LC 90 vaggar á vegi


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 16.maí 2014, 10:03

Góðan dag,

Er með 35" breyttan Lc 90. Hann vaggar óþægilega mikið að aftan. Þetta gerist annars vegar á litlum hraða þegar stýrinu er snúið hratt borða á milli. Þá heldur bíllinn áfram að vagga að aftan. Hins vegar á um 100 km hraða þá fer bíllinn sjálfur af stað. Tilfinningin er eins og hann sé að skoppa á milli samsláttapúða.

Fóðringar eru nýjar í stífum og ballance stöng
Dekkin eru ný
Hann liggur ekki á samsláttapúðum

Grunar ykkur Gvend?

BO




solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá solemio » 16.maí 2014, 11:02

Ónýtir demparar

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá Startarinn » 16.maí 2014, 17:10

demparar
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá villi58 » 16.maí 2014, 18:11

Demparar.


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 17.maí 2014, 00:20

Takk,

Ég var að fiska eftir þessu svari, án þess þó að gefa það upp. Dempararnir eru nýlegir. Getur þetta gerst ef þeir eru of stuttir?

BO

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá svarti sambo » 17.maí 2014, 00:47

Er hann með þessari rafmagns-fjöðrun ( loftpúðafjöðrun ), s.s. hægt að stilla á milli sport stillingu og fl. Ef svo er þá myndi ég giska á skynjara eða farinn í sundur þráður fyrir þetta dót.. Veit um einn sem lenti í svipuðu dæmi og hann varð hálf sjóveikur í bílnum. Svo er líka spurning hvort að stífleikinn í gormunum sé farinn. Eða bara búinn að sprengja nýlegu fínu demparana á einhverri hraðahindrun, út af t.d. slöppum gormum.
Of hlaðin og demparalaus kerra, hagar sér eins.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 19.maí 2014, 11:14

svarti sambo wrote:Er hann með þessari rafmagns-fjöðrun ( loftpúðafjöðrun ), s.s. hægt að stilla á milli sport stillingu og fl. Ef svo er þá myndi ég giska á skynjara eða farinn í sundur þráður fyrir þetta dót.. Veit um einn sem lenti í svipuðu dæmi og hann varð hálf sjóveikur í bílnum. Svo er líka spurning hvort að stífleikinn í gormunum sé farinn. Eða bara búinn að sprengja nýlegu fínu demparana á einhverri hraðahindrun, út af t.d. slöppum gormum.
Of hlaðin og demparalaus kerra, hagar sér eins.


Engin rafmagnsfjöðrun. Hvaða dempara eru menn að setja í þessa standard 35" breytingu?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá Sævar Örn » 19.maí 2014, 11:20

bjornod wrote:Takk,

Ég var að fiska eftir þessu svari, án þess þó að gefa það upp. Dempararnir eru nýlegir. Getur þetta gerst ef þeir eru of stuttir?

BO



Getur verið loft á þeim?
oft þarf að ýta þeim saman nokkrum sinnum eftir að þeir hafa legið láréttir í búðarhillum einhvern tíma.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 27.maí 2014, 22:23

Eru einhverjir sem geta deilt reynslu hvað varðar kaupu, kjör og gæði dempara í svona bíl? Þ.e að aftan í 35" breyttan LC90.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá svarti sambo » 28.maí 2014, 00:36

Þekki þetta ekki sjálfur, hvað er best í þennan bíl, en kíktu á þennan þráð: ome-koni-....
Fer það á þrjóskunni


Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá Siggi_F » 30.maí 2014, 13:15

Ég keypti í fyrra dempara að aftan að mig minnir í N1 frekar en AB. Þetta eru demparar í orginal bíl þannig að það þurfti að lengja þá.
Þeir eru mjög mjúkir, eiginlega of mjúkir og ekki laust við að ég kannist við vagg. Þeir eru mýkri en þessir haugryðguðu og lúnu sem ég tók úr.
Ég hugsa að ef ég kaupi nýja þá verði það OME, þeir eru amk til í réttri lengd og stífari.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 30.maí 2014, 16:20

Ég lenti í því gagnstæða....dempararnir sem voru í þegar ég keypti bílinn voru hálf fastir. Svo þegar ég tók þá úr voru þetta þessir fínu KONI demparar, en fávitinn sem setti þá í hafði stillt þá á stífustu stillingu. Annar var meira að segja fastur á stífasta þannig að ég gat ekki mýkt hann upp. Bíllinn keyrði sig niður á ójöfnum og endaði á samsláttarpúðunum, hökti svo á vegi eins og flexitorakerra.
Þeir enduðu í hillunni og ódýrt par frá Poulsen fór undir. Kannski fæ ég Koni snillingana í Bílanaust til að losa upp þennan fasta og set þetta undir eitthvað sniðugt(mögulega aftur undir bílinn) seinna.

kv
Grímur


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 30.maí 2014, 16:26

Og já....ég blóta ekki oft TOYOTA, en að skipta um þessa fjandans dempara í ó-boddíhækkuðum 90 cruiser er slétt ömurlegt. Algerlega glatað að komast að rónni ofan á demparanum....


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá Izan » 30.maí 2014, 17:07

Sælir.

Ég blóta Toyota aftur á móti mjög oft en það breytir ekki því að mér finnst að þú ættir ekki að láta Koni demparana liggja of lengi inn í hillu heldur fá þá í lag og nota þá, það eru alvöru demparar.

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 30.maí 2014, 17:47

grimur wrote:Og já....ég blóta ekki oft TOYOTA, en að skipta um þessa fjandans dempara í ó-boddíhækkuðum 90 cruiser er slétt ömurlegt. Algerlega glatað að komast að rónni ofan á demparanum....


Grímur,

Hvernig er bíllinn þinn breyttur (dekkjastærð)
Hvaða dempara fékstu hjá polsen (saman sundur)
Hvert var verðið?

Takk,

Björn

P.s góður dósabor bjargar mörgu


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 30.maí 2014, 19:54

Ég man nú ekki saman/sundur slagið, allavega eitthvað styttri en 4Runner demparar sem ég átti annars hefði ég sett þá undir, bíllinn er alveg óbreyttur.

Ég varð svo fúll yfir þessum Koni dempurum, þarf smá tíma til að taka þá í sátt :-)

Poulsen demparana fékk ég örugglega fyrir innan við 20.000 kall parið, líklega nær 16.000, einhvert noname merki sem ég man ekki. Þeir virka bara fínt á vegi, allavega er bíllinn allt annar og steinliggur. Á eftir að koma í ljós hvernig þetta virkar með fellihýsið í eftirdragi.

Dósabor já, mér datt það bara ekki í hug, en það geri ég klárlega næst, það er alger pína að komast að þessu!

kv
G


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá sukkaturbo » 30.maí 2014, 20:56

Sælir félagar er ekki hægt að losa efri festinguna þar sem pinnin gengur upp úr á þessum 90 Cruser bílum. Það er allavega hægt í 80 Cruser tveir eða þrír boltar með lykilstærð 12mm sem halda festingunni og þá er hægt að komast að róni.Ég bara spyr þekki ekki 90 Cruserinn kveðja Guðni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 31.maí 2014, 00:44

Neibb. Þetta er minnir mig ein risa gormaskál soðin föst í grindina. Safnar skít ofan á sig og er bara fyrir mjög smáar hendur en jötunsterkar að fást við þetta þarna ofan á. Kemst ekki einusinni toppur ofaná, rörtöng eða opinn lykill er málið.
Alveg merkilegt dæmi. Líklega hefur einhver nemi verið settur í að klína dempurunum í þegar þetta var hannað...


BragiGG
Innlegg: 157
Skráður: 29.maí 2010, 16:43
Fullt nafn: Bragi Geirdal Guðfinnsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá BragiGG » 31.maí 2014, 18:49

Tekur svona dempara úr á 5 mínótum með gastækjum ;)

en lengdir þú nýju demparana?
1988 Toyota Hilux


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 01.jún 2014, 02:25

Ég veit allt um það, alinn upp með gastæki við hendina.
En nú er það þannig að það er varla nema fyrir auðkýfinga að koma.sér upp nothæfum gastækjum í skúrinn...
Þannig að maður verður að bjarga sér án þeirrar snilldar.
Koni dempararnir hefðu líka farið beint í tunnuna ef rauði lykillinn hefði verið brúkaður í þetta ;-)


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 01.jún 2014, 02:28

Og já., nei ég lengdi þá ekki. Veit ekki hvað er langt í að þeir berji saman í fullu samslagi þannig að ég var ekkert að því. 4Runner demparar eru aðeins lengri en með eins festingar. Upplagt að nota þá þegar síkkað er í þessu en þá verður að passa að setja undir samsláttarpúðana.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá sukkaturbo » 01.jún 2014, 08:12

grimur wrote:Neibb. Þetta er minnir mig ein risa gormaskál soðin föst í grindina. Safnar skít ofan á sig og er bara fyrir mjög smáar hendur en jötunsterkar að fást við þetta þarna ofan á. Kemst ekki einusinni toppur ofaná, rörtöng eða opinn lykill er málið.
Alveg merkilegt dæmi. Líklega hefur einhver nemi verið settur í að klína dempurunum í þegar þetta var hannað...


Andskotinn en þá er bara að breita þessu ætti ekki að vera mikið mál og svo að laga þetta vagg í bílnum.Þetta er varla dempara mál þetta vagg það er eitthvað annað finnst mér. Komdu með hann norður við skulum skoða þetta fyrir þig og það kostar ekki neitt kveðja guðni


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 05.jún 2014, 23:57

Lausnin er svosem ekki borðliggjandi. Dempararnir sem eru undir honum eru original hydrolic demparar. Þeir eru stífir inn og út og ekki greinilega bilaðir. Vaggið gefur það þó í skyn.

Nýjir original 11Þ stk + lenging.
Koni 27Þ stk.

Eru koni þess virði? Lendi ég í sama vagginu með nýjum original?


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá villi58 » 06.jún 2014, 11:08

Oft byrja þeir að bila með smá slagi inn og út, fyrst rétt finnanlegt svo eykst það með tímanum.
Þetta er sem þarf að athuga, ekki nóg að þeir séu jafn stífir þegar maður dregur þá út og inn, svokallað dauðaslag.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá svarti sambo » 06.jún 2014, 12:56

Fór allt í einu að spá í það, hvort að dekkin gætu verið vírslitin. Veit ekki hvort að það geti lýst sér svona.
Fer það á þrjóskunni


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá grimur » 06.jún 2014, 21:38

Holy Moly.
Var ég að taka 54.000 kall af dempurum undan og setja í hilluna afþví að einhver fæðingarhálfviti stillti þá vitlaust?
Hahaha! Það er eiginlega alveg brilliant.
Svo átti ég par af KONI undan 4Runner líka sem voru of langir, þeir eru núna samhliða hinum í hillunni.
Þetta verður fínt undir einhverja kerru. Hehehe. Sjáum til.

kv
Grímur


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá Navigatoramadeus » 06.jún 2014, 21:40

svarti sambo wrote:Fór allt í einu að spá í það, hvort að dekkin gætu verið vírslitin. Veit ekki hvort að það geti lýst sér svona.


varla, ef dekk vírslitnar kemur á það kast sem er oft hægt að ballansera út en mismýktin í dekkinu (vír-ekki vír) kemur samt fram og ef er slæmt titrar hjólið í akstri (því það er jú ekki alveg hringlaga) og á það til að sem kallast "wandering" eða rása eftir hjólförum því dekkið verður misstíft í bananum.

getur séð þetta bæði á dekkjaverkstæði eða lyft bílnum og keyrt "í loftinu" og þá sérðu það nokkuð greinilega á misjöfnum hreyfingum dekksins.


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 09.jún 2014, 12:46

Prófaði glænýja Koni dempara í réttri lengd. Vaggið heldur áfram.

Nýjir linkar í jafnvægisstönginni.

Ekkert að sjá á framdempurum en þeir eru næstir í röðinni.

Dekkin virðast í lagi, en stefni í að prófa önnur dekk líka.

Engin titringur, óhljóð eða högg fylgja þessu.
Síðast breytt af bjornod þann 10.jún 2014, 00:16, breytt 1 sinni samtals.


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá haffij » 09.jún 2014, 22:16

Ef það er búið að skoða það helsta í fjöðrununinni mætti kannski skoða hvort boddýið sè nokkuð laust à grindinni.


veddi.
Innlegg: 24
Skráður: 04.apr 2012, 22:43
Fullt nafn: Viðar Vilhjálmsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá veddi. » 17.jún 2014, 01:01

Jafnvægisstöng brotin eða búið að setja aðra lina eða gúmmý ónýtt í þverstífu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá olei » 17.jún 2014, 01:08

Átta mig ekki á því hvernig bíll getur vaggað "að aftan" en kannski er ég að misskilja lýsinguna. Hélt að slík vandamál fylgdu báðum endum á farartækinu.
Þar sem þessi bíll er að öllum líkindum umtalsvert þyngri að framan er líklegt að vandinn sé jafnt þar sem að aftan - ef ekki ennfremur.


ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá ulfr » 17.jún 2014, 11:35

er bíllinn að vagga til hliðar, eða er þetta bara "upp / niður" hreyfing sitt á hvað á milli hægri og vinstri?

Eg myndi fara vel yfir allar fóðringar í stífum og þverstífunni.

Ef þverstífan er slitin þá gengur hásingin til hægri og vinstri og eðlilega býr til einhverskonar vagg.

Við gætum líka verið að glíma við eigintíðnarvandamál á dekkjunum, þá byrja þau að "hoppa" létt og það hegðar sér sem vagg. Ertu búinn að prófa að víxla fram og afturdekkjum?


Höfundur þráðar
bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: LC 90 vaggar á vegi

Postfrá bjornod » 26.jún 2014, 23:25

Málið var leyst með stífum og nýjum gormum ;) Svo virðist sem bíllinn hafi skoppað á milli samsláttapúða.

Takk fyrir allar kenningar!


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 5 gestir