Síða 1 af 1

altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 12:22
frá Heiðar Brodda
sælir er með 4runner '86 og altinatorinn er orginal sennilega 55-60 amp hvenær koma þessir jeppar með stærri tora eða þarf að kaupa þetta t.d. frá rafstillingu var að hugsa um að 100 amp myndi vera fínt,er að koma með smá aukabúnað. En svo er annað er með reley fyrir allt sem tengd er inná geymi,má endalaust hlaða á pólinn leiðslum ef þið skiljið hvað ég á við,bara setja lengri bolta? er ekki með aukaraf og hef ekki kunnáttu í að búa til svoleiðis og ætla ekki að kaupa það í n1 á 50,000 er með 2 pör af kösturum svo verða 4 vinnukastarar,afriðill fyrir tölvu,arb loftdæla,vhf talstöð og sennilega eitthvað fl í framtíðinni t.d. önnur loftdæla

kv Heiðar Brodda

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 12:34
frá gaz69m
spyr ég eins og vitlaus kélling úr afdölum er ekki bara sniðugast að setja auka altenator í bílin

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 12:40
frá Stebbi
Heiðar Brodda wrote:....En svo er annað er með reley fyrir allt sem tengd er inná geymi,má endalaust hlaða á pólinn leiðslum ef þið skiljið hvað ég á við,bara setja lengri bolta? .....


Mæli sterklega með því að taka einn sveran vír frá pól á geymi að einhverri tengiblokk eða öryggjaboxi uppá að fá betri leiðni. Að setja endalaust svona tengi með gati uppá boltan kallar bara á það að eitthvað af þeim einangri sig.

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 12:55
frá Heiðar Brodda
okei datt þetta í hug að það væri einhver vandamál sem gætu tengts þessu stundum er gott að spurja sér gáfulegri menn,ekki að ég hafi fundið marga :)

kv Heiðar

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 13:02
frá Startarinn
gaz69m wrote:spyr ég eins og vitlaus kélling úr afdölum er ekki bara sniðugast að setja auka altenator í bílin


Þú getur lent í vandamálum með spennustýringar ef þú tengir 2 alternatora inná sama kerfið, eða að annar þeirra taki á sig allt álagið, mér sýnist á öllu að ef þú setur tvo alternatora verðuru að hafa 2 geyma og aðskilið kerfi.

En svo mætti alltaf setja segulpunga sem samtengja rafgeymana í starti til að gefa öflugra start......

Ég ætlaði að finna mér öflugri alternator í minn hilux þar til ég sá að alternatorinn á volvo rellunni sem á að fara í hann er 100 amp, og engin þörf á stærra

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 13:03
frá Heiðar Brodda
Hvað er stór altanator í á vélinni sem er að fara úr kv Heiðar

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 13:05
frá gaz69m
var semsagt að spá ef maður hefði aðskilin rafkerfi , seinni altenatorin færi í allt sem væri umfram upprunalegan rafmagnsbúnað . eins og auka ljós og annað

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 13.jan 2012, 15:20
frá Startarinn
Heiðar Brodda wrote:Hvað er stór altanator í á vélinni sem er að fara úr kv Heiðar


Ég man það ekki 100%, hann er annaðhvort 55 eða 60 amp

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 06.mar 2012, 09:41
frá Heiðar Brodda
sælir er enn í altinator hugleiðingum, í rafstillingu kostar 100 amp tor 100,000 en ef ég ætti cevy þá get ég fengið 120 amp tor á 20,000 hingað kominn ca 40,000 sem er gjöf miðað við toyota alt,spurning um að setja bara auka alt um t.d subaru fyrir aukarafið,lenti í því um daginn að þegar 2 kastarapör voru í gangi +talstöð+miðstöð og ökuljós að 300w invertinn minn fékk ekki nóg rafmagn,sem var bagalegt því tölvan var gps tækið kv Heiðar

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 06.mar 2012, 09:59
frá Heiðar Brodda
jæja best að svara sér sjálfur,er búinn að finna 120amp uppgerðan altinator á 35000 og þeir taka minn uppí sem er snilld kv Heiðar

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 06.mar 2012, 10:23
frá Magni
Lang best í stöðunni væri að setja auka altinator og tengja hann á sér geymi, þá geturu tengt allann andsk... inn á hann t.d. alla kastara, talstöðvar og græjur, þó svo græjurnar myndu klára geyminn þá getur þú samt startað bílnum og hlaðinn inná hann.
Ég var með þetta svona í gömlum 60 cruiser, hann var reyndar orginal 24v en ég lét setja 110amp altinator úr carismu aukalega og 3 geyminn sem var 12v. Þetta var algjör snilld. Þetta kallar maður AUKArafkerfi :)

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 06.mar 2012, 11:23
frá Grímur Gísla

Re: altinatorar stærri en orginal

Posted: 06.mar 2012, 19:33
frá Heiðar Brodda
sælir já er kominn á það að setja auka altinator,torinn í 100krúser er með eyrað vitlausu megin blót og blót athugaði hvort það væri hægt að snúa húsinu en það er ekki hægt, svo gæti ég keypt mér gm tor á 20,000 frá summit 120amp en er farinn að hallast að auka tor kv Heiðar