I4 2L-T diesel turbo

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Fetzer » 22.des 2010, 22:15

Sælir

er með 2LT turbo

getur eitthver snillingur hérna sagt mér hverning þessi mótor á að haga sér í lausagangi.. varðandi hitan.. á hann bara að hitna undir álagi

Takk


Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá ellisnorra » 22.des 2010, 22:22

Hann er skítkaldur hjá mér og hitnar ekki alveg meira að segja ef ég starta köldum og læt ganga.
http://www.jeppafelgur.is/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá birgthor » 23.des 2010, 01:32

Er þá ekki eitthvað að vatnslásunum hjá ykkur?
Á hann ekki að sjá til þess að það verði engin hringrás á vatninu fyrr en við ákveðið hitastig?
Kveðja, Birgir

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Polarbear » 23.des 2010, 10:15

ég var með svona mótor í bíl og hann gekk alltaf ískaldan lausagang. líka á sumrin.

það er ekkert að vatnslásnum, ég tékkaði á mínum lás á sínum tíma og þetta er bara staðreynd, þeir ná ekki að halda vinnuhita ef þeir ganga lausagang. Hvað þá ef þú ert með inniviftuna stillta á heitt og lætur hana blása eitthvað. mér var yfirleitt kalt í þessum bíl í jeppaferðum á veturna :)

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Fetzer » 26.des 2010, 11:58

er buninn að heyra fullt af þessum vélum.. allir segja það sama.. kælir sig á lausaganginum, en er fljótur að hita sig á keyrslu, en ég t.d lét hann ganga lausagang i 30 mín eftir keyrslu.. þá varð hann strax kaldur aftur.. svolitið pirrandi.. kannski hefur þetta eitthvað að segja því það er búið að stækka intercoolerinn til muna
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Hjörvar Orri » 26.des 2010, 14:13

En Lalli þér af öllum kalt, bróðir þinn sagði að það væri eins og að sitja inní ískáp eftir að þú settir 4.0 l. vélina í húddið.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Sævar Örn » 26.des 2010, 14:34

Hvernig væri að prufa að setja gardínu fyrir vatnskassann og hafa hana barkatengda inní bíl?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá ellisnorra » 26.des 2010, 16:00

Intercooler, stór, lítill eða enginn skiptir engu máli í þessu. Hann hefur ekkert loft til að kæla nema þegar túrbínan blæs því til hans, undir álagi.

Vatnskassagardína ætti heldur ekki að skipta máli, sé vatnslásinn að virka eins og hann á að gera, en gæti þó hjálpað ögn til... En ég held að það eigi ekki að skipta máli. Lítið mál að athuga með því að renna pappaspjaldi fyrir framan kassann til tilraunar.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Sævar Örn » 26.des 2010, 16:22

Kannski ekki en ert væntanlega eldsnöggur að fá hita í hann með því að loka fyrir kassann og láta hann ganga aðeins hraðar en hægagang, því þá gerir viftan ekki neitt gagn, en hún er auðvitað alltaf að kæla vatnskassann niður í ekki neitt í hægagangi og vatnið fer ískalt inná vélina að neðan og nær mögulega ekki að hitna almennilega á leiðinni upp að vatnslás þannig að vatnslásinn er svona hálf opinn og vatnið bara volgt. Þeir gera þetta á bílunum í norður kanada þar eru þeir með gardínur fyrir vatnskössunum og sumir setja handstýrða vatnslása (rafmagns eitthvað)

mjög algengt í trukkunum líka "Mæli með að horfa á þætti sem heita Ice Road Truckers þeir eru lúmskt skemmtilegir".
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Startarinn » 26.des 2010, 17:51

Ég er nokkuð viss um að í "Ice Road truckers" er málið að passa að vatnskassarnir kólni ekki of mikið svo kælivatnið frjósi ekki, þeir eru jú í -30°C og jafnvel meira. Svo vilja þeir líka minnka loftflæðið kringum vélina sjálfa, það eru settir dúkar undir vélina líka og gírkassann

Hvernig eru vatnslásarnir í þessum vélum?
Er lítið gat framhjá til að halda smá streymi?
Það var svoleiðis í Nissan Laurel sem ég átti, það væri hugsanlegt að minnka gatið með því að sjóða punkt í það (án þess að loka alveg) og sjá hvort vélin kólni síður, ég man að minn bíll hitnaði varla í hægagangi, en náði þó að halda hitanum þegar hann var kominn upp, nema í sérstaklega slæmum veðrum.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Drengur
Innlegg: 20
Skráður: 13.jan 2011, 00:16
Fullt nafn: Árni Þór Björnsson

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Drengur » 25.jan 2011, 16:55

Þegar bíllinn er kyrrstæður þá skiptir engu máli hvort það sé gardína fyrir framan vatnskassan eða ekki, ég mundi prófa að aftengja bara viftuna og sjá hvernig hann hagar sér þá.

Kv. Árni

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá ellisnorra » 25.jan 2011, 19:08

Drengur wrote:Þegar bíllinn er kyrrstæður þá skiptir engu máli hvort það sé gardína fyrir framan vatnskassan eða ekki, ég mundi prófa að aftengja bara viftuna og sjá hvernig hann hagar sér þá.

Kv. Árni


Það skiptir ekki máli nei ef viftan er ekki með.

En original er reimdrifin vifta með sílikonkúplingu þannig að það fer alltaf talsvert loft í gegnum vatnskassann, þó það sé ekki feikna rok.
http://www.jeppafelgur.is/


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá birgthor » 25.jan 2011, 22:34

Ég er ný búinn að eiga Izusu Crew Cap 3,1dísel og það var svipað, hann hitnaði ekkert að ráði fyrr en farið var að keyra.
Þar var hinsvegar barki eins og er í Hilux sem er með takka á endanum og þar er hægt að opna fyrir olíuflæði.
Handolíugjöfina má svo nota til þess að halda bílnum á smá snúning og vola bíllinn ætti ekki að kólna.

Kv. Biggi
Kveðja, Birgir


naffok
Innlegg: 76
Skráður: 02.feb 2010, 18:02
Fullt nafn: Bergur Guðnason

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá naffok » 25.jan 2011, 22:39

Þetta er bara svipað og með 12HT vélina í Cruisernum hjá mér, hún heldur ekki hita í hægagangi ef það er kalt í veðri. Á vatnslásnum í honum er framhjáhlaupsgat lítið en sennilega nóg samt. Þetta segja þeir í toyota að sé eðlilegt og að þetta lagist ekkert þó ég fengi mér heitari vatnslás, hann er 88c og ég var að hugsa um 90 - 92c en er hættur við það. Fæ mér bara olíufýringu við tækifæri
Kv Beggi

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Fetzer » 05.des 2011, 21:30

jæja.. hverning er þetta kulda vesen hja ykkur að virka nuna i frostinu, eg keyri upp i sumarbústað án þess að miðstöðin hitni, kemur smá velgja i hana bara, vélin er ekkert að fara ofar en 50c á langkeyrslu, er með nyjan vatnslás og sé ekkert framjáhlaupsgat, bara ótrúlegt að þetta getur staðist á þessum vélum! að þessir 5 litrar skulu ekki bara drullast til að hitna :)

.. mer fynnst hann vera að eyða svona 4 litrum meira en venjulega a þessari kulda keyrslu!
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá ellisnorra » 05.des 2011, 22:38

Já ég tók eftir þessu í dag hvað hitamælirinn var svakalega neðarlega, var búinn að gleyma þessari umræðu og farinn að hugsa um að fá mér nýjan vatnslás :) Og eyðsla hefur líka aukist það mikið að ég sé muninn ef ég horfi í ekna km per tank og ber við olíumælinn...
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Fetzer » 06.des 2011, 01:09

smá leiðinlegt, spurning að græja velarvatnshitara eins og er i common rail cruser
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Kiddi » 06.des 2011, 01:28

Í Noregi er algengt að sjá bíla með pappaspjald fyrir vatnskassanum þegar frostið er hvað mest!

User avatar

Höfundur þráðar
Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: I4 2L-T diesel turbo

Postfrá Fetzer » 30.des 2011, 01:03

Sælir, skipti um pakningu á vatnslásnum.. semsagt gúmmí hringinn, og bíllinn er eins og nýr, hitnar mjög vel og heldur betur hitanum, var með of litla pakningu, sennilega eitthvað gamalt fúsk
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir