Síða 1 af 1

4Runner og 90 Cruiser

Posted: 03.feb 2017, 14:28
frá jongud
Ég hef svolítið verið að velta fyrir mér þessum tveim tegundum og hversu líkir þeir eru að bodíinu undanskildu.
Þarna er átt við þriðju kynslóð af 4Runner.
Rakst m.a. á þennan þráð;
https://forum.ih8mud.com/threads/similarities-between-90s-and-3rd-gen-4runner.115731/

Ástralir nota m.a. tankinn úr 4Runner sem aukatank í 90 Cruiser, einnig nota þeir upphækkunarsett úr 4Runner í Cruiser-inn.

Re: 4Runner og 90 Cruiser

Posted: 03.feb 2017, 22:55
frá smaris
Sæll.
Að boddíinu undanskildu er þetta nánast sami bíll. Grindin er sú sama og mest allt kram.
4Runnerinn er reyndar með venjulegan millikassa meðan 90 Cruiserinn er með sídrifskassa. Bensíntankurinn úr 4Runner er staðsettur framan við hásingu og er því alveg kjörinn sem aukatankur í LC 90 og er meira að segja önnur festingin fyrir hann í Cruisernum original.
Á svona 4Runner tank sem ég hef verið að reyna að selja sem aukatank í LC 90 en enginn hefur sýnt honum áhuga. Ég keypti mér 2 svona 4Runnera (97 og 98 árg,) tjónaða og smíðaði mér einn úr þeim og seldi talsvert af kraminu sem varahluti í LC 90.

Re: 4Runner og 90 Cruiser

Posted: 04.feb 2017, 01:06
frá grimur
Jebbs, ég á svona framdrifslausan bensín eðalvagn. Ekinn næstum 400.000 og burrar eins og nýr.
Undirvagninn er næstum alveg eins, bara hitt og þetta smálegt sem skilur þá að fyrir utan boddíið.
Ég er að verða heitur fyrir því að breyta honum og flytja hann til íslands þegar til kemur, þar sem það er ekki arða af ryði í honum.
Kv
Grímur