Síða 1 af 1

Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 29.feb 2016, 23:33
frá viv85
Góðan dag...nú eða góða kvöldið, eftir því sem við á.

Ætla að reyna að hafa þetta stutt. Er með Land Cruiser 120 GX árgerð 2007, ekinn 65 þús., dísel, sjálfskiptur. Alveg ægilega góður og þægilegur bíll og allt það.
En það er í sambandi við miðstöðina í honum, hún fer að blása köldu þegar bíllinn er í lausagangi eftir nokkra stund. Hitnar um leið og þegar er gefið er aðeins inn. Ef maður hlustar vandlega inní bíl, með slökkt á miðstöð og útvarpi, heyrist svona vatnshljóð þegar gefið er inn - ekki samt eins og bubblhljóð eða loft.

Er þetta útaf lofti sem er inn á kerfinu?
Hvernig er þessu lofti í vatnskerfinu tappað af á þessum vélum?
Síðast en ekki síst, ef svo er með þetta loft, hvernig kemst það inn??

Kannski er þetta eitthvað í sambandi við vatnslásinn, ég veit það ekki... Ætlaði svona tjékka á hvort þið vissuð einhver ráð sem ég gæti framkvæmt sjálfur sem svona skítsæmlega laghentann áður en ég fer með hann til sérfræðinganna. :)

Bestu kveðjur.

Re: Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 01.mar 2016, 04:42
frá grimur
Er hann nokkuð að æla af sér vatninu?
Ef svo er gæti nú hugsast að hann sé með einhvert heddpakkningar vandamál. Ekki algengt kannski á svona lítið eknum bíl, en gæti átt sér stað.
Athugaðu forðabúrið. Ef það er tómt og vantar á hann vatn kaldan láttu athuga með þetta ekki seinna en strax, betra að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessu, það er ekki beinlínis fríkeypis að laga þetta dót ef það hitnar illa.
Svo gæti þetta einmitt verið loft að stríða, ég lofttæmdi gamla 4runner og fleiri með því að keyra upp í malarbing eða upp í barð til að ná bólunum fram í kassa. Láta malla þannig í smá stund og bæta svo á þegar hann er búinn að kæla sig smá með dautt á.
Kv
Grímur

Re: Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 01.mar 2016, 13:08
frá Slettuulfur
Það er vatnsdælan sem lekur hjá þér.
Kíktu undir hana þá ættir þú að sjá bleik/rauðan frostlög koma frá henni.

Re: Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 01.mar 2016, 17:35
frá olafur f johannsson
Gæti verið að vatnsdælan leki eins þarf frostlögurin á forðabúrinu að vera vel fyrir ofan hámark

Re: Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 01.mar 2016, 22:17
frá viv85
Sælinú allir sem einn.

Takk fyrir góð svör, tjékka á þessu. Er samt vatnsdæla að fara í þetta tiltölulega litlum keyrðum bíl m.v. aldur?
Án þess að ég hafi hundsvit á þessu, verið mikið dekurbíll og sér varla á þessu - svona eiginlega bara búðarbíll í snattinu... :)

Bestu kveðjur.

Re: Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 01.mar 2016, 22:44
frá einsik
Jú gæti verið vatnsdælan.
Lenti í því að hún fór hjá mèr í kringum 60 þús.

Re: Land Cruiser 120 - miðstöð...

Posted: 02.mar 2016, 11:08
frá granni500
Sæll
Tek undir með þeim sem hafa skrifað hér að ofan með vatnsdæluna. Það getur verið örlítill leki/ smit með þéttinu sem getur orsakað að dælan dregur loft inn á kerfið og þá kemur þetta hljóð eins og það sé að renna lækur í gegnum bílinn og þá sérstaklega við inngjöf (veit ekki um betra lýsingarorð til að lýsa þessu :-) ) og lélegur hiti frá miðstöð. Toyota skipti um dæluna í mínum bíl í 60 þús skoðun en þeim fórst það nú ekki betur úr hendi en svo að kerfið var fullt af lofti og vantaði á það. Ég lofttæmdi kefið með því að láta bílinn hitna þannig að hann hafði opnað vatnslásinn og svo opnaði ég forðabúrið og "pumpaði" í gegnum kerfið með því að kreista saman hosuna inn á vatnskassan og fékk þá loftið upp í forðabúrið. Passa bara að opna forðabúrið varlega með tilliti til þrýstings. Ég þurfti svo að skipta aftur um þessa dælu löngu seinna vegna leka en þá var nú Toyota til í að sverja af sér alla ábyrgð vegna aldurs og aksturs bílsins. Mér þótti dælan vera full dýr hjá Toyota svo ég verslaði nýja hjá Poulsen og kom þá í ljós að dælan var af sömu tegund Asian heitir hún. Ég bara man ekki lengur verðmuninn en hann var töluverður.

kv Indriði