Turbo ljós í 4Runner


Höfundur þráðar
baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Turbo ljós í 4Runner

Postfrá baldvine » 04.feb 2018, 10:05

Sælir,
Þetta er kannski heimskuleg spurning, en ég finn hvergi svar við henni.

Ég var að kaupa mér '95 4Runner með 3l turbo diesel.
Í mælaborðinu, inní snúningshraða mælinum, er appelsínugult viðvörunar ljós merkt túrbínu. Getur einhver sagt mér hvað þetta ljós merkir nákvæmlega og hversu eðlilegt það er að það kvikni á því?

Sá sem seldi mér bílinn sagði að þetta væri fyrir ónógan smurning á túrbínunni og sagði að þetta hefði alltaf kviknað af og til meðan hann átti bílinn. Staðhæfði að það væri eðlilegt svoleiðis, mætti bara ekki drepa á bílnum meðan það logaði.
Svo var reyndar olíuleki frá affallsrörinu frá túrbínunni og þess vegna, eftir því sem hann sagði, logaði ljósið óeðlilega mikið þegar ég keypti bílinn.

Ég er búinn að skipta um rörið en enn logar ljósið oft og stundum lengi á beinni keyrslu, að því er virðist af handahófi. Logar jafnvel í lausagangi stundum.

Einhversstaðar á netinu fann ég því svo haldið fram að þetta ljós táknaði "overboost condition".

Þarf ég að hafa áhyggjur af þessu, og ef svo er, hvað merkir þetta og hverjar gætu verið helstu ástæður?

Kveðja,
Baldvin
Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Turbo ljós í 4Runner

Postfrá Navigatoramadeus » 04.feb 2018, 10:31

Þetta er merki um overboost já,

1. Gæti verið útleiðsla eða sambandsleysi á vír frá boost sensor.

2. Gæti verið ónýtur boost sensor.

3. Gæti verið að armurinn á túrbínunni sé fastur og bínan blási of mikið því wastegate-ið opni ekki nóg.

Fyrst ljósið kviknar jafnvel í hægagangi (ekkert boost) myndi ég hallast að fyrstu 2 atriðunum.

Annars er möguleiki að það sé búið að skrúfa upp bæði í olíuverki og túrbínu og þetta ljós sé "eðlileg' aukaverkun.


Höfundur þráðar
baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Turbo ljós í 4Runner

Postfrá baldvine » 04.feb 2018, 11:18

Mér skilst að þetta sé elektrónískt "hálfvita" olíuverk sem nánast ógjörningur sé að skrúfa upp í. 1kzt-e mótor.

Ég kíki á skynjaradótið við tækifæri.

En þetta er semsagt ekkert sem ég þarf að hafa miklar áhyggjur af?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Turbo ljós í 4Runner

Postfrá Sævar Örn » 04.feb 2018, 11:51

ég held að hálfvitaolíuverkið komi ekki fyrr en 1997 og þá í land cruiser 1kzt-e
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Turbo ljós í 4Runner

Postfrá Navigatoramadeus » 04.feb 2018, 12:00

Held að Sævar hafi rétt fyrir sér.

Þetta er bara svo gamall bíll að það eru eflaust nokkur skrúfjárn búin að kíkja oní húddið. :-)

Ég veit um bíla sem hafa haft ljósið í fleiri ár og ekkert en ég myndi kíkja á þetta, ef þetta er virkilega overboost og ekki er búið að eiga við verkið ertu að missa afl, of mikið loft mv olíu kælir bara og minnkar afl.

Getur prófað að hreyfa arminn á wastegate-inu, hann er stífur, eða blásið létt með vinnulofti í membruna og athugað hvort armurinn hreyfist ekki, ca 10-15psi opnar fyrir.


Höfundur þráðar
baldvine
Innlegg: 26
Skráður: 29.sep 2016, 22:08
Fullt nafn: Baldvin Örn Einarsson

Re: Turbo ljós í 4Runner

Postfrá baldvine » 04.feb 2018, 12:19

Takk fyrir svörin.
Af áströlskum spjallsvæðum fyrir þessa bíla hefur mér skilist að 1kzt-e hafi komið '93. En Ég veit í rauninni ekkert um þetta, kem alveg grænn að þessum bíl en er að reyna að læra þetta jafnóðum og ég næ honum þokkalegum.

Ef þetta er eldra olíuverkið er auðvitað ekki ólíklegt að eitthvað hafi verið átt við þetta í gegn um tíðina.

Ég þarf bara að skoða þetta betur. En ég er amk rólegri yfir þessu ljósi.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Turbo ljós í 4Runner

Postfrá Sævar Örn » 04.feb 2018, 12:46

jamm ástralar eru með margt sem við þekkjum ekki, t.d. þriðju kynslóð(1989-1997) af Hilux með 2LT-E þ.e. 2.4 dísel með rafstýrðu olíuverki við þekkjum þetta eki á íslandi og þeir öfunda evrópu mikið enda erfitt að eiga við aflaukningu með þeirri vél, oft veldur þetta því að við eigum erfitt með að finna upplýsingar um okkar vandamál því allt er smitað af vandamálum ástralanna, ég þekki það vel á googlinu

Varðandi þetta ljós í borðinu hjá þér skal ég ekki segja, þekki það ekki sjálfur, það er svona ljós í mínum hilux og ég læt hann blása tvöföldum verksmiðjuþrýsting þ.e. 18 psi og aldrei kviknar þetta ljós sem ég hélt að ætti að vara við yfirþrýstingi, eins hef ég pínt bílinn upp brekkur og sett afgashitann í 850°c í stuttan tíma(áður en ég fínstillti olíuverkið), nóg til að steikja smurolíuna en ekki kviknaði ljósið.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur