Síða 1 af 1

LC millikassa lækkun

Posted: 10.mar 2010, 12:38
frá Léttfeti
Sælt veri fólkið.

Ég heyrði nýlega að hægt væri að færa eitthvað tannhjól úr millikassa af 70 cruiser í millikassa á 60 cruiser til að lækka lágadrifið.
Með þessu átti að fást 18% lækkun og átti þetta ekki að vera flókin aðgerð.

Þekkir þetta einhver?

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 10.mar 2010, 17:42
frá ellisnorra
Ég á allavega svona 70 krúser kassa, einn úr bensínbíl og annan úr dísel bíl! Færð þetta fyrir hóflegt verð ef þú vilt.
8666443 elliofur@vesturland.is

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 10.mar 2010, 21:27
frá Polarbear
það er rétt.

ef þú tekur innvolsið úr 70 krúser dísel millikassa og setur í 60 krúser millikassa þá færðu meiri niðurgírun, c.a. 20%. þetta er sami kassinn, bara annað tannjólasett inní.

sömu hlutföll voru í sjálfskipta túrbólausa 60 krús millikassanum.

athugaðu að til að taka millikassa af 60 eða 70 krúser gírkassa þarf að rífa millikassann alveg í tætlur :) hef gert þetta nokkrum sinnum.

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 11.mar 2010, 13:24
frá Léttfeti
Já ég vissi að það væri óttarlegt vesen að ná þessu af.

Vitið þið hver hlutföllin eru þá í þessu, eða hvað kassarnir heita? Ég held að hlutfallið sem er í millikassanum við H55F kassann sé 2.296. Er það lægra í sjálfskipta bílnum og þá 70 krúsernum?

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 11.mar 2010, 15:53
frá Krilid
þið getið líka skoðað hér: http://www.donkyatt.com.au/
Ég keypti hérna f. nokkrum árum ný hlutföll í millikassann í LC80 sem lækkaði Háagírinn og lága ca. 9 og 7%. Ég mann að þeir buðu líka önnur hlutföll.

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 12.mar 2010, 18:51
frá Dúddi
Það er bara að setja þetta í undir bílnum, ekkert taka kassan úr, það er ekkert mál, þetta er 17 % lækkun minnir mig,

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 12.mar 2010, 19:40
frá Léttfeti
Ég þarf að skipta um gírkassa hvort eð er, er með annan til skiptanna inni á gólfi.

Re: LC millikassa lækkun

Posted: 13.mar 2010, 10:08
frá naffok
Ef maður fengi millikassa úr ssk bíll og setti í staðinn fyrir millikassa í bsk og fengi svo overdrive í hann, fengi maður þá ekki lægra lágadrif og svo hærri gír úti á vegum í overdrive??