Síða 1 af 1

bremsu vesen í hilux 91árg

Posted: 06.maí 2011, 01:28
frá Bjarki
Er í tómu tjóni varðandi afturbremsurnar hjá mér þær bremsa misjafnt er samt búinn að skipta um bremsukjalka og útiherslu en fæ hann samt ekki til að bremsa jafnt og er búinn að loftæma allt svona 100sinnum, getur einhver sagt mér hvað gæti mögulega verið að valda þessu?

Re: bremsu vesen í hilux 91árg

Posted: 06.maí 2011, 01:44
frá Hlynurh
er ekki allt handbremsu unitið laust og liðugt ? svo er það nátturulega bara spurning hvort dælurnar séu ekki orðnar stýfar

kv Hlynur

Re: bremsu vesen í hilux 91árg

Posted: 06.maí 2011, 07:47
frá sukkaturbo
sæll þekki þetta aðeins. Ef handbremsu júnítið er laust og liðugt í bakplötunni og allt er í lagi annað prufaðu að víxla bremsuskálunum hægri yfir á vinstri og svo vinstri yfir á hægri er líka gott að láta renna þær. Þetta virkað hjá mér og fleirum. Meinið er samt oft td drulla í handbremsu dótinu undir gúmíinu best að taka það alveg úr og hreinsa það vel. Síðan er annað en það er loki upp í grindinni sem getur staðið fastur prufaðu að taka stöngina sem liggur niður í hásínguna úr sambandi og hafðu lokan alveg opinn og sjáðu hvort einhver breiting verður kveðja Guðni.

Re: bremsu vesen í hilux 91árg

Posted: 12.maí 2011, 21:52
frá Örn Ingi
Ég stóð nú í þeirri meiningu að þetta ætti bara að vera svona í hilux að aftan...

Neinei enn já ég tel það líklegt að hleðslujafnarinn sé að stríða þér s.s lokinn sem guðni bennti á .. þetta er þekkt vandræða unit í gömlum þreyttum/breyttum hilux.