Ló gír vesen

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Ló gír vesen

Postfrá Hfsd037 » 26.jan 2011, 02:09

Málið er að hann hrekkur úr háa gírnum hjá mér við litla inngjöf en heldur sér í lága gírnum og bara ekkert mál með það
en ef ég held við ló gír stöngina við inngjöf þá snuðar hann á milli hlutlaust og háa á milli og nær ekki að halda sér í gír, það virðist allt vera eðlilegt þegar ég tek af stað og svona upp á tannhjólin að gera en hann hefur verið að hrökkva úr gír hjá mér stundum en það lagaðist eftir að ég herti á öllum liðum sem tengjast lógírstönginni. Þessi lógír er á milli gírkassans og millikassans í hilux en ég veit ekki úr hverju þessi lógír kemur úr


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Ló gír vesen

Postfrá Izan » 26.jan 2011, 09:00

Sæll

Ef þú ert alveg öruggur á að hann nái færslunni 100% í háagírinn og það sé ekkert sem þvingi skiptistöngina til baka er ekkert annað í stöðunni en að rífa og skoða.

Kv Jón Garðar

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Ló gír vesen

Postfrá Freyr » 26.jan 2011, 12:12

Skoðaðu gírkassapúðann og mórorpúðana. Ef þeir eru lélegir eða ónýtir er of mikil hreyfing á kössunum og sú hreyfing getur hugsanlega dugað til að slá hann úr gír.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ló gír vesen

Postfrá Hfsd037 » 26.jan 2011, 18:05

Freyr wrote:Skoðaðu gírkassapúðann og mórorpúðana. Ef þeir eru lélegir eða ónýtir er of mikil hreyfing á kössunum og sú hreyfing getur hugsanlega dugað til að slá hann úr gír.

Freyr


ég var í þrengslunum þegar hann byrjaði að slá sér úr gír á fullu þannig ég lét hann í lága gírinn og dólaði honum upp á litlu kaffistofuna, eftir smá stopp þá lét ég hann í háa og skipti hægt í 12345 gír og náði honum í bæin þannig en hann byrjaði að slá sér aftur úr við rauðavatn
getur verið að það se syncro í þessum lolo kassa?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Ló gír vesen

Postfrá Stebbi » 28.jan 2011, 17:38

Hljómar frekar eins og það sé eitthvað að skiptigaffli, boginn eða fóðringar búnar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Ló gír vesen

Postfrá ellisnorra » 28.jan 2011, 17:42

Er um að ræða stöng beint uppúr kassanum eða kemur armurinn í á hlíð lógírsins?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Ló gír vesen

Postfrá Hfsd037 » 29.jan 2011, 22:08

Stebbi wrote:Hljómar frekar eins og það sé eitthvað að skiptigaffli, boginn eða fóðringar búnar.


já nákvæmlega, eða lega farinn.. kemur í ljós á mánudaginn

elliofur wrote:Er um að ræða stöng beint uppúr kassanum eða kemur armurinn í á hlíð lógírsins?


það kemur armur hægra megin úr kassanum, stöngin er á grind sem er föst við við gírkassann
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 28 gestir