Síða 1 af 1

Hátalarar í hilux

Posted: 22.nóv 2013, 20:16
frá totih
Sælir, er með 1992 hilux. Í bílnum eru 2 10" hátalarar undir mælaborðinu. Engir hátalarar eru í hurðaspjöldunum, hvorki frammí né afturí. Setti tvo nýja í áðan og hljómgæðin eru ennþá vægast sagt hræðileg.
Nú spyr ég, er þetta bara minn bíll sem er svona illa búinn eða virkilega engir af þessum bílum með plássi fyrir hátalara í hurðaspjöldum?
Ef svo er, hvar hafa menn verið að troða þessu helst?

Kv. Þórir

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 22.nóv 2013, 20:56
frá Stebbi
Þú ert væntanlega að tala um 10cm hátalara eða 4" og nei það er ekki gert ráð fyrir því að það sé almennt hægt að hlusta á útvarp í Hilux. Stóri dósaborinn og stingsögin er vinur þinn.

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 22.nóv 2013, 23:15
frá draugsii
Ég setti 6x9" hátalara í afturhurðirnar hjá mér fórnarkostnaðurinn við það er að það er ekki hægt að skrúfa rúðurnar niður nema til hálfs
svo seti ég 6.5" hátalara í frammhurðirnar þurfti að setja upphækkun undir þá til að geta skrúfað niður rúður
magnari á bak við aftursætið og málið dautt

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 22.nóv 2013, 23:46
frá Startarinn
totih wrote: Setti tvo nýja í áðan og hljómgæðin eru ennþá vægast sagt hræðileg.
Kv. Þórir


Ertu ekki bara með hátala sem þurfa bakþrýsting sem er ástæðan fyrir ömurlegu hljómgæðunum þar sem allt er opið á bakvið þá?

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 23.nóv 2013, 01:09
frá Stebbi
Mjög hæpið að fá eitthvað sánd út úr 4" hátölurum einum saman og sérstaklega þegar þeir snúa nánast niður. 13 eða 17cm hátalarar í allar hurðir og nettur bassi undir aftursætið og þá er hægt að halda party.

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 23.nóv 2013, 02:12
frá totih
Startarinn wrote:
totih wrote: Setti tvo nýja í áðan og hljómgæðin eru ennþá vægast sagt hræðileg.
Kv. Þórir


Ertu ekki bara með hátala sem þurfa bakþrýsting sem er ástæðan fyrir ömurlegu hljómgæðunum þar sem allt er opið á bakvið þá?


Veistu, það gæti vel verið ástæðan.
Þetta eru smælkin sem, í bjartsýniskasti, fóru í áðan,
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Biltae ... arar_(10cm)__2stk.ecp?detail=true

Alveg magnað að það séu ekki til hurðaspjöld sem gera ráð fyrir hátölurum. En þá hefur maður allavega eitthvað að gera

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 23.nóv 2013, 02:14
frá totih
Ég byrjaði að skipta út hátalaranum bílstjóramegin, og orginal hátalarinn var sá allra aumingjalegasti sem ég hef séð. Hann á þó ekki séns í þann sem var farþegamegin en þar var búið að mixa í tölvuhátalara, svipaðan þessum, http://static.ddmcdn.com/gif/old-computer-arcade-3.jpg

Fannst það mjög fyndið

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 23.nóv 2013, 06:52
frá Haukur litli
4Runner og sumir XC (Kannski bara SR5?) voru með plastbox fyrir 4" hátalarana undir mælaborðinu. Þau aðskildu hljóðbylgjurnar sem komu framan úr og aftan úr hátalaranum svo þær voru ekki að cancela hvor aðra og svo kom bassinn aftan frá sekúndubroti seinna svo það virtist vera meiri bassi.

Image
Image

Best væri að hljóðeinangra framhurðar með tjörumottum eða öðru sem bætir massa við panelana og ekki væri verra að gera hurðina að boxi fyrir 6,5" eða 8" midbass driver. Hurðin dugar fyrir midbass driver þar sem flestir eru "free air" og þurfa ekki alveg þétt box eins og bassakeilur. Þétt hurð gefur þéttari og skýrari bassa úr hátölurunum, og minnkar eða eyðir frethljóði sem vill stundum koma. Hægt er að loka götun um í innri panelnum með tjörumottum eða með blikki og kítti. Pointið er að gera hurðina þéttari, svo loftþrýstingurinn í hurðinni komi sem minnst inni í bíl. Það bætir bassann og minnkar veghljóð, það munar mikið um þessar þunnu hurðar í veghljóðinu. Þegar hljóðbylgjurnar framan frá og aftan frá hátalarnum mætast cancela þær oft hvor aðra, þá kemur dauður blettur í hljóminn. Þetta er hægt að prufa með að hlusta á hátalara sem er haldið í lausu lofti og að setja hann svo í hurðaspjald eða skotthillu, mikill munur.

Image

Tweeterar á gluggapóstunum sem vísa að höfði bílstjóra (Eða inn í miðjan bíl ef menn eru ekki eins eigingjarnir og ég. :D), eða á mælaborði sem vísa upp að framrúðu skila háu tónunum betur en tweeter sem þarf að senda hljóðið í sköflungana eða kálfana á mönnum. Hver bíll er svo mismunandi svo gott er að prufa staðsetningu tweeteranna áður en maður festir þá alveg, nokkrar gráður í einhverja átt breyta miklu. Háu tónarnir eru viðkvæmari fyrir þessu en bassinn, maður finnur meira fyrir bassanum, en maður getur oftast heyrt hvar tweeterarnir eru, hversu hátt þeir eru og hversu langt er á milli þeirra.

Hátalarar aftur í skipta minna máli en hátalarar frammí, í raun þarftu ekki afturhátalara ef þú ert með nógu góða hátalara frammí. Það væri þá ekki nema til að bæta við bassann, sem er óþarft ef hátalararnir frammí eru nógu góðir, og oftast er það spurning um að þeir séu nógu vel settir í. Þú getur verið með bestu hátalara í heimi en þeir virka ekki neitt ef þeir eru illa settir í bílinn.

Svo er hægt að fá þunnar keilur sem passa bakvið aftursætið, lokuð box taka minna pláss en portuð og hljóma betur að mínu mati, aðeins minni hávaði en á móti kemur að bassinn er þéttari og tónarnir skýrari. Portað box gefur meiri hávaða og hægt er að tjúna það fyrir ákveða tíðni, þannig að oft er hægt að fá sem mest út úr 20Hz bassanum. Portað er fyrir þá sem vilja heilmikið búmm og lokað fyrir þá sem vilja skýrann og þéttann bassa.

Þetta er eflaust meira en þráðarhöfundur að hugsa um að gera, en gagnast kannski öðrum í svipuðum pælingum.

Re: Hátalarar í hilux

Posted: 23.nóv 2013, 16:42
frá sukkaturbo
þetta er svona hjá stráknum mínum..
ágætis geislaspilara, orgnial Hátlara og bassakeilu í aftursætinu er að virka flott.

Image
Image
kv.guðni