35" hækkun Hilux


Höfundur þráðar
Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

35" hækkun Hilux

Postfrá Sæfinnur » 26.des 2014, 09:22

Sælir félagar og jóla kveðjur. Ég er að leita að smá upplýsingum. Þannig er að félagi minn er með 2007 Hilux 3L diesel sem er alveg óbreyttur og langar að breyta honum fyrir 35" - 36". Veit nokkur um þráð hérna þar sem farið er í svona litla breytingu, eða hvar væri hellst að leita upplýsinga. Ég géri ráð fyrir að við myndum halda honum sem lægstum. Þá er spurningin þarf að klippa mikið fyrir þessari dekkjastærð? sleppur þetta undir óbreytt að aftan? Er óhjákvæmilegt að hækka eitthvað? Sé svo hvernig hækkun mæla menn með.
Mbkv. Stefán Gunnarsson



User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 35" hækkun Hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 26.des 2014, 10:55

Það er til a.m.k. einn svona Hilux sem er óhækkaður á 38" dekkjum þannig að 35" er alveg hægt. Að vísu er búið að færa dekkin framar. Það sem hefur verið helsta vandamálið í 38" breytingunni er hversu stutt er í frammhurðarnar og bodyfestinguna í hvalbaknum. Þetta hefur verið leyst með því að færa bodyfestinguna aftar og færa dekkin framar um örfáa cm. Ég veit ekki hvort að þetta er vandamál með 35". Nú ef svo er þá er tvennt í stöðunni. Færa dekkin framar eða hækka hann alveg þangað til að þetta er ekki vandamál lengur og/eða hugsanlega takmarka samslátt. Hið síðarnefnda er ekki ákjósanlegasta aðferðin við að breyta bílum fyrir íslenskar aðstæður en menn hafa "reddað" sér svona með ódýrar breytingar.

Þegar að ég skoða vefsíðuna hjá AT þá stendur þar að fyrir 35" breytingu er bara gerð 40mm hækkun fra/aft. En fyrir 38" er gerð 90mm hækkun og frammfjöðrun færð framar um 45mm. Ef þessar upplýsingar eru réttar þarf ekki að færa frammfjöðrunina framar fyrir 35" ef bíllin er hækkaður um 40mm. Þar kemur líka framm að klippa þurfi úr hjólaskálum fra/aft.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: 35" hækkun Hilux

Postfrá Sæfinnur » 26.des 2014, 13:19

Takk fyrir þetta. Hvernig færa menn dekkin framar? Þarf þá að endursmíða allar klafafestingarnar á grindina eða er til einhver önnur leið?

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 35" hækkun Hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 26.des 2014, 13:39

Ég þekki ekki hvernig þetta er gert í smáatriðum. En já það þarf að skera spyrnufestingar af, færa þær framar ásamt frammdrifinu. Lengja drifskapt, stýrisstöng, gott ef það þurfti ekki að breyta/skera úr olíupönnu o.fl . Þetta er auðvita slatti vinna og kanski ekki á allra höndum en þetta er orðin sí algengari aðferð við að breyta bílum..... og mun væntanlega bara verða algengari með tímanum.

Það er samt spurning að kanna það hvort það sæ hægt að koma 35" dekkjum undir án þess að þurfa að færa dekkin framar eða hvort að það verði að gera þessa 40mm hækkun til að komast undan því.
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 35" hækkun Hilux

Postfrá Óskar - Einfari » 26.des 2014, 13:49

Það er eitt sem ég gleymdi að nefna. Þegar búið er að breyta þessum bílum Hilux/Tacoma/LC120/LC150 þarf að styrkja spindilarmana. Þótt að það felist í því smá kostnaður að þá er ódýrara til lengri tíma litið að gera það strax í byrjun ef menn eru með þetta í höndunum á annað borð.... menn hafa beygt þessa arma við það eitt að keyra of geyst yfir hraðahindrun! Allavega AT hafa styrkt armana, veir ekki með aðra eins og breyti?
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Höfundur þráðar
Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: 35" hækkun Hilux

Postfrá Sæfinnur » 26.des 2014, 14:02

Þakka kærlega, við leggjumst yfir þetta þegar við komum í land. Erum úti á sjó eins og er og tíminn notaður í pælingar.

User avatar

Sunde
Innlegg: 46
Skráður: 22.des 2013, 11:49
Fullt nafn: Martin Sunde
Bíltegund: Hilux 3,0 38"

Re: 35" hækkun Hilux

Postfrá Sunde » 26.des 2014, 18:34

Hi

In Norway prevented both 35 "and 37" hilux without moving suspension from frame

on a 35 "car raised Suspension with 40mm and the rest cut

on a 37 "car raised Suspension with 40 mm and 20 mm body lift rest cut.

this way there is no room for more and run a 10 "rim and 12.5 tires with this setup.

I recommend and change to better springs and spindles


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir