Síða 1 af 1

Gúmmí fóðringar utan um stýrisvél á Land cruiser.

Posted: 22.sep 2011, 10:45
frá ichiro
Góðan daginn.
Ég er með Land cruiser 90, 99 módel , en gúmmíin sem halda utan um stýrisvélina eru orðin léleg og því stýrið hálf leiðinlegt. Ég veit að gúmmíin eiga það til að fara í þessum bílum og var að velta fyrir mér hvort einhver vissi hvort hægt væri að versla þetta annarsstaðar en hjá Toyota. Þetta kostar fullmikið þar, eða 17 þús kall, og ég hefði helst viljað finna þetta ódýrar.

Kv.
Þórir I.

Re: Gúmmí fóðringar utan um stýrisvél á Land cruiser.

Posted: 22.sep 2011, 18:48
frá siggisigþórs
taktu bauluna sem heldur maskinuni og sagaðu 1 sm af henni báðu meginn og þetta verður til friðs það sem eftir er kveðja siggi

Re: Gúmmí fóðringar utan um stýrisvél á Land cruiser.

Posted: 23.okt 2011, 22:40
frá Cruserinn
áttu þá við Siggi að setja svo ný gummí???