LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)


Höfundur þráðar
Valssons
Innlegg: 6
Skráður: 27.mar 2014, 14:48
Fullt nafn: Tjörvi Valsson
Bíltegund: Vitara

LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá Valssons » 30.apr 2018, 16:10

Góðan daginn,

Nýlega fór bílinn (LC120 '04) í "claim" til toyota þar sem bíllinn var grindarskoðaður og skipt var um grindarbita og afturhásingu.

Maður er látinn skrifa undir plagg þar sem að möguleiki er á að við útskipti á hásingu geti myndast söngur í aftur drifinu þegar köggullinn er færður úr gömlu yfir í nýju.

Verkstæði toyota segir að útskýringin sé að ef hljóð myndast eftir útskipti þá sé það vegna þess að gamla hásingin hafi dempað drifhljóð vegna slits í drifi sem hafi verið fyrir vegna drullu og ryðs.

Núna er 2-3 vikum eftir útskiptum er byrjað að syngja svo hressilega í drifinu frá 60km og uppúr og mest í kringum 90-100km, svo mikið að hávaðinn er nánast óbærilegur. Hávaðinn kemur frá á gjöf og stoppar alveg þegar ég sleppi gjöf og læt hann renna. Áður en að ég fór með bílinn heyrðist ekki múkk í drifinu.

Hvað finnst mönnum um þessa útskýringu hjá Toyota, getur verið að gamla hásingin hafi dempað öll þessi læti og getiði ýmindað ykkur hvað gæti amað að drifinu?

kveðja,
grimur
Innlegg: 842
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá grimur » 01.maí 2018, 00:29

Þetta eru nú eitthvað hæpnar útskýringar.
Kæmi á óvart ef að þessar ordrur koma frá Japan. Það er eitthvað bogið við þessi umskipti, það fer ekki að hvína í drifi bara sisvona.
Það er til í dæminu að járnhlunkar á gúmmípúða séu hengdir á hásingar til að drepa tíðnir, en ég man ekki eftir þannig á Toyota. Drif eru heldur jafnan ekki að hrynja bara sisvona í þessum bílum...ég á 3 LandCruiser/4Runner/Tacoma, einn er kominn í 300.000, annar 400.000 og þriðji er eitthvað um 350.000. Allt original 8"drif nema í Tacomunni sem er með svokallað 8.4" og ekkert farið að heyrast í þeim. Allir með 190hp V6 vélinni. Drif ættu nú að slitna jafn mikið og fara að urga hvort sem hásingin er að ryðga utanaf þeim eða ekki.
Ég veðja á eitthvað jafn heimskulegt og skakkt samsettar hásingar, planið fyrir köggulinn ekki rétt planað eða slíkt. Þetta er örugglega galli af einhverju tagi í nýju rörunum, þeir hjá Toyota á Íslandi hafa bara ekki þekkingu, kjark eða útsjónarsemi til að finna út úr því þar sem þeir eru hættir að gera við en skipta bara um íhluti og þá sem mest.

Kv
G


petrolhead
Innlegg: 326
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá petrolhead » 01.maí 2018, 08:56

Ef, og bara EF, ryð og drulla hefði verið að dempa hávaða frá drifinu þá hefðir þú átt að heyra þennan söng strax í fyrsta skipti sem þú fórst yfir 60kmh en ekki eftir 2-3 vikur, og ég á ekki von á að þú hafir verið að fara yfir 60kmh í fyrsta skipti 2-3 vikum eftir hásinga skiptin, m.ö.o. ég borga ekki fimmaura fyrir þessa skýringu.

Nú veit ég ekki hvað þú keyrir mikið á dag en ef þú ert að keyra lítið og stutt í einu og þetta er komið úr þögn í óbærilegan hávaða á þessum tíma þá væri nú mín fyrsta hugsun hvort það hefði örugglega verið sett olía á drifið.

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-??"


grimur
Innlegg: 842
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá grimur » 02.maí 2018, 00:14

Fyrst þetta er eitthvað sem þeir hafa verið að sjá áður hjá Toyota og láta menn kvitta undir einhvern snepil með að það sé ekki nýja rörinu að kenna eða ísetningu, þá er olíuleysi svosem ekkert rosalega sennilegt, en hugsanlegt þó ég ætla ekki að loka fyrir það alveg. Ég er búinn að vera að hugsa heilmikið um þetta og ýmislegt kemur til greina, það gæti til dæmis alveg verið að nýju rörin séu ögn of stutt, nóg til að mynda þvingun þegar öxlarnir fara á tamp inn í drif. Allskonar vandræði geta hlotist af því. Svo eru 100 aðrar leiðir til að smíða hásingu vitlaust, sem kemur fram eftir smá notkun þegar eitthvað er búið að rífa sig eða slitna útaf þvingun. Það að hávaðinn er helst undir álagi bendir samt einkum á keisinguna, semsagt hvernig hún situr í rörinu. Það þyrfti að taka þessa hásingu vandlega til skoðunar, fyrst snúa öllu með hlustunarpípuna að vopni, taka svo í sundur og leita að sliti á óeðlilegum stöðum, þvingun, fráviki frá miðjun o.s.frv. Athuga hvort pakkningar eru þar sem þær eiga að vera frá verksmiðju ef svo ólíklega skyldi vilja til að þykktin á þeim skipti máli, kíttis þéttingar hafa jafnan svotil núll þykkt. Toyota er greinilega ekki treystandi til þess að finna út úr þessu þar sem þeir vilja skella þessu á kúnnann.
Ef ég væri á landinu væri ég meira en til í að skoða þetta, svo er bara því miður ekki.

kv
Grímur


grimur
Innlegg: 842
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá grimur » 16.maí 2018, 04:30

Ætli sé eitthvað meira að frétta af þessu máli?
Heyrði svona í gegnum vínviðinn að þetta væri ekki einsdæmi. Spurning hvað veldur?

kv
Grímur


Sveinbjörn Hannesson
Innlegg: 2
Skráður: 05.júl 2019, 10:57
Fullt nafn: Sveinbjörn Hannesson
Bíltegund: Toyota LC 120

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá Sveinbjörn Hannesson » 05.júl 2019, 11:29

Sæll,
kom eitthað út þessu hjá þér ?,
ég er með nákvæmlega sama vandamál eftir hásingaskipti hjá Toyota
Kv
Sveinbjörn


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá olei » 20.júl 2019, 17:05

Þessar skýringar eru ótrúlegar svo ekki sé fastar að orði kveðið.


grimur
Innlegg: 842
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá grimur » 21.júl 2019, 06:53

Ég vil ganga svo langt að kalla þetta algera þvælu.
Það er pottþétt eitthvað sem þeir klúðra í þessum umskiptum. 8" Toyota drif fer ekkert að syngja bara sisvona, það brotnar ef það er tekið harkalega á því og jú getur farið að syngja ef það fær að bryðja sand eða verður alveg olíulaust. Annars er þetta bara í lagi.
5.71 drifin gátu svosem farið frekar fyrirvaralaust, en þetta er ekkert þannig dæmi.
Það þarf einhver að finna út hvað klikkar og smella því í smettið á þjónustustjóranum hjá Toyota. Svona rugl afsakanapakki er bara eitt dæmi um hversu mikið þetta umboð hefur farið niðurávið eftir að þyrluóði vestmannaeyingurinn komst með puttana í það.


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá olei » 22.júl 2019, 17:20

Notuð drif geta farið að syngja hressilega ef stillingin á þeim raskast. Ég sé ekki hvernig það gæti gerst við að færa köggulinn í annað hásingarhús. Án þess að vita meira um hvað er gert nákvæmlega er erfitt að átta sig á þessu.

En söngur í drifi þýðir vanalega annað af tvennu; ónýtar legur, vanalega á pinion. Eða röng instilling.


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: LC120 - Hásingaútskipti (claim frá toyota)

Postfrá olei » 22.júl 2019, 17:26

grimur wrote:Ég vil ganga svo langt að kalla þetta algera þvælu.

Mér finnst það reyndar ekki langt gengið. Þessi skýring er þvottekta bull og það er með hreinum ólíkindum að það sem einu sinni var virtasta bílaumboð landsins skuli bjóða viðskiptavinum sínum upp á svona rugl. Að ekki sé nú talað um að krefjast einhverskonar samþykkis eða undirskriftar til að frýja sig ábyrgð.

Ef ég lenti í þessu mundi ég reyna að hafa samband við höfuðstöðvar Toyota í Evrópu eða hvar þær er að finna og fá álit á málinu. Hvort að þetta séu línurnar frá þeim og hvernig þeir líta á málið.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 2 gestir