Síða 1 af 1

Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 00:03
frá -Hjalti-
Lenti í því á Laugardaginn að vélin í rönner hjá mér byrjaði að koka og hósta og dó svo í frammhaldi af því. ( var að draga þunga sleðakerru )
Opnaði hoodið og sá að EFi öryggið var farið. Skipti því út og setti í gang keyrði í 5 min og þetta endurtók sig nema að öryggið er ekki farið en samt fer hann ekki í gang.
Hann fær neist en ég hef ekki komist það langt að athuga hvort að hann sé að fá bensín.

Möguleiki á að bensíndælan hafi gefið upp öndina og sprengt þetta öryggi ?

Getur eitthver svarað því fyrir mér hvort að bensíndælan fari í gang þegar að það er svissað lyklinum á ON ?
ég nefnilega heiri ekkert í henni þá ,

Eitthverjar hugmyndir um orsökina á þessu ?

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 00:05
frá -Hjalti-
2x

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 01:26
frá himnariki
Ef þú ert með V6 runner þá er hægt að setja bensín dæluna af stað í gegnum diag tengið við hliðina á öryggjaboxinu fram í húddi.
ættir að sjá á þessari síðu hvernig þetta er testað. amk prófaði ég þetta svona á mínum gamla runner.

http://www.4crawler.com/4x4/CheapTricks ... l#FuelPump

mbk, d.

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 09:33
frá -Hjalti-
okey ég getði þetta "cheap trick" fuel pump jumper in the Timing and Diagnostic Check Connector staðsett í hoodinu .

http://www.4crawler.com/4x4/CheapTricks/index.shtml#TimingCheckConnector

Image

Og bensíndælan fór ekki í gang
Þetta segir mér að einn af þessum hlutum eru ekki í lagi væntanlega ?

*fyrsta lagi bensíndælan
*vírarnir til bensíndælunar
*The circuit opening (CO) relay is NOT functioning to some degree

er það ekki rétt hjá mér ?

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 10:21
frá Breki
Getur líka athugað með EFI relayið, það var að svíkja hjá mér þegar ég lenti í svipuðu vandamáli.

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 11:05
frá -Hjalti-
Breki wrote:Getur líka athugað með EFI relayið, það var að svíkja hjá mér þegar ég lenti í svipuðu vandamáli.


hvar er það í bílnum ?

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 11:07
frá KÁRIMAGG
EFI reley á að vera í boxinu við hliðina á diagnose plugginu í húddinu

Re: Vandamál með bensindælu í 4runner

Posted: 23.feb 2011, 12:28
frá -Hjalti-
Fann hvað var að. Vírarnir í bensíndæluna höfðu legið utaní pústinu og bráðnað.

Er komið í lag.

Takk fyrir aðstoðina :)