á geysi að hveravöllum eyddi bíllin 100 á hundraðið.

Þetta eru traustar vélar ef á það er litið, á þeim 6 árum sem ég átti minn skipti ég um tímareim og glóðarkerti, thats it.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 01:06
frá BrynjarHróarsson
ég á 2,4 dísel hilux dc non turbo. ég hef ekki orðið var við svona mikla eyðslu eins og sumir segja frá. ég keyrði t.d frá akureyri í bæinn með 3 í bílnum og fullt af dóti, eyddi 33 lítrum á 33 tommu með 4.30 hlutföllum. eins fór ég á 4.30 hlutföllum á 31 tommu í skagafjörð með stærstu gerð af bílakerru og sótti þar bíl og dró í bæinn þurfti reyndar að setja á hann í staðarskála en hann eyddi ekki nema 85 lítrum framm og til baka með kerruna.
einnig fór í inní landmannalaugar núna á laugardaginn fylltitankinn í hrauneyjum keyrði inn eftir í mjög þungri færð var þó mun léttari á sunnudaginn keyrði síðan til heim í reykjavík ég er enn á þeim tanki en núna er hann kominn á 5.71 hlutföll á 37 tommu dekkjum.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 09:47
frá Nóri 2
þegar að ég keypti minn þá kom ég á honum austur og var hann með 10 á hundraði. á 5,71 og 38''

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 11:04
frá Turboboy
Sæll, þessar tölur sem ég er að sjá hér eru ruuugl !

Ég var með "valdi" hérna á spjallinu á Hiluxnum hans, veit nú ekki hvaða hlutföll hann er með. Enn þegar við fórum upp að gosi á fimmvörðuhálsi í frekar þungufæri þá var bíllinn að eyða frá vík-sólheimar-skáli-brekkuleikur-keyra að gosinu-toga í nokkra bíla-leika sér og já, nákvæmlega ekkert að spara olíuna, og hann fór með 1/4 af orginal tank.

Þið ættuð að kíkja á bílana hjá ykkur...
Þessar tölur eru fáranlegar á 2.4td og tdi.....

Enn shiiiiiiiiiiiii 2.4 bensín EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EKKERT GERIST!(ekki í díselnum heldur, enn hann hefur togið)

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 13:13
frá Heiðar Brodda
þú ættir að kíkja á bensín vélina hjá þér gæskur því að ég hef ekki orðið var við þessa ofsalegu eyðslu á 2,4efi og er ég á 38'' og 5:29 hlutföllum er að ferðast með 2,4tdi og þetta er oftar en ekki sama eyðslan og jafnvel minna ef eitthvað er og er ekki sparakstur notaður á fjöllum.EN þetta eru túarbrögð eins og annað,eitt með dísel að það kosta varahlutirnir í díselvélina og t.d. vatnskassinn er töluvert dýrari en í bensín bíl svo er þetta venjulega glóðarkerti spíssar túrbína og annað sem er oftar en ekki dýrt sérstaklega ef þú getur ekki gert við að einhverju leiti sjálfur, vandaðu valið og fáðu einhvern sem þekkir til þessara bíla til að yfirfara hann vel áður en þú ákveður að kaupa.Ryð er oft í hilux t.d. neðan á hurðunum í pall og í hjólaskálum skoða þetta vel.Gangi þér vel að velja jeppan

kv Heiðar

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 17:09
frá ellisnorra
Þetta er mesti öfgaþráður í báðar áttir sem ég hef séð!

Ég er með 91 hilux með 88 lc 70 mótor og á 33" í léttum þjóðvegaakstri hef ég náð honum niður í 10.3 og núna undanfarið á 35" grófum dekkjum og olían ekkert spöruð er hann í kringum 17lítra. Allt á steinolíu með 4.88 hlutföll.
En það gerist ekkert mikið þegar maður stígur á gjöfina, en ég næ þó oftast að halda eðlilegum þjóðvegahraða. Ekki alltaf :)

Ég er kominn með 2.7eti úr terrano inn á gólf hjá mér og er að undirbúa líffæraflutning. Þá fær maður vonandi smá afl fyrir olíuna, hún er skráð 125-130hp, mismunandi eftir heimildum og þær eyðslutölur sem ég hef heyrt (ma frá nákomnum ættingja) er hún að eyða undir 10 á óbreyttum bíl.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 18:18
frá Valdi B
himmijr wrote:Sæll, þessar tölur sem ég er að sjá hér eru ruuugl !

Ég var með "valdi" hérna á spjallinu á Hiluxnum hans, veit nú ekki hvaða hlutföll hann er með. Enn þegar við fórum upp að gosi á fimmvörðuhálsi í frekar þungufæri þá var bíllinn að eyða frá vík-sólheimar-skáli-brekkuleikur-keyra að gosinu-toga í nokkra bíla-leika sér og já, nákvæmlega ekkert að spara olíuna, og hann fór með 1/4 af orginal tank.

Þið ættuð að kíkja á bílana hjá ykkur...
Þessar tölur eru fáranlegar á 2.4td og tdi.....

Enn shiiiiiiiiiiiii 2.4 bensín EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EKKERT GERIST!(ekki í díselnum heldur, enn hann hefur togið)

ég er með 5.71 á 38" gh með 2.4 d turbo með intercooler.... og ég hef aldrei heyrt um mikla eyðslu á dísel 2.4 hilux ekki fyrr en nýrri bílunum í kringum 2000 árgerð... finnst þeir eyða miklumiklu meira... og vinna mun verr!

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 19:37
frá StefánDal
himmijr wrote:Sæll, þessar tölur sem ég er að sjá hér eru ruuugl !

Ég var með "valdi" hérna á spjallinu á Hiluxnum hans, veit nú ekki hvaða hlutföll hann er með. Enn þegar við fórum upp að gosi á fimmvörðuhálsi í frekar þungufæri þá var bíllinn að eyða frá vík-sólheimar-skáli-brekkuleikur-keyra að gosinu-toga í nokkra bíla-leika sér og já, nákvæmlega ekkert að spara olíuna, og hann fór með 1/4 af orginal tank.

Þið ættuð að kíkja á bílana hjá ykkur...
Þessar tölur eru fáranlegar á 2.4td og tdi.....

Enn shiiiiiiiiiiiii 2.4 bensín EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EKKERT GERIST!(ekki í díselnum heldur, enn hann hefur togið)

Hvaða 2.4efi hefur þú keyrt sem eyðir svona svakalega? Ég keyri Hilux með 4.10 33" og 2.4efi á hverjum degi og hann eyðir 12-16.
Ekki staðhæfa um það sem þú veist lítið eða ekkert um. Það er ekki farsæl byrjun í jeppamennsku.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 20:01
frá Heiðar Brodda
sæll stefán sé að þú ert að spá í að kaupa tog ás í 2,4efi hefur þú fundið út hvaða ás væri skemmtilegu í þessa vél og hvaða verð væri á því kv Heiðar

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 20:07
frá -Hjalti-
Þér finnst ansi margt sem meikar bara ekkert sence haha

valdibenz wrote: ég hef aldrei heyrt um mikla eyðslu á dísel 2.4 hilux ekki fyrr en nýrri bílunum í kringum 2000 árgerð... finnst þeir eyða miklumiklu meira... og vinna mun verr!

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 20:41
frá Freyr
elliofur wrote:Þetta er mesti öfgaþráður í báðar áttir sem ég hef séð!

Ég er með 91 hilux með 88 lc 70 mótor og á 33" í léttum þjóðvegaakstri hef ég náð honum niður í 10.3 og núna undanfarið á 35" grófum dekkjum og olían ekkert spöruð er hann í kringum 17lítra. Allt á steinolíu með 4.88 hlutföll.
En það gerist ekkert mikið þegar maður stígur á gjöfina, en ég næ þó oftast að halda eðlilegum þjóðvegahraða. Ekki alltaf :)

Ég er kominn með 2.7eti úr terrano inn á gólf hjá mér og er að undirbúa líffæraflutning. Þá fær maður vonandi smá afl fyrir olíuna, hún er skráð 125-130hp, mismunandi eftir heimildum og þær eyðslutölur sem ég hef heyrt (ma frá nákomnum ættingja) er hún að eyða undir 10 á óbreyttum bíl.


Ég er með '98 2,7 Terrano á mjög grófum 31" dekkjum og hann er með kringum 11 lítra að jafnaði, og ég keyri ekki sparakstur. Sá sem seldi mér hann var með hann á um 29" dekkjum með mjög fínu mynstri og notaði hann eiginlega bara Sandgerði - Rvk og keyrði sparakstur, hann sagðist hafa farið með um 9 lítra að jafnaði.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 21:53
frá StefánDal
Heiðar Brodda wrote:sæll stefán sé að þú ert að spá í að kaupa tog ás í 2,4efi hefur þú fundið út hvaða ás væri skemmtilegu í þessa vél og hvaða verð væri á því kv Heiðar


Var búinn að finna þetta í bretlandi. Þarf að grafa upp link aftur.


Annars er ég líka búinn að finna mér 2,7 terrano mótor. Nú þarf bara að sjá til í hvað hann fer:)


edit*
http://www.22reperformance.com/22RE%20P ... Parts.html

Þessir eru með það sem manni vantar. Með þessum ás byrjar togkúrfan í 1300 rpm og helst stöðug í 5000 rpm.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 18.jan 2012, 22:35
frá Valdi B
-Hjalti- wrote:Þér finnst ansi margt sem meikar bara ekkert sence haha

valdibenz wrote: ég hef aldrei heyrt um mikla eyðslu á dísel 2.4 hilux ekki fyrr en nýrri bílunum í kringum 2000 árgerð... finnst þeir eyða miklumiklu meira... og vinna mun verr!


hehe ég er ´buinn að keyra svona 38" bíl í kringum 5000 km á síðastliðnum 5 mánuðum... og ég veit nú ekki hvaða hlutföll eru í honum en hann eyðir mun meira en gamli minn... það er ekki vitað til þess að það sé eitthvað að honum en það er búið að setja túrbínu úr 2003 bíl í hann og kemur hún fyrr inn og virkar hann ekki neitt finnst mér... hef ekki ennþá látið hana blása eitthvað meira en original en styttist í það...

þetta e það sem mér finnst hjalti minn... það meikar ekki sence að segja það sem öðrum finnst og standa við það ? er það nokkuð... :)

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 19.jan 2012, 20:11
frá Stebbi
Turbovélarnar í '00 Hilux eru þær sömu og í litlu krúserunum. Breytast einhverstaðar í kringum 1990 og eru nánast eins þar til 2.5 vélin kemur.

Það er ekkert óeðlilegt við það að svona ljósavél eyði olíu ef hún er að gera eitthvað, hestöfl og tog kosta eldsneyti svo einfalt er það og 200 og eitthvað Nm kallar maður ekki tog, þú nærð ekki að slíta felgubolta með því.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 20.jan 2012, 16:18
frá Turboboy
StefánDal wrote:
himmijr wrote:Sæll, þessar tölur sem ég er að sjá hér eru ruuugl !

Ég var með "valdi" hérna á spjallinu á Hiluxnum hans, veit nú ekki hvaða hlutföll hann er með. Enn þegar við fórum upp að gosi á fimmvörðuhálsi í frekar þungufæri þá var bíllinn að eyða frá vík-sólheimar-skáli-brekkuleikur-keyra að gosinu-toga í nokkra bíla-leika sér og já, nákvæmlega ekkert að spara olíuna, og hann fór með 1/4 af orginal tank.

Þið ættuð að kíkja á bílana hjá ykkur...
Þessar tölur eru fáranlegar á 2.4td og tdi.....

Enn shiiiiiiiiiiiii 2.4 bensín EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EYÐIR og EKKERT GERIST!(ekki í díselnum heldur, enn hann hefur togið)

Hvaða 2.4efi hefur þú keyrt sem eyðir svona svakalega? Ég keyri Hilux með 4.10 33" og 2.4efi á hverjum degi og hann eyðir 12-16.
Ekki staðhæfa um það sem þú veist lítið eða ekkert um. Það er ekki farsæl byrjun í jeppamennsku.


3 félagar mínir hafa átt 2.4 efi hilux, allir eytt yfir 20 l eða þar í kring.
Pabbi hefur átt 2 2.4 TD einn á 33" og annnan á 38" sem valdibenz á í dag.
33" bíllinn eyddi samasem ekki neinu. Og valdibenz getur alveg staðfest þessar eyðslutölur á hiluxnum hans og mikið fleiri.

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 06.mar 2012, 09:34
frá Heiðar Brodda
Fór um daginn í jeppa ferð í kverkfjöll farið var yfir jökul,var á 4runner '86 38'' 5:29 diskalás aftan loft að framan ekinir 400,8km fór með 110ltr sem er um 9ltr á klukkutíman,er sáttur við það og þetta var ekki sparakstur,vantaði eiginlega hálfan gír á milli 3ja og 4 uppá jökli,vorum mikið að spá í hvort það væri ekki hægt að mixa hálfan gír í jeppan eins og var í mm trediu hér í gamla daga :) en þetta er alltaf spurning kv Heiðar

Re: 2.4 Diesel Vs 2.4 Bensín í Hilux

Posted: 06.mar 2012, 10:33
frá Freyr
Nóri 2 wrote:nei að vísu er þetta eyðslan í allri ferðinni frá bensínstöðinni og að bensínstöðinni aftur. þannig að þetta er ekki að marka almenninlega. er því miður ekki búinn að fara í almenninlega langferð í bara snjó eftir að ég breyti bílnum þannig að ég er ekki með nákvæmar tölur. ég myndi ekki einusinni pæla í því að kaupa mér 2,4 bensínbíl.


Hvaða bensínstöð var þetta og hvert var farið í snjó?