4Runner og sumir XC (Kannski bara SR5?) voru með plastbox fyrir 4" hátalarana undir mælaborðinu. Þau aðskildu hljóðbylgjurnar sem komu framan úr og aftan úr hátalaranum svo þær voru ekki að cancela hvor aðra og svo kom bassinn aftan frá sekúndubroti seinna svo það virtist vera meiri bassi.


Best væri að hljóðeinangra framhurðar með tjörumottum eða öðru sem bætir massa við panelana og ekki væri verra að gera hurðina að boxi fyrir 6,5" eða 8" midbass driver. Hurðin dugar fyrir midbass driver þar sem flestir eru "free air" og þurfa ekki alveg þétt box eins og bassakeilur. Þétt hurð gefur þéttari og skýrari bassa úr hátölurunum, og minnkar eða eyðir frethljóði sem vill stundum koma. Hægt er að loka götun um í innri panelnum með tjörumottum eða með blikki og kítti. Pointið er að gera hurðina þéttari, svo loftþrýstingurinn í hurðinni komi sem minnst inni í bíl. Það bætir bassann og minnkar veghljóð, það munar mikið um þessar þunnu hurðar í veghljóðinu. Þegar hljóðbylgjurnar framan frá og aftan frá hátalarnum mætast cancela þær oft hvor aðra, þá kemur dauður blettur í hljóminn. Þetta er hægt að prufa með að hlusta á hátalara sem er haldið í lausu lofti og að setja hann svo í hurðaspjald eða skotthillu, mikill munur.

Tweeterar á gluggapóstunum sem vísa að höfði bílstjóra (Eða inn í miðjan bíl ef menn eru ekki eins eigingjarnir og ég. :D), eða á mælaborði sem vísa upp að framrúðu skila háu tónunum betur en tweeter sem þarf að senda hljóðið í sköflungana eða kálfana á mönnum. Hver bíll er svo mismunandi svo gott er að prufa staðsetningu tweeteranna áður en maður festir þá alveg, nokkrar gráður í einhverja átt breyta miklu. Háu tónarnir eru viðkvæmari fyrir þessu en bassinn, maður finnur meira fyrir bassanum, en maður getur oftast heyrt hvar tweeterarnir eru, hversu hátt þeir eru og hversu langt er á milli þeirra.
Hátalarar aftur í skipta minna máli en hátalarar frammí, í raun þarftu ekki afturhátalara ef þú ert með nógu góða hátalara frammí. Það væri þá ekki nema til að bæta við bassann, sem er óþarft ef hátalararnir frammí eru nógu góðir, og oftast er það spurning um að þeir séu nógu vel settir í. Þú getur verið með bestu hátalara í heimi en þeir virka ekki neitt ef þeir eru illa settir í bílinn.
Svo er hægt að fá þunnar keilur sem passa bakvið aftursætið, lokuð box taka minna pláss en portuð og hljóma betur að mínu mati, aðeins minni hávaði en á móti kemur að bassinn er þéttari og tónarnir skýrari. Portað box gefur meiri hávaða og hægt er að tjúna það fyrir ákveða tíðni, þannig að oft er hægt að fá sem mest út úr 20Hz bassanum. Portað er fyrir þá sem vilja heilmikið búmm og lokað fyrir þá sem vilja skýrann og þéttann bassa.
Þetta er eflaust meira en þráðarhöfundur að hugsa um að gera, en gagnast kannski öðrum í svipuðum pælingum.