toyota hilux drif vandamál


Höfundur þráðar
gfs
Innlegg: 6
Skráður: 02.apr 2015, 08:02
Fullt nafn: Guðmundur Freyr Sóphusson
Bíltegund: Toyota Hilux

toyota hilux drif vandamál

Postfrá gfs » 15.maí 2015, 16:15

Sæl veriði. eru ekki einhverjir hilux sérfræðingar hér sem geta leiðbeint mér. ég er með hilux dc 95' sr5 og hann keyrir í háa og lága og altí góðu nema þegar ég hef keyrt í 4wd í smá stund t.d útt á vegi og hægi á mér og tek beygju þá þvingast afturhjólin líkt og handbremsan sé á og ekki er hægt að taka hann úr 4wd, hjólin virðast bara þvingast þegar ég beygji en hann er góður fram og aftur, svo altí einu eftir smá rúnk fram og aftur detur hann úr 4wd eins og ekkert sé. ég þekki ekki hvernig læsingarbúnaður er í þessum bílum en eftir því sem ég best veit er þetta orginal í honum.
allar upplísingar eru vel þegnar. mbk.



User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: toyota hilux drif vandamál

Postfrá snöfli » 15.maí 2015, 16:44

Velkominn á Traktor

Held að svona hagi sér allir jeppar sem ekki eru með mismunadrif í millikassanum.

Flestir sídrifsbílar eru með mismunadrif í millikassanum eða vökvakúplingu. Líka nýrri Land Cruserar nær allir Pajeroar.

Held að allir Patrolar og allir eða nær allir Pick Upp-ar þ.m.t. HiLux séu ekki með svona mismunadrif í millikassa.

Ef dekkin eru misstór (eða misslitin) þá verður þetta verra og einnig ef hann situr í mismunadriflás að framan eða aftan.

Þumalputtareglan á svona bílum er að nota ekki fjórhjóladrif á þurru malbiki. OK á malarvegum og ef það er einhver hálka.

l.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: toyota hilux drif vandamál

Postfrá Haukur litli » 15.maí 2015, 17:28

Þetta orsakast af því að í beygju eru engin tvö dekk að fara sömu vegalengd og því öll á mismunandi hraða, og afturdekkin fara lengri leið en framdekkin, og þar af leiðandi hraðar, það veldur spennu á milli fram- og afturdrifs. Ef það væri mismunadrif í millikassa þá myndi það koma í veg fyrir þessa spennu með því að leyfa öðru drifskaftinu að snúast hraðar en hinu.

Ef þú reynir að taka U-beygju á þurru malbiki eða þurri steypu í fjórhjóladrifinu þá munu framdekkin þurfa að "hoppa" pínu til að losa um þessa spennu, og virðist þá eins og bíllinn vilji hoppa útúr beygjunni og dekkin gefa frá sér smá hljóð þegar þau missa gripið. Eins gætu afturdekkin þurft að spóla aðeins til að losa spennuna. Ef dekkin eru nógu gripmikil og drifrásin ekki nógu öflug getur þetta leitt til brotinna hluta.

Þetta veldur því líka að bílarnir verða undirstýrðir, þ.e. framdekkin vilja leita útúr beygjunni sama hvað þú beygjir mikið.


Höfundur þráðar
gfs
Innlegg: 6
Skráður: 02.apr 2015, 08:02
Fullt nafn: Guðmundur Freyr Sóphusson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: toyota hilux drif vandamál

Postfrá gfs » 15.maí 2015, 18:56

Takk kærlega fyrir þessi svör.


bragig
Innlegg: 102
Skráður: 28.maí 2010, 19:21
Fullt nafn: Bragi Guðnason
Bíltegund: LC 80, Hilux xc

Re: toyota hilux drif vandamál

Postfrá bragig » 16.maí 2015, 10:34

.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir