Er að lenda í vandræðum með aðalljósin á hilux 2.4d 1991 árgerð. Aðalljósin duttu út og svo virkar ekki bremsuljósið, eins og það sé fast á í bremsuham.
Aðalljósin komu svo inn aftur um daginn en duttu svo út. Grunar að þetta sé nú jarðsamband að stríða mér.
Mín spurning er, hvar eru helstu jarðsamböndin fyrir ljósin? Vantar stað til að byrja að leita á :)
Jörð fyrir aðalljós.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Jörð fyrir aðalljós.
byrjaðu við aðalljósið sjálft öðruhvoru megin og farðu með vír frá mínuspól í ljósastæðin og inn á jarðsambandsvírana þar
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Jörð fyrir aðalljós.
Athugaðu vel alla víra þar sem þeir fara í gegnum hvalbakinn eða önnur járnþil. Mér heyrist það loða við hiluxinn að hann nagi víra þar sem þeir fara gegnum hvalbakinn. Það var einn í vanda inni í Landmannahelli síðustu helgi þar sem bensíndæla sprengdi öll öryggi, og það var leiðsla í hvalbak sem hafði nuddast af einangrunin.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 90
- Skráður: 31.maí 2013, 12:49
- Fullt nafn: Brynjar Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Jörð fyrir aðalljós.
sukkaturbo wrote:byrjaðu við aðalljósið sjálft öðruhvoru megin og farðu með vír frá mínuspól í ljósastæðin og inn á jarðsambandsvírana þar
ætti þá ljósið að detta í gang?
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Jörð fyrir aðalljós.
Sæl já ef að vantar jörð gæti líka verið plús en byrjaðu á að skoða mínusinn og taktu svo plúsinn eins og Jón segir skoða kápurnar eða það sem er utan um vírinn. Ef plúsinn nær jörð eiga öryggi að fara. Þetta er bara smá dund og skemmtilegt
Síðast breytt af sukkaturbo þann 11.sep 2015, 22:31, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Jörð fyrir aðalljós.
Ljósin gerðu þetta í mínum fyrir nokkrum árum, þá var tengið undir stýristúpunni ónýtt, þ.e. tengið fyrir rofann.
Hiluxinn er spes að því leyti (allavega ameríkutýpan) að tengið sem fær yfirleitt mínus á perunni fær plús, og svo skiptir rofinn mínus milli háa og lága geislans.
Ég skildi aldrei,fyrr en ég áttaði mig á þessu, afhverju kastararnir sem áttu að taka stýrirstraum (plús) frá vírnum fýrir háageislan logðu hvort sem hái eða lági geislinn var á
Varðandi afturbremsuna, þá giska ég á rofann á pedalanum, skoðaðu hann, kannski gengur pedalinn ekki nógu langt til baka
Hiluxinn er spes að því leyti (allavega ameríkutýpan) að tengið sem fær yfirleitt mínus á perunni fær plús, og svo skiptir rofinn mínus milli háa og lága geislans.
Ég skildi aldrei,fyrr en ég áttaði mig á þessu, afhverju kastararnir sem áttu að taka stýrirstraum (plús) frá vírnum fýrir háageislan logðu hvort sem hái eða lági geislinn var á
Varðandi afturbremsuna, þá giska ég á rofann á pedalanum, skoðaðu hann, kannski gengur pedalinn ekki nógu langt til baka
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Jörð fyrir aðalljós.
Sæll.
Gott að byrja mjög vísindalega og kíkja á tengið á perunni. Það brennur nokkuð oft í allskonar bílum. Næst er að kanna með t.d. spennumæli hvort vanti plús eða mínus. Það eru þónokkrir bílar með fastann plús á perunni og skiptinn á mínus.
Þetta kostar svolitla þolinmæði en það borgar sig að vinna sig skipulega í gegnum vírana og láta ekkert koma sér á óvart, það gilda fáar eða engar reglur um bílarafmagn svo maður má eiga von á öllum andskotanum
Kv Jón Garðar
Gott að byrja mjög vísindalega og kíkja á tengið á perunni. Það brennur nokkuð oft í allskonar bílum. Næst er að kanna með t.d. spennumæli hvort vanti plús eða mínus. Það eru þónokkrir bílar með fastann plús á perunni og skiptinn á mínus.
Þetta kostar svolitla þolinmæði en það borgar sig að vinna sig skipulega í gegnum vírana og láta ekkert koma sér á óvart, það gilda fáar eða engar reglur um bílarafmagn svo maður má eiga von á öllum andskotanum
Kv Jón Garðar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 90
- Skráður: 31.maí 2013, 12:49
- Fullt nafn: Brynjar Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Jörð fyrir aðalljós.
takk fyrir öll svörin.
Ég mun byrja á ljósunum sjálfum og vinna mig svo aftur að stýristúpunni.
Læt ykkur vita hvað kemur í ljós ;)
Ég mun byrja á ljósunum sjálfum og vinna mig svo aftur að stýristúpunni.
Læt ykkur vita hvað kemur í ljós ;)
-
- Innlegg: 27
- Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
- Fullt nafn: Sigurður H Magnússon
Re: Jörð fyrir aðalljós.
Rofinn sem tengist bremsupedalnum og tengir bremsluljósin á það til að bila. Meira að segja geta nýir rofar vera bilaðir (fúlt að skipta um og setja bilaðan/ónýtan í).
Ekki það að ég sé sérfræðingur í bílarafmagni en á einum bíl sem ég átti var jörðin farin fyrir afturljósin en þá var hægt að setja auka jörð í ljósin svo þau virkuðu. Það var einfaldara en að finna bilunina.
Kv. SHM
Ekki það að ég sé sérfræðingur í bílarafmagni en á einum bíl sem ég átti var jörðin farin fyrir afturljósin en þá var hægt að setja auka jörð í ljósin svo þau virkuðu. Það var einfaldara en að finna bilunina.
Kv. SHM
-
- Innlegg: 27
- Skráður: 22.nóv 2014, 13:32
- Fullt nafn: Sigurður H Magnússon
Re: Jörð fyrir aðalljós.
Rofinn sem tengist bremsupedalnum og tengir bremsluljósin á það til að bila. Meira að segja geta nýir rofar vera bilaðir (fúlt að skipta um og setja bilaðan/ónýtan í).
Ekki það að ég sé sérfræðingur í bílarafmagni en á einum bíl sem ég átti var jörðin farin fyrir afturljósin en þá var hægt að setja auka jörð í ljósin svo þau virkuðu. Það var einfaldara en að finna bilunina.
Kv. SHM
Ekki það að ég sé sérfræðingur í bílarafmagni en á einum bíl sem ég átti var jörðin farin fyrir afturljósin en þá var hægt að setja auka jörð í ljósin svo þau virkuðu. Það var einfaldara en að finna bilunina.
Kv. SHM
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir