Síða 1 af 1
mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 19.nóv 2013, 21:42
frá Hrannifox
Sælir spjallverjar mér vantar að komast í reynslubankan hjá ykkur, eins fá kannski reynslusögur
ætla mér að fara með hann í söluskoðun hjá artic trucks
mér stendur til boða 60 krúser sem er 44'' breyttur 81 módelið
hann er með 4.2 turbo mótor
Er eitthvað sérstakt sem ég á að skoða?
Eitthvað varðandi breytinguna sjálfa?
hvernig er kramið í þessum bílum mótor, hásingar og kassar
hvernig er að fá varahluti í þessa bíla, get ég labbað inni umboðið eða er það bara ebay?
á eftir að skoða boddy vél og grindina það er það sem skiftir mig mestu máli, er ekki mesti snillingur í boddy vinnu en á góða að
kramið hef ég minni áhyggjur af, hef meira vit á því en boddy vinnuni
endilega látið bara allt flakka sem ykkur dettur í hug um þessa bíla kosti og galla
Með bestu kveðju, Hrannar
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 19.nóv 2013, 22:16
frá Heiðar Brodda
sæll spurning um að skoða boddýið þar sem hásingafærslan var framkvæmd og skoða grind þar sem hásingin var og er ef það er hásinga færsla einnig í kringum brettakanta svo og hjólaskálar aftan kv Heiðar Brodda
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 19.nóv 2013, 22:25
frá Magni
Ég átti svona jeppa einu sinni. Þetta eru tuddar. Virka mjög vel. Ekkert alltof þungir en þrælsterkir.
Kramið er allt mjög gott. Veikasti hlekkurinn er ytri öxlarnir að framan en ef þú ert á 44DC þá ætti það að vera í lagi. það er mjög gott ef það er búið að styrkja liðhúsin að framan.
Ef hann er mjög hár þá er nauðsynlegt að hafa tvöfaldann lið í framskaftinu.
Ryð í body eru þessir týpisku toyota staðir, neðst í hurðunum, sílsum og kringum öftustu hliðarrúðu.
Toyota á að geta pantað allt sem þig vantar í þessa bíla, þeir eru einnig mjög vinsælir í ameríku því ætti að vera hægt að panta í þá þar.
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 19.nóv 2013, 22:40
frá bjornod
Í fyrsta lagi, þá myndi ég athuga hvort ekki sé um að ræða 4.0 mótor í bílnum. Ef svo er hvort það er 12-HT mótor eða 2-H með síðarmeir Turbo.
Hér er reyndar sama pæling:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=29&t=20765&p=116586&hilit=60+cruiser#p115975
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 19.nóv 2013, 23:08
frá Magni
60 cruiserinn kom bara með 4.0l vél. Með og án turbo. Það er algengur misskilningur að hann hafi komið með 4.2l
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 19.nóv 2013, 23:33
frá Svopni
Fljótlegasta aðferðin til að greina vélina er að sjá hvort hún er með glóðarkertum (2-H) eða "brauðrist" á soggrein (12-ht).
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 20.nóv 2013, 00:03
frá birgiring
Vélargerðin sést auðveldlega á því að 2H vélin er með rúnnuðu ventlaloki og spíssar og glóðarkerti hægra megin á vélinni. Ef sett er túrbína á 2H vélina má búast við að stimplar gefi sig.Að vísu eftir allnokkurn akstur,hjá mér ca.80-90000 km en þá fóru þeir verklega og einn stimplaði sig út.
12HT vélin er með kantaðra ventlalok sem hækkar upp að aftan.Orginal liggja tvö sver loftrör (að og frá túrbínunni) yfir ventlalokið. Á sumum þessara véla kemur mikið slit í raufina fyrir efsta stimpilhringinn og ef ekki er skipt um stimpla í tíma,þá getur efsti hringurinn brotnað og
jafnvel rifið cylinderinn. Tikk ekki ósvipað ventlatikki getur heyrst ef hringirnir eru orðnir rúmir.
Tiltölulega auðvelt er að skipta um eða skoða stimpla, með vélina í bílnum.
Grind í svona gömlum bíl þarf að skoða mjög vandlega,sérstaklega þar sem hún hækkar á móts við afturhjólin.
Einnig er ryð neðst í hurðum og afturhlera algengt.
Ef 81 bíll er á orginal hásingum þá eru þær ekki með fullfljótandi öxlum,sem ég tel galla og hefur verið sagt að það hafi ekki komið vel út.
En gott eintak af svona bíl er sterkt og einfalt í viðhaldi.Hægt að gera við með venjulegum
verkfærum.
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 20.nóv 2013, 00:16
frá HaffiTopp
..
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 20.nóv 2013, 21:34
frá Hrannifox
ég þakka fyrir góð comment greinilega aðeins meira að athuga en ég bjóst við en grind og boddy er efst á listanum.
ber að forðast eitthvað af þessum móturum??
Kv, Hrannar
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 21.nóv 2013, 00:06
frá einsik
Passaðu þig á að skoða grindina mjög vel. Bankaðu vel í hana, sérstaklega að innanverðu fyrir aftan miðjann bíl.
Ég á einn svona sem að virtist bara vera með smá krabba í grindinni en svo í ryðbætingunni birtist mjög mikið sem mér hafði yfirsést þegar ég kaupi hann.
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 21.nóv 2013, 04:02
frá stebbi1
Mig minnir að ég hafi heyrt að grindinn sé tvöföld þarna aftast á kafla og þar á milli geti farið að ryðga.
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 21.nóv 2013, 18:29
frá einsik
Það passar, frá miðjum bíl og aftur að hásingu.
Re: mér vantar smá ráð sambandi við kaup á 60 krúser
Posted: 21.nóv 2013, 20:09
frá Hrannifox
Oki takk æðislega fyrir þetta strákar, auðvita er svoldil áhætta á að kaupa svona gamlan bíl.
þannig maður þarf að hafa augun vél opinn ef maður ætlar ekki að láta taka sig að aftan alveg ó smurt
Er ekki að segja af núverandi eigandi sé eitthvað vafasamur þarf ekki að vera að hann viti endilega um eitthvað svona, bara svo það sé á hreinu og einginn að miskilja
Kv, Hrannar