Síða 1 af 1

Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 13:10
frá kubburnr1
Góðan daginn mig langaði að ath hvað menn segja um drifgetu breyttra tacomu hef heyrt að þær séu ekki mikið að drífa er það satt??? þá er ég að tala um 38" breytta tacomur

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 13:12
frá Óskar - Einfari
Toyotur drífa bara ekkert yfir höfuð.... ofmetið japanskt drasl!

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 16:06
frá bjarni95
Óskar - Einfari wrote:Toyotur drífa bara ekkert yfir höfuð.... ofmetið japanskt drasl!


Skynjar maður einhvern biturleika hjá þér?

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 16:13
frá Svenni30
Afhverju ætti tacoma ekki að drífa ?

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 16:41
frá Wrangler Ultimate
Allir bílar drífa bara svo vel sem viðmiðið er.....

38 tacoma drífurmjög vel miðað við 38" hestaford...

38 tacoma drífur mjög illa miðað við 54" hestaford...

38 tacoma drífur ekki eins vel og 38 willys...

Semsagt drífur 38 tacoma mjög vel og mjög illa og ágætlega...

kv
Gunnar

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 17:10
frá eyberg
Wrangler Ultimate wrote:Allir bílar drífa bara svo vel sem viðmiðið er.....

38 tacoma drífurmjög vel miðað við 38" hestaford...

38 tacoma drífur mjög illa miðað við 54" hestaford...

38 tacoma drífur ekki eins vel og 38 willys...

Semsagt drífur 38 tacoma mjög vel og mjög illa og ágætlega...

kv
Gunnar


Er ekki líka spurning hvort sá sem keyrir kann að keyra viðkomand bíl eða ekki :-)

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 19:00
frá Brynjarp
Wrangler Ultimate wrote:Allir bílar drífa bara svo vel sem viðmiðið er.....

38 tacoma drífurmjög vel miðað við 38" hestaford...

38 tacoma drífur mjög illa miðað við 54" hestaford...

38 tacoma drífur ekki eins vel og 38 willys...

Semsagt drífur 38 tacoma mjög vel og mjög illa og ágætlega...

kv
Gunnar


svo fer nú eftir því bara hversu langur milli hjóla bilinn er og hversu góð þyngdadreifingin er. Tacoma stendur sig prýðilega þar. Alla vega flestar 38 tacomur sem ég hef séð. Og svo er auðvita spunring hversu hægt hann kemst, hvort bílinn sé á orginal hlutföllum., eða 4:88 eða 5,29 eða 5,71. Svo líka hvernig dekkjum hann er á. til dæmis At dekkjum og Mtz. Það getur rosalega margt spilað inní drifgetu bílsins.

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 19:03
frá Óskar - Einfari
bjarni95 wrote:
Óskar - Einfari wrote:Toyotur drífa bara ekkert yfir höfuð.... ofmetið japanskt drasl!


Skynjar maður einhvern biturleika hjá þér?



naa... ekki er ég nú bitur, þetta var bara smá kaldhæðni og mér fannst ég bara að svara í takt við spurninguna. Ég er ekki alveg viss hvort að spurningin er alvara eða tröllun.... :)

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 22:43
frá smaris
Mér hefur nú oftast sýnst meiri munur á drifgetu ökumanna en ökutækja.

Re: Drifgeta TOYOTU TACOMU

Posted: 23.júl 2013, 22:49
frá Magni
smaris wrote:Mér hefur nú oftast sýnst meiri munur á drifgetu ökumanna en ökutækja.


Sammála. Ökumaður ca 70%