Síða 1 af 1
Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 10.jan 2011, 19:29
frá Hfsd037
Sælir, alternatorinn hjá mér er hættur að hlaða og hann kveikir nokkur ljós í mælaborðinu
þessi alternator er með vacum tengi framan á sér, á ekki að vera hægt að skipta um kol í þessum alternator eða?
ef svo er mælið þið með að ég skipti öðrum hlutum úr alternatorinum út í leiðinni
vitið hvar hægt er að fá þessi kol og hvað þau geta sirka kostað?
svo þarf ég líka að skipta út lögnunum frá stýrisdælu og yfir í maskínu út, vitið þið hvar best er að láta smíða þessi rör með tilheyrandi endum fyrir sig?
mbk
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 10.jan 2011, 19:31
frá JonHrafn
Barki í kópavogi ættu nú að geta smíðað rörin fyrir þig ef þú ferð bara með þau til þeirra. Borgar það sig ekki að taka alternatorin alveg upp fyrst verið er að gramsa í honum?
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 10.jan 2011, 19:37
frá Stebbi
Ef að þessi hilux er mikið notaður og mikið keyrður þá myndi borga sig að skipta um pakkninguna fyrir vacumdæluna svo að alternatorinn verði ekki sjálfsmyrjandi einn daginn.
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 10.jan 2011, 19:38
frá Freyr
Allt í rafalinn færðu hjá Kidda í Rafstillingu í Dugguvogi. Beint fyrir ofan hann í sama húsi er síðan verslun/verkstæði sem sérhæfir sig í öllu sem tengist glussakerfum, þar færðu topp þjónustu og á sanngjörnu verði.
Freyr
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 10.jan 2011, 19:43
frá Hfsd037
Stebbi wrote:Ef að þessi hilux er mikið notaður og mikið keyrður þá myndi borga sig að skipta um pakkninguna fyrir vacumdæluna svo að alternatorinn verði ekki sjálfsmyrjandi einn daginn.
takk fyrir skjót svör strákar :)
stýrisdælan gekk þurr hjá mér í smá tíma, þannig ég tók reimina af en það voru komin óhljóð í hana.. en þetta vacum rör tengist það í stýrisdæluna?
veistu hvað pakkning kol kosta sirka?
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 12.jan 2011, 20:19
frá Stebbi
Hfsd037 wrote:þetta vacum rör tengist það í stýrisdæluna?
Vacum rörið fer aftaní yfirleitt aftaní alternatorinn, vacumdælan er þar nema hún sé gírdrifin eins og í LC90.
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 12.jan 2011, 22:39
frá StefánDal
Stebbi wrote:Hfsd037 wrote:þetta vacum rör tengist það í stýrisdæluna?
Vacum rörið fer aftaní yfirleitt aftaní alternatorinn, vacumdælan er þar nema hún sé gírdrifin eins og í LC90.
Nei hún er framan á nýrri týpunum.
Re: Kolaskipti og lagnaskipti úr stýrisdælu 99 árg af hilux
Posted: 21.jan 2011, 03:39
frá Hfsd037
stedal wrote:Stebbi wrote:Hfsd037 wrote:þetta vacum rör tengist það í stýrisdæluna?
Vacum rörið fer aftaní yfirleitt aftaní alternatorinn, vacumdælan er þar nema hún sé gírdrifin eins og í LC90.
Nei hún er framan á nýrri týpunum.
hún er framan á en mér sýndist ég hafa séð nákvæmlega sama altenator hjá félaga mínum, hann var úr ca 92 módel