Síða 1 af 1

Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 22.feb 2011, 22:14
frá steinarxe
Jæja þá fá fór kassinn hjá mér í hiluxnum 2,4d 91mdl og er að spá hvort kassi úr lc70 2,4td passi beint í hiluxinn hjá mér? Ég veit að vélin úr lc passar beint í hiluxinn en það er spurning hvort kassinn er alveg eins fyrir aftan kúplingshús?góð svör eru vel þeginn:)kv.steinar

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 22.feb 2011, 22:15
frá Stebbi
Kassinn á að passa. Það er sama rassgat á öllum L vélunum.

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 22.feb 2011, 23:03
frá ellisnorra
Stutta svarið er nei.
Langa svarið er já, það er hægt að láta hann passa, en lc kassinn er uþb 20cm (sjónminni) styttri heldur en hilux kassinn.

Niðurstaðan er: finndu þér hilux kassa :)

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 23.feb 2011, 00:34
frá Startarinn
er ekki úttakið að aftan á lc kassanum til hægri?
stutti lc 70 er allavega með kúluna að aftan hægra megin við miðju, svo það yrði drjúg skekkja á skaftinu

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 23.feb 2011, 08:17
frá Polarbear
það er úttakið úr millikassanum sem er hægra megin

úttakið úr gírkassanum er beint aftur eins og í öllum öðrum gírkössum sem ég hef séð...

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 23.feb 2011, 11:29
frá Startarinn
Polarbear wrote:það er úttakið úr millikassanum sem er hægra megin

úttakið úr gírkassanum er beint aftur eins og í öllum öðrum gírkössum sem ég hef séð...



Djöfull er maður stundum vitlaus, en er afturendinn á kössunum eins?
Ég gerði eiginlega bara ráð fyrir að svo væri ekki

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 23.feb 2011, 12:41
frá steinarxe
Jæja,þakka ykkur fyrir það,ég fynn mér þá hilux kassa. Endilega ef einhver veit um góðan kassa á góðu verði verið í bandi;) s.6915486

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 23.feb 2011, 13:16
frá Polarbear
steinar, hefurðu athugað hvað það kostar að taka kassann hjá þér upp? hvað nákvæmlega er að honum? stundum borgar sig að laga hlutina sko :)

startari, ég hugsa að afturendinn á gírkassanum sé ekki eins, svo þú myndir þurfa að nota millikassann af 70 líka. og svo kemur gírskiptingin framar uppúr 70 krúsa kassanum en hilux held ég.

þetta yrði vesen uppá skaftið að gera og yrði örugglega aldrei til friðs.

Re: Gírkassi úr lc70 í hilux 2,4

Posted: 23.feb 2011, 14:06
frá steinarxe
Tjaaa,það er allaveganna alltaf yfir 100þús kallinum sem gengur ekki núna en þessu verður ekki hent bara spurning um hvenær maður hefur efni á upptekt(eða þekkingu tilað gera sjálfur).Þetta kom viðvörunar laust á rúnti hérna uppí sveit í smá átökum á 3gír.Koma ægileg djöfuls læti,harkaleg högg og bíllinn skransast svona niðrí núll einsog maður sé að reyna að láta renna í gang.Núna ef maður setur í gang í frígír og með kúplinguna uppi þá heyrast smellir og læti sem að hætta ef maður kúplar,ef maður setur í 4 eða 5 þá tekur hann eðlilega á en ef það er 1 2 3 eða bakk þá eru rosaleg högg og læti og bíllinn höktir eilítið áframm og festist stundum alveg,það skiptir engu máli hvernig millikassinn er. Ég held allaveganna að kassinn sé þokkalega í steik og að það borgi sig í bili að finna sér annan kassa þarsem bíllinn er í fullri vinnu við að flytja rassgatið á mér á milli staða;)