Síða 1 af 1

LC150 vs LC120

Posted: 14.feb 2022, 15:07
frá Cali1


Mig vantar góðan ferða og fjölskyldubíl fyrir 5 manna fjölskyldu og hef augun á LC. Ég þekki hinsvegar ekkert til.

Hvernig eru þessir tveir að reynast í getu og viðhaldi?
Eru þekkt vandamál sem maður ætti að hafa í huga þegar maður skoðar notaða bíla?

Öll innsýn sem hjálpar til að velja rétta bílinn er vel þegin.
Kveðja, C

Re: LC150 vs LC120

Posted: 14.feb 2022, 16:10
frá elli rmr
120 bíllinn hefur verið að missa grindur og afturhásingu í ryð veit ekki með 150 bílinn, svo er spíssar að fara í 120 bílnum og aftur veit ekki hvernig 150 bíllinn er en mér finst fleiri framleiðendur eiga við þetta spíssa ves..

Re: LC150 vs LC120

Posted: 15.feb 2022, 04:08
frá grimur
Það var skipt um grindur í helling af 120 bílum.
Kannski ekki slæmt að ná í einn slíkan, stálið eða meðhöndlun á því var gölluð. Sama með önnur merki af svipuðum bílum frá ca 2002 til 2007, skilst að sama fabrikkan hafi framleitt þetta allt.
Annars er bara að skoða undir, ryð í grind og sílsum er lang algengasti krankleikinn í öllum þessum bílum.

Re: LC150 vs LC120

Posted: 15.feb 2022, 08:14
frá jongud
Ég mæli eindregið með ástandsskoðun hjá ArcticTrucks. Þeir fundu nokkur atriði á LandCruiser sem tók skoðunarstöðvar 3 ár að finna.

Re: LC150 vs LC120

Posted: 15.feb 2022, 18:26
frá Járni
Ef fjárhagurinn leyfir 150 bílinn, þá er það skemmtilegri kostur.

Re: LC150 vs LC120

Posted: 17.feb 2022, 00:30
frá Cali1
Þakka svörin.