Síða 1 af 1

Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 05.nóv 2020, 15:07
frá snati
Ég er með 2017 Hilux sem fer ekki í lágadrifið hvað sem ég reyni. Það blikkar bara eitthvað ljós en ekkert gerist. Þessi bíll hefur að öllum líkindum aldrei verið settur í lága drifið áður. Veit einhver hvað þetta gæti verið?

Re: Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 05.nóv 2020, 16:07
frá Kiddi
Heldurðu bílnum nokkuð í bremsu? Það er best að láta bílinn renna á gönguhraða þegar maður skiptir á milli drifa

Re: Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 05.nóv 2020, 16:58
frá aronicemoto
Þú þarft að vera í hlutlausum og standa á bremsunni ef ég man rétt.

Re: Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 06.nóv 2020, 19:48
frá einsik
Ef hann er beinskiptur þá þarf að standa kúplinguna í gegnum gólfið og snúa svo rofanum. Sama til að komast úr því.

Re: Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 02.nóv 2022, 18:14
frá snati
Set þetta inn núna ef það gæti hjálpað einhverjum. Lága drifið var fast vegna þess að það hafði aldrei verið notað. Þeir hjá Toyota sögðu að þetta gerðist stundum ef það er ekki notað. Skipt um rafmagnsmótor.

Re: Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 02.nóv 2022, 22:45
frá ellisnorra
snati wrote:Set þetta inn núna ef það gæti hjálpað einhverjum. Lága drifið var fast vegna þess að það hafði aldrei verið notað. Þeir hjá Toyota sögðu að þetta gerðist stundum ef það er ekki notað. Skipt um rafmagnsmótor.


Ég varð vitni að svona aðgerð um daginn. Ef ég man rétt þá segir Toyota að það þurfi að rífa millikassann í spað til að skipta um þetta þar sem það þarf að skipta um allan skiptiöxulinn með rafmagnsmótornum.
Það er til eitthvað video á youtube þar sem hægt er að komast hjá þessu, þá þarf að rífa rafmagnsmótorinn í sundur og gera smá hundakúnstir til að koma því réttu saman aftur. En með smá lagni var það lítið mál. Þá semsagt gamli skiptiöxullinn notaður en bara skipt um rafmagnsmótorinn og boxið sem hann er í ásamt tannhjólum og dóti.

Re: Hilux fer ekki í lága drifið

Posted: 07.nóv 2022, 03:25
frá grimur
Er með Sequoia sem lætur svona, líklega alveg sama systemið. Þarf að græja þetta sem fyrst.
Er búinn að googla þetta sæmilega.
Öxlarnir eru vanalega alveg heilir en raki sem kemst inn um loftunargat ásamt notkunarleysi veldur því að mótorinn haggast ekki. Það virðist ekki mikið mál að rífa þetta og liðka eða jafnvel skipta um mótor.
Aðal vandinn er að klukka þetta rétt saman aftur, borgar sig að merkja vel saman og taka myndir þegar þetta er kroppað í sundur.

Öxla-aðgerð þýðir kassann undan og nánast í spað. Ríflega dagsverk fyrir vanan mann í 100% aðstöðu. Frekar mikil uppábak-skita fyrir Toyota þar sem þetta gerist alltof oft.