LC 60 spurningar


Höfundur þráðar
Karvel
Innlegg: 171
Skráður: 02.feb 2010, 19:15
Fullt nafn: Smári Karvel Guðmundsson

LC 60 spurningar

Postfrá Karvel » 10.mar 2010, 21:49

Er 60 bílarnir að höndla að vera á orginal hlutföllunum á 36-38" ? ef ekki hvaða hlutföll eru menn að nota fyrir 38" ?
bæði turbo og non turbo.

Eru hásingarna,öxlanir og kassin létt með að brotna á 38-44" í cruiser?

Er einhver munur á 60 non turbo og 62 Turbo vélinni annað en að það sé turbo á 62 ?? kassarnir,hlutföll og fl

hver er munurinn á HJ og FJ ?

þætti vænt um að fá svör við þessum spurningum og ég vona að þið skyldu bullið í mér :)


Isuzu

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 60 spurningar

Postfrá Polarbear » 10.mar 2010, 23:13

hérna kemur það litla sem ég veit:

millikassarnir eru að minnsta kosti eins í bílunum, þó eru önnur hlutföll (lægri) í sjálfskipta non-turbo. eldri kassarnir komu stangar-skiptir en nýrri eru vacuum stýrðir.

Gírkassarnir í þessum bílum hafa yfirleitt verið veikasti hlekkurinn. það þarf að taka þá upp í svona 200 þúsund ef þeir eru ekki brotnir þá. Vél, millikassi og hásingar eru dúndursterkt dót sem þolir ótrúlega margt án þess að bila, það er helst að menn séu að brjóta framöxlana ef þeir keyra um á malbiki í 4wd með diff-lock á að framan.

vélarnar heita 2L (non turbo) og 12HT (turbo). þær eru líkar en ekki alveg 100% eins. það er önnur þjappa á túrbóvélinni og hún er ekki með forbrunahólf eins og 2L. Olíuverkin eru ekki eins, ofl. ofl. það er t.d. ekki hitakerti í 12HT heldur hitagrill í innsogsgreininni.

mig minnir að þessir bílar komi á 3.73:1 orginal og það sé annsi latur í þeim hesturinn á 38" og yfir þannig. Flestir bílar sem fóru á 44" hafa fengið 4.56:1 eða 4.88:1 hlutföll. ég get staðfest að vélarsnúningurinn er alveg við efri þolmörk í utanbæjarakstri ef þú ert á 38" og með 4.88 hlutföll. í það minnsta er ekki option að nota minni dekk en 38" með það hlutfall í bílnum.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: LC 60 spurningar

Postfrá jeepcj7 » 10.mar 2010, 23:33

Jæja þá fer maður að tjá sig um Toyotur en ég átti svona 60 bíl í denn sem var ekki turbo orginal og komst að því að það er nánast ekkert eins í turbo og non turbo vélunum það er annað hedd,annar sveifarás,aðrir stimplar,annað olíverk,aðrir stimplar ss. nánast ekkert gekk á milli ég held meira að segja að blokkin sé ekki eins en er samt ekki viss.Þessi bíll var "44 tommu breittur og var 4ra gíra í upphafi á "44 var hann ok með 4.88 hlutföll en alveg vonlaus á "38 var alveg á botnsnúningi til að halda umferðarhraða.Svo gaf mótorinn upp öndina og setti ég aðra eins vél í með eftirásettu turboi sem gerði ekki mikinn mun að mínu mati og þá setti ég 5 gíra kassa í í leiðinni en þá þurfti líka að skipta um millikassa gamli millikassinn passaði ekki við 5 gíra kassann.Þessu var reddað og þá var bíllinn orðinn ok. á "38 með yfirgírnum en hann var ekki mikið notaður ef "44 voru undir.Orginal hlutfall er oft 3,73 sem er varla að virka með "38 dekkjum en þetta á að vera nokkuð hraust kram svona overall td.rúmlega 9" drif en þetta er þungur bíll sem þarf "38 til að bera sig sæmilega um og er orginal á blaðfjöðrum sem þykir ekki merkilegt í dag og er til þess að gera stuttur á milli hjóla ef aftur hásingin er ekki færð aftur.
Ytri framöxlar eru þeir sömu og í hilux td.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Léttfeti
Innlegg: 67
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: LC 60 spurningar

Postfrá Léttfeti » 11.mar 2010, 12:35

HJ er dísel
FJ er bensín

Minn bíll er fimm gíra á 38" og með 4,88 hlutfall og það er alveg í það lægsta á malbikinu utanbæjar, þarf að vera á leiðinlega háum snúningi til að halda umferðarhraða. Orginal drifið er 9 1/2" og hlutfallið er 1:3,70, 37 tennur á kamb og 10 á pinnjon.

En afl munurinn á 2L og 12HT er mjög mikill.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: LC 60 spurningar

Postfrá Stebbi » 11.mar 2010, 18:53

Léttfeti wrote:En afl munurinn á 2L og 12HT er mjög mikill.


Aflmunurinn á þessum tveimur vélum er ca. 60-70 hestöfl. Það er tilkomið út af því að 2L er 2.4 diesel sem við þekkjum úr Hilux og skilar okkur 74-83 hestöflum sem eru fullnýtt en 12HT er 135 hestöfl og er hægt að finna í LC 60

Vélin sem um ræðir er 2H og er 4.0 og skilar ca 105 hestöflum. 60 krúser með 2.4 færi sjálfsagt ekki af stað á 38",
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: LC 60 spurningar

Postfrá Polarbear » 11.mar 2010, 21:01

Stebbi wrote:
Léttfeti wrote:En afl munurinn á 2L og 12HT er mjög mikill.


Aflmunurinn á þessum tveimur vélum er ca. 60-70 hestöfl. Það er tilkomið út af því að 2L er 2.4 diesel sem við þekkjum úr Hilux og skilar okkur 74-83 hestöflum sem eru fullnýtt en 12HT er 135 hestöfl og er hægt að finna í LC 60

Vélin sem um ræðir er 2H og er 4.0 og skilar ca 105 hestöflum. 60 krúser með 2.4 færi sjálfsagt ekki af stað á 38",


að sjálfssögðu var ég að tala um 2H en ekki 2L eða 2L-T, þetta var type-o hjá mér hér að ofan. takk fyrir rað benda á þetta Stebbi


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: LC 60 spurningar

Postfrá naffok » 11.mar 2010, 22:43

Minn Krúsi er 12Ht með 5 gíra kassa á 4:56 hlutfalli. Eftir smávegis túrbínuskrúfun og stóran intercooler er hann um 155 - 160 hestöfl. Hann er á 38" og mér finnst hann fínn úti á vegum, hann rúllar á 100 á uþb 2100 snúningum, mætti vissulega vera lægri því mótorinn fer létt með það. Væri til í yfirgír úti á vegum og skriðgír á fjöllum. Og það leka um 12 lítrar af olíu í gegn um hann á hverjum 100 kílómetrum. Ég held að það gæti minnkað örlítið ef það væri overdrive í honum.
Kv Beggi


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: LC 60 spurningar

Postfrá Dúddi » 12.mar 2010, 19:11

ég átti svona bíl í nokkur ár, orginal túrbó og breytti honum fyrir 44 tommu. Hann var á 4,56 hlutföllum og var mjög skemtilegur á 38 tommu sumardekkjunum.
Á þessum árum braut ég 2 framöxla, og þeir eru svosem ekki mikið að brotna, fer eftir aksturslagi, félagi minn sem á eins bíl keypti sér krómstálsöxla og hefur ekki brotið síðan. Ef ég mundi breyta svona bíl aftur á 44 þá mundi ég hafa 4.56 hlutföll og lógír.
Hásingarnar eru fínar og eru ekkert að klikka á 44 tommu meira en eðlilegt er, það þarf auðvita að sinna öllu sem er á svona dekkjum.
5 gíra kassarnir eru líka fínir, það er bara að skipta um legur í þeim fyrir rest, þekki þessa 4 gíra ekki.
Þér að segja að þá mundi ég ekki líta við túrbólausa mótornum ef hinn er í boði, þessi 12H sem er orginal turbo er sennilega einn best heppnaði mótor í fjallajeppa í þessari stærð sem til er, krafta allt í lagi og hægt að kreista meira útúr þeim með intecooler, pústi og þannig, eyða ekki rassgat, gangvissir og bila lítið.
Kv Dúddi


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir