hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

User avatar

Höfundur þráðar
mattador_vido
Innlegg: 81
Skráður: 10.júl 2010, 00:34
Fullt nafn: Elí Þór "Vídó" Gunnarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá mattador_vido » 26.jan 2011, 00:38

Heilir og sælir allir saman...

Ég er hér með smá hugarfóstur sem mig langar að varpa til ykkar málið er það að ég er með einn gamlan og góðan hilux (90. árg.) og er búinn að vera íhuga það að fá mér aðra vél í bílinn í stað þeirrar sem er til staðar núna (2,4 org. dísel) og það var nú einn herramaður sem hafði samband við mig og bauð mér 1 stk mótor úr Benz 309 nánar tiltekið OM617 og það sem ég er búinn að vera vellta fyrir mér hvort hann hreinlega passi og einnig langar mig að forvitnast hvort einhver hafi sett svona mótor í bílinn hjá sér...

Svo ef þú veist eitthvað um málið þá máttu endilega deila því með okkur hér og þar af leiðandi ef þú telur einhvern annann mótor vera betri en hinn þá væri ekki verra að fá að vita þína skoðun um það...

Maður lærir þetta ekki allt á einni nóttu en það kemur með tímanum ásamt góðum vinum...

Bkv, Vídó


Elí Þór Vídó...
Toytoa hilux, 90 árg. 38" - seldur
Toyota LC 70, 86 árg. 38"
Suzuki Jimny 03 árg. 33" - seldur

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá Freyr » 26.jan 2011, 00:56

Ef ég man rétt er 617 6 cyl. 3 lítra vél og túrbólaus í a.m.k. flestum tilfellum. Þessar vélar endast og endast og........ þú fattar þetta ;-) en þær vinna ekkert að ráði og eru ekki nógu spennandi til að setja í breyttan jeppa að mínu mati en kanski í lagi ef þú færð hana á lítið sem ekkert og gerir enga kröfu um afl. Svo er örugglega svolítið vesen að koma henni fyrir því hún er mikið lengri en orginal 4 cyl. vélin.

Freyr


hfreyr
Innlegg: 122
Skráður: 18.nóv 2010, 18:32
Fullt nafn: Heiðar Freyr Steinunnarson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá hfreyr » 26.jan 2011, 07:08

sama vél og er í mussi nema vantar turbínuna og í minum er nó pláss eftir í húddinu þannig að ég mundi halda að hún ætti að fara létt oný hilux þrátt fyrir að vera með aðeins minna húdd en 4 runnar 6cyl bensín ? verið að selja einn á f4x4 http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... 26&t=25978

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá JonHrafn » 26.jan 2011, 11:40

hfreyr wrote:sama vél og er í mussi nema vantar turbínuna og í minum er nó pláss eftir í húddinu þannig að ég mundi halda að hún ætti að fara létt oný hilux þrátt fyrir að vera með aðeins minna húdd en 4 runnar 6cyl bensín ? verið að selja einn á f4x4 http://www.f4x4.is/index.php?option=com ... 26&t=25978


v6 4runner vélin er sennilega ein glataðast vél sem ég hef prófað . . . . . . mökkeyðir og færð ekkert fyrir bensínið.

Ég efast um að línu sexa kæmist langsum ofan í húddið á hilux, nema lengja það, hef nú ekki prófað það samt. En , það er engin afgangur með 1kzt sem er bara línu fjarki.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá Freyr » 26.jan 2011, 12:09

Freyr wrote:Ef ég man rétt er 617 6 cyl. 3 lítra vél og túrbólaus í a.m.k. flestum tilfellum. Þessar vélar endast og endast og........ þú fattar þetta ;-) en þær vinna ekkert að ráði og eru ekki nógu spennandi til að setja í breyttan jeppa að mínu mati en kanski í lagi ef þú færð hana á lítið sem ekkert og gerir enga kröfu um afl. Svo er örugglega svolítið vesen að koma henni fyrir því hún er mikið lengri en orginal 4 cyl. vélin.

Freyr


Hún er víst bara 5 cyl skv. wikipedia en ekki 6 eins og ég skrifaði hér að ofan.

Freyr

User avatar

Höfundur þráðar
mattador_vido
Innlegg: 81
Skráður: 10.júl 2010, 00:34
Fullt nafn: Elí Þór "Vídó" Gunnarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá mattador_vido » 27.jan 2011, 01:00

takk fyrir góð viðbrögð...
Ég legg þetta undir nefnd hjá mér...

Ég leyfi ykkur nú að fylgjast með hvaða ákvörðun verður tekin á endanum...
Elí Þór Vídó...
Toytoa hilux, 90 árg. 38" - seldur
Toyota LC 70, 86 árg. 38"
Suzuki Jimny 03 árg. 33" - seldur

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá JonHrafn » 27.jan 2011, 11:46

4,3 vortec eru líka hentugir mótorar í húddið á hilux. Eyða að vísu eins og allir v6 bensín mótorar en þú færð eitthvað fyrir bensínið.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá Startarinn » 27.jan 2011, 22:09

Ég mældi svona mótor og fór svo og mældi ofan í húddinu á V6 Hiluxnum mínum og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki fyrirhafnarinnar virði, hún er MIKLU lengri en v6 vélin sem leyfir samt ekkert af, þetta er kannski séns ef þú tekur viftuna af mótornum og setur rafmagnsviftu framan á vatnskassan en verður samt tæpt, allavega væri ekki úr vegi að verða sér úti um gott skóhorn áður en framkvæmdir hefjast...
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá Einar » 27.jan 2011, 23:40

Þetta er ekki vélin sem Musso vélin er byggð á heldur eldri vél. Þetta er 5 sílendra 3 L vél eins og kom fram hér að ofan, var á bilinu 80-88 hestöfl. Hún endist u.þ.b. milljón km (grínlaust) ofan í fólksbíl með réttri meðferð en hún verður aldrei talin spræk þó hún sé svo sem nokkurnvegin skammlaus í fólksbílnum. Þessi vél var í MB 300D árgerð 1975-1985 (W123) og einnig í MB 209/309/409 sendibílunum.
Það var til útgáfa af þessari vél með túrbínu en innvolsið í henni er annað og það hefur ekki reynst vel að túrbínuvæða þær vélar sem eru orginal túrbínulausar.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá -Hjalti- » 28.jan 2011, 20:21

Setum 6cyl línu 3.2 24V dohc bensin Benz vél ofani 1991 4runner fyrir nokkrum arum , notuðum rafmagns viftu og það passaði vara þokkalega vel ofani
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


gudjonarnarr
Innlegg: 65
Skráður: 09.okt 2011, 00:08
Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá gudjonarnarr » 05.des 2011, 17:01

ég var að vesla mér hilux 91 model og í honum er 2,8 rocky mótor og það littla sem ég hef náð að prófa bílinn þá virkar þetta mjög vel engin ógulegur kraftur samt enn togar vel

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá Fetzer » 27.des 2011, 22:27

er með svona disel vél i gömlum sprinter að eg held það sé það sama, sennilega sú allra lélegasta ef kemur að auka krafti,
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá ellisnorra » 27.des 2011, 22:59

Fornleifauppgröftur í þráðum hér?

Ég ætla að vera djarfur og reyna að koma 2.7 nissan mótor ofaní minn næstu misseri ef allt gengur upp.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá -Hjalti- » 28.des 2011, 04:19

elliofur wrote:Fornleifauppgröftur í þráðum hér?

Ég ætla að vera djarfur og reyna að koma 2.7 nissan mótor ofaní minn næstu misseri ef allt gengur upp.


easy písí með 4cyl
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: hilux. vélaskipti - hvað finnst þér ?

Postfrá ellisnorra » 29.des 2011, 17:06

Hjalti_gto wrote:
elliofur wrote:Fornleifauppgröftur í þráðum hér?

Ég ætla að vera djarfur og reyna að koma 2.7 nissan mótor ofaní minn næstu misseri ef allt gengur upp.


easy písí með 4cyl


Já þetta er bara spurningin um hvort líffæragjafinn hafni líffærinu þar sem það er úr annari tegund :)
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur