Síða 1 af 1

93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 01.júl 2011, 20:59
frá siggsigg
Bílinn sprengir ekki bensín erum bunir að reyna draga hann i gang virkaði ekki.
Hann startar og það er eðlilegt startara hljóð.
Það var gang vesen með hann aður en þa setti eg spissahreynsi og skifti um bensin síu og hann virkaði eftir það.
Ég er búinn að skifta um kerti og kertaþræði lika.

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 01.júl 2011, 21:04
frá hobo
Þú getur prófað að skipta háspennukeflinu út fyrir annað sem þú veist að er í lagi.

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 01.júl 2011, 21:14
frá siggsigg
já var búið að detta það í hug er bara ekki að finna annað sem er i lagi partasölurnar virðast ekki eiga það til

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 02.júl 2011, 02:12
frá jeepson
Fynst nú alt benda til þess að háspennukeflið sé annaðhvort búið eða er ekki að fá straum. Myndi mæla rafmagnið sem fer inná keflið og athuga hvort að það sé rafmagn. einnig að kíkja á öll öryggi.

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 02.júl 2011, 02:26
frá Sævar Örn
hæhæ, tekur hann við ser á startgasi? ef svo er skoðaðu bensínrásina en ekki neistagjafann

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 03.júl 2011, 00:55
frá siggsigg
ekki prufað það skal tékka það

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 03.júl 2011, 19:37
frá siggsigg
Sævar Örn wrote:hæhæ, tekur hann við ser á startgasi? ef svo er skoðaðu bensínrásina en ekki neistagjafann

ef hann tekur ekki við sér á startgasi var að prufa það gerði ekkert

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 03.júl 2011, 19:42
frá hobo
Þú getur prófað að taka kerti úr, tengja það við kertaþráðinn og leggja það við jörð t.d ventlalokið. Starta svo og fylgjast með hvort það neisti.

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 03.júl 2011, 22:13
frá Stebbi
Ef það kemur svo neisti en ekkert fer í gang þá er ráð að kanna tímann á honum. Svona 2.4 toyotu rellur eru þektar fyrir að ganga á haugslitnum tímakeðjubúnaði þangað til að ekkert virkar.

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 03.júl 2011, 23:02
frá siggsigg
já þetta er ekki kveikjukerfið þa þvi kertið sparkaði fint. spurning hvar maður byrjar fyrst veit einhver hvort það heyrist eitthvað i bensindælunni þegar maður svissar á bílinn?

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 03.júl 2011, 23:11
frá Hfsd037
siggsigg wrote:já þetta er ekki kveikjukerfið þa þvi kertið sparkaði fint. spurning hvar maður byrjar fyrst veit einhver hvort það heyrist eitthvað i bensindælunni þegar maður svissar á bílinn?


farðu í öryggisboxið og checkaðu á öryggi sem stendur á EFI minnir mig að það heitir, það er ferhyrnt með glæru plastloki, kíktu ofan í það og athugaðu hvort það sé sprungið :)) kom fyrir hjá mér í mínum hilux V6

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 04.júl 2011, 14:51
frá siggsigg
ja það er litið 15a öriggi sem stendur efi fyrir neðan svo er lika efi relay þarna sem er stort og svart og eg se ekki inní öriggið er fint en eg se ekki inni þetta stora svarta

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 04.júl 2011, 15:51
frá -Hjalti-
Láttu eitthvern starta og hlusta þú við bensíntankin hvort að bensíndælan fari í gang. Það fer ekki frammhjá þér.

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 05.júl 2011, 00:28
frá siggsigg
ok þa fer það ekki a milli mala að hun virkar ekki

Re: 93 hilux fer ekki í gang en startar

Posted: 05.júl 2011, 18:33
frá einstef
Sælir.. ef þú tekur barkann af loftsíuhúsinu þá held ég að þar sé spjald sem að á að hreyfast við gangsetningu og ef að það skorðast fast þá fer bensíndælan ekki í gang... skalt skoða hvort að þetta sé málið
kv Einar St