LC120 vs. Hilux


Höfundur þráðar
FBV
Innlegg: 6
Skráður: 08.feb 2015, 20:36
Fullt nafn: Friðgeir Valdemarsson

LC120 vs. Hilux

Postfrá FBV » 08.feb 2015, 21:06

Sælir, vantar hjálp með ákvörðunartöku.

LC120 LX
Árgerð 06
ekinn 90þús
Beinskiptur
38"
loftlás framan, orginal aftan
4.88 hlutföll

Hilux
Árgerð 07
Ekinn 110þús
Sjálfskiptur
38"
Loftlás framan og aftan
4.88 hlutföl

Á hvorn bílinn myndu menn stökkva?




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá ivar » 08.feb 2015, 21:29

LC120...

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá AgnarBen » 08.feb 2015, 21:59

Svarið á nú væntanlega eftir að byggjast aðallega á því hvort menn vilja pallbíl eða jeppa því drifgetan ætti að vera svipuð á þessum bílum og kramið er svipað. Ég persónulega myndi taka sjsk LC 120 ef það væri í boði.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

siggi64
Innlegg: 48
Skráður: 17.feb 2011, 20:47
Fullt nafn: Sigurður Kristinnsson
Staðsetning: Austurland

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá siggi64 » 09.feb 2015, 03:45

Sæll

Ég á einmitt LC 120 VX 06 reyndar óbreyttan mjög góður bíll..og ég á líka Hilux 07 35" bíl og finnst hann æði,er búin að eyga sex stykki Hilux allar stærðir af dekkjum upp í 44" og ég mæli með þeim,mín reynsla pallbíllinn fer meira á fjöllum ef þú ert að spá í það !

Mbk Sig K

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá Freyr » 09.feb 2015, 12:30

Hiluxinn er ívið léttari og lengri milli hjóla svo ef aðal fókusinn er drifgeta í snjó tæki ég hann en sem almennur ferða/fjölskyldubíll hentar cruiserinn betur að mínu mati, meira rými fyrir fólk og skottið er þurrt og hreint ásamt þvi að það er þægilegra að sitja í honum.

Kv. Freyr


Höfundur þráðar
FBV
Innlegg: 6
Skráður: 08.feb 2015, 20:36
Fullt nafn: Friðgeir Valdemarsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá FBV » 09.feb 2015, 12:48

Takk fyrir góð svör!

Hvað með viðhald og bilanatíðni?

Báðir þessir bílar eru með orginal drifbúnað undir sér.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 09.feb 2015, 13:55

Ef þeir eru báðir með orginal 8" afturdrif þá má búast við því að þurfa að endurnýja afturdrifið öðruhverju, getur verið misjafnt eftir akstri og notkun. Þeir bílar sem eru mikið notaðir á fjöll enda stundum á því að skipta 8" miðjunni út fyrir eitthvað stærra.... öðrum gengur bara vel með orginal 8" miðjuna.
Orginal afturhjólalegur í LC120 eru talsvert sterkari en orginal afturhjólalegur í Hilux 05-09. Eftir 2009 koma sterkari afturhjólalegur í Hilux..... í sumum 05-09 Hiluxum gæti verið búið að breyta þessu.
Það þarf að styrkja spindilarmana að framan, mér finnst líklegt að það sé búið að því en þess að fullyrða það þó.
Það virðist vera almennt frekar lítið um stórvægilegt viðhald á þessum vélum og ég hef það eftir mönnum sem vinna eða hafa unnið á verkstæðinu hjá Toyota að þetta séu almennt mjög þæginlegar vélar í viðgerð.... tímareimar, vatnsdælur, spíssaþéttingar.
Pakkdósirnar í frammdrifinu finnst mér endast stutt, þær eru ekkert að mígleka heldur kemur svona olíusmit.

Er hiluxinn á fjöðrum eða kominn með gorma?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
FBV
Innlegg: 6
Skráður: 08.feb 2015, 20:36
Fullt nafn: Friðgeir Valdemarsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá FBV » 09.feb 2015, 14:19

Takk fyrir þetta innlegg.

Hann er á fjöðrum..

Væri gaman að vita hvað kostað að breyta því yfir í gorma.


fridfinnur
Innlegg: 34
Skráður: 06.júl 2010, 13:57
Fullt nafn: Friðfinnur Fr. Guðmundsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá fridfinnur » 09.feb 2015, 21:52

Einhver er verðmunurinn líklega. Hann réði allavega för þegar ég var í sömu sporum sjálfur fyrir tæpu ári. Sjálfur er ég á 07 Hilux held að ég mundi frekar vilja LC120. Hiluxinn er meiri traktór en ég bjóst við en skemmtilegur bíll í snjó akstri. En ef ég væri að fara í þessar vetrarferðir sem ég ætla alltaf að fara í vs. þessi innanbæjar og þjóðvegaakstur sem ég er í þá er LC örygglega skemmtilegri bíll. Það eru meiri bilanir búnar að vera en ég bjóst við miðað við aðra breytta bíla sem ég hef átt (LC 90 og Tacoma). Mér finnst Hiluxinn varla þola þessar 38" breytingu það er legur og annað.

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 09.feb 2015, 23:07

fridfinnur wrote:Einhver er verðmunurinn líklega. Hann réði allavega för þegar ég var í sömu sporum sjálfur fyrir tæpu ári. Sjálfur er ég á 07 Hilux held að ég mundi frekar vilja LC120. Hiluxinn er meiri traktór en ég bjóst við en skemmtilegur bíll í snjó akstri. En ef ég væri að fara í þessar vetrarferðir sem ég ætla alltaf að fara í vs. þessi innanbæjar og þjóðvegaakstur sem ég er í þá er LC örygglega skemmtilegri bíll. Það eru meiri bilanir búnar að vera en ég bjóst við miðað við aðra breytta bíla sem ég hef átt (LC 90 og Tacoma). Mér finnst Hiluxinn varla þola þessar 38" breytingu það er legur og annað.



Þetta með afturhásinguna er doldið hvimleytt. Hún var alltof lítil/veik í Hilux frá árgerð 2005-2009 fyrir stórar breytingar og harkalega notkun. Ég gekk í gegnum algera hörmung með minn bíl (3 drif, 11 legur 4 öxlar og á endanum bogin hásing) sem endaði á því að ég lét skera hásinguna eins og hún lagði sig í burtu og setti Nissan H233B undan Patrol Y60 í staðin. Síðan eru komin 3-4 ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Dýr breyting sem slík en miðað við það sem á undan var gengið, ekki spurning að það borgaði sig. Toyota mun auðvitað aldrei viðurkenna þetta en eitthvað segir það nú að í 2009 bílnum voru allt í einu komnar sterkari legur án þess að segja nokkrum frá. Þetta er frekar kjánalegt...... LC120 (stationbíllin) er með svo að segja sama kram og mjög svipaða leyfilega heildarþyngd en hann er kemur með tvöfaldar legur að aftan á meðan Hiluxinn 05-09 (vörubíllin) kom á alltof litlum legum. Það hafa aðrar leiðir verið farnar í þessu líka... setja 9,5" miðju bæði í LC120/150 og Hilux. Hiluxarnir 05-09 hafa síðan fengið öxla + legur úr 09+ bílunum. Það stóð til held ég að setja LC80 ytribúnað í 44" HSG hiluxinn, veit ekki hvort það hafi verið klárað. Ég valdi þá leið að nota patrol hásingu þar sem að þær eru þekktar fyrir að vera níðsterkar og endast bílana. Þrátt fyrir allt þetta vésen með afturendan er það eina sem hefur þurft að gera að framan að styrkja spindalarmana og eftir 170k akstur hefur bara verið skipt um eina hjólalegu að framan......

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
FBV
Innlegg: 6
Skráður: 08.feb 2015, 20:36
Fullt nafn: Friðgeir Valdemarsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá FBV » 10.feb 2015, 11:38

Það er sama verð á þessum bílum. LC120 er skráður tjónabíll og fæst því á afslætti. Hilux er á uppsprengdu verði eins og gengur og gerist.

Patrol öxull segiru.. er þá ekki bara málið að fá sér Patrol? :)

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 10.feb 2015, 12:25

Tja, ef maður vill opin bíl í staðin fyrir pallbíl þá þarf Patrol ekkert að vera svo slæmur kostur. Mér fannst þeir heldur þungir og ég vill frekar vera með pall í staðin fyrir að hlusta á glamrið í farangrinum. Patrol eru samt ekki gallalausir þótt að afturhásingin sé mjög vel heppnuð ;)
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá Cruser » 10.feb 2015, 17:58

Sælir
Allt hefur þetta sína kosti og galla. En sjálfskiptingin er mikið skemmtilegri í crusernum, annars held ég að þetta séu mjög sambærilegir bílar. Meira spurning um pall eða ekki pall.
Gangi þér vel með þetta.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki

User avatar

Doror
Innlegg: 323
Skráður: 10.apr 2010, 23:02
Fullt nafn: Davíð Örn Svavarsson

Re: LC120 vs. Hilux

Postfrá Doror » 10.feb 2015, 18:28

Ed við gefum okkur að bílarnir séu báðir heilir og góðir (LC120 ekki illa viðgerður etc) þá tekur þú Hiluxinn ef þú notar hann mikið í vinnu/jeppaferðir.

Ef það er ekki raunin þá myndi ég alltaf taka LC120 uppá þægindi og notagildi.
Davíð Örn


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 6 gestir