Síða 1 af 1

Ló gír vesen

Posted: 26.jan 2011, 02:09
frá Hfsd037
Málið er að hann hrekkur úr háa gírnum hjá mér við litla inngjöf en heldur sér í lága gírnum og bara ekkert mál með það
en ef ég held við ló gír stöngina við inngjöf þá snuðar hann á milli hlutlaust og háa á milli og nær ekki að halda sér í gír, það virðist allt vera eðlilegt þegar ég tek af stað og svona upp á tannhjólin að gera en hann hefur verið að hrökkva úr gír hjá mér stundum en það lagaðist eftir að ég herti á öllum liðum sem tengjast lógírstönginni. Þessi lógír er á milli gírkassans og millikassans í hilux en ég veit ekki úr hverju þessi lógír kemur úr

Re: Ló gír vesen

Posted: 26.jan 2011, 09:00
frá Izan
Sæll

Ef þú ert alveg öruggur á að hann nái færslunni 100% í háagírinn og það sé ekkert sem þvingi skiptistöngina til baka er ekkert annað í stöðunni en að rífa og skoða.

Kv Jón Garðar

Re: Ló gír vesen

Posted: 26.jan 2011, 12:12
frá Freyr
Skoðaðu gírkassapúðann og mórorpúðana. Ef þeir eru lélegir eða ónýtir er of mikil hreyfing á kössunum og sú hreyfing getur hugsanlega dugað til að slá hann úr gír.

Freyr

Re: Ló gír vesen

Posted: 26.jan 2011, 18:05
frá Hfsd037
Freyr wrote:Skoðaðu gírkassapúðann og mórorpúðana. Ef þeir eru lélegir eða ónýtir er of mikil hreyfing á kössunum og sú hreyfing getur hugsanlega dugað til að slá hann úr gír.

Freyr


ég var í þrengslunum þegar hann byrjaði að slá sér úr gír á fullu þannig ég lét hann í lága gírinn og dólaði honum upp á litlu kaffistofuna, eftir smá stopp þá lét ég hann í háa og skipti hægt í 12345 gír og náði honum í bæin þannig en hann byrjaði að slá sér aftur úr við rauðavatn
getur verið að það se syncro í þessum lolo kassa?

Re: Ló gír vesen

Posted: 28.jan 2011, 17:38
frá Stebbi
Hljómar frekar eins og það sé eitthvað að skiptigaffli, boginn eða fóðringar búnar.

Re: Ló gír vesen

Posted: 28.jan 2011, 17:42
frá ellisnorra
Er um að ræða stöng beint uppúr kassanum eða kemur armurinn í á hlíð lógírsins?

Re: Ló gír vesen

Posted: 29.jan 2011, 22:08
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Hljómar frekar eins og það sé eitthvað að skiptigaffli, boginn eða fóðringar búnar.


já nákvæmlega, eða lega farinn.. kemur í ljós á mánudaginn

elliofur wrote:Er um að ræða stöng beint uppúr kassanum eða kemur armurinn í á hlíð lógírsins?


það kemur armur hægra megin úr kassanum, stöngin er á grind sem er föst við við gírkassann