LC 100 bremsubreyting 15"


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 26.des 2016, 14:54

Sælir félagar

Ég er nýbúinn að versla 2000 árg af Landcruiser 100 og ætla ég að breyta honum á 38". Undir honum eru 17" felgur en mér skylst að undir þessum bílum komi original 16" felgur. Ég á 15" felgur undir hann og nóg af dekkjum en er einhver hér inni sem veit hvort eða hversu mikið þarf að breyta bremsum til þess að koma þessu undir?

Bkv Aron




Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá Höfuðpaurinn » 27.des 2016, 13:13

Held að þú þurfir ekki að breyta neinu, ég hef a.m.k. ekki séð nein ummerki á dælunum á þeim bíl sem ég hef umgengist.
Ætli þetta sé ekki frekar spurning um hversu þröngar felgurnar eru, hef lennt í því að grjót safnist fyrir í 10" og valdi víbring, en ekki í 12.5".


Ormundur
Innlegg: 25
Skráður: 01.feb 2014, 18:12
Fullt nafn: Ásmundur Orri Guðmundsson

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá Ormundur » 27.des 2016, 18:02

Það þarf að renna utan af diskunum og færa dælurnar innar.
Held að þú ættir að geta fengið upplýsingar um þetta hjá Artic Trucks


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 28.des 2016, 00:00

Takk fyrir svörin

Ég ætla að máta 15" undir og ath hvort þetta passi ekki bara. Munurinn er 1/2 tomma utan um bremsubúnaðinn sem þrengist m.v original en þeir komu á 16" felgum. Mun uppfæra hvort þarf að gera eitthvað hér inn

Kv Aron


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá juddi » 28.des 2016, 14:42

Það getur munað hvort 15" felgan er ál eða stál, stálfelgan er vanalega víðari, og svo er stundum líka munur á felgum hvort sem það eru ál eða stálfelgur hvað tunnan er víð
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 14.jan 2017, 22:41

Sælir ég er nú ekki búinn að setja dekk á þessar 15" felgur en mátaði þær undir og til þess að þær kæmust á framnafið þurfti ég að slípa af
bremsudælunum einhverja 1.5-2mm og þá aðallega ryð og drullu til þess að hún kæmist uppá.
Ég hugsa að ég breyti ekki bremsunum neitt en þessar felgur eru með mikið minna backspace en þær original sumsé átakið er mun utar en
á þeim felgum sem undir eru. Annars keypti ég bara 35" Mikey Tomson gang sem fittaði á 17" felgurnar sem ég er með undir og nagar hann
ekki nema rétt aðeins í drullusokkana að framan.
Í framtíðinni breyti ég svo á 38-40" dekk en hjá Arctic Trucks tala þeir um að ég þurfi að skipta um framkúluna og fá sérsmíðaða dana50 kúlu
frá Ljónastöðum, 10cm bodyhækkun og kanta.

Kv Aron


Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá Höfuðpaurinn » 15.jan 2017, 10:51

Jújú, menn tala um hitt og þetta, en ef þú vilt klára breytinguna fyrr og fara að keyra, þá myndi ég nú spara mér þetta rándýra framdrif þar til það skemmist. Ég er búinn að ferðast töluvert í svona bíl á 38" og hann er ennþá með orginal framdrif, eigandinn ætlaði einmitt að skipta um þessa kúlu þegar hin gæfi sig og það hefur ekki gerst enn... 7, 9, 13.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 15.jan 2017, 21:14

Já ætli þetta sé ekki meðferðarmál eins og svo margt. Hef heyrt um að menn brjóti þetta við að draga bíla afturábak eða reyna að bakka uppúr vök

Kv Aron


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 11.okt 2018, 23:04

Þegar ég loksins var búinn að koma dekkjum á þessar felgur mínar sem eru reyndar 11,5 tommu breiðar með bakplássið 108mm og búinn að slípa það sem ég þori af bremsudælum þá verð ég að nota pláss-aukara (spacer) c.a 3mm þykka til þess að koma felgum á að framan.
Mátaði rétt svo að aftan og þarf að taka bæði af bremsuhlífinni (eða taka hana af) og sennilega af bremsudæluni líka og gæti mögulega þurft plássaukara þar líka.

Kv Aron


Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá Höfuðpaurinn » 12.okt 2018, 15:09

Þessar felgur hljóta að vera einhver bastarður eða bremsudiskarnir þínir extra þunnir þar sem þeir koma á nafið, ég var einmitt að mæla 12" felgurnar mínar um helgina og fékk bakplássið 108mm, sé engin merki um að það sé búið að slípa eitt eða neitt, hvorki að framan né aftan á bremsunum. Er með bílinn á 10" felgum núna sem ég fékk notaðar og þær smullu undir án nokkurra vandræða.
Og svona til að draga af allan vafa, þá eru glænýjir diskar allan hringinn hjá mér og ég átti ekkert við þá.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 13.okt 2018, 13:43

Gæti verið þetta eru bara þessar hefðbundnu Arctic Trucks felgur úr áli. Ég prófa einhverja þykkt af plássaukurum held samt að bremsudiskarnir séu bara af original þykkt keypti nýja í sumar hjá Toyota Akureyri en að vísu ekki original en það sem Toyota bekenar samt.


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 14.okt 2018, 10:39

Mér var bent á þessa umræðu viewtopic.php?t=23369 en þar er m.a talað um þessa breytingu.
Það er sennilega einfaldast að líma 14mm bolta (með snittun) í festigatið á bremsudælunum og bora svo nýtt 6mm innar, þá færist dælan innar og renna síðan af diskunum í samræmi við það einhverja 7 mm af radíus.


Höfuðpaurinn
Innlegg: 104
Skráður: 15.nóv 2010, 16:56
Fullt nafn: Hjörtur Dungal

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá Höfuðpaurinn » 15.okt 2018, 10:36

Þetta virðist ekki ætla að verða auðveld fæðing hjá þér :)


Höfundur þráðar
ARG22
Innlegg: 54
Skráður: 26.sep 2012, 23:12
Fullt nafn: Aron Guðnason
Bíltegund: Ýmsar

Re: LC 100 bremsubreyting 15"

Postfrá ARG22 » 16.okt 2018, 21:50

Eins og einhver sagði einhvern tíma "ALDREI að sleppa góðu brasi"
Eða "Væri eitthvað gaman að þessu ef krakkinn rennur bara út"

;)


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir