Síða 1 af 1
LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 13.jún 2013, 23:45
frá kubburnr1
Ég er að spá i að fá mér jeppa í veiði og ferðamennsku.. Og ég er búinn að vera spá í LC 80 á 44" eða fá mér hilux með nýju vélinni 38" hvort bíllinn er sterkari og hvernig eru þessi bílar að koma út breyttir???
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 00:32
frá Stebbi
Gjörólíkir bílar en miðað 2007 Hilux á 38" þá færðu 10 árum eldri LC80 á 44". Persónulega tæki ég hiluxinn afþví hann er yngri.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 01:27
frá -Hjalti-
2007 Hilux Með frammhásingu klárlega
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 01:36
frá Hfsd037
Ég myndi ekki hika við 2007 Hiluxinn, miklu liprari og þæginlegri bíll í akstri, drífa slatta og eyða litlu, svo lýta þeir líka vel út.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 10:01
frá Tómas Þröstur
Suma bíla má ekki halla á og er flest allt fyrirgefið svo ég þori varla að minnast á hjóllegur að aftan - spíssa og spyrnur að framan !
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 10:55
frá kubburnr1
Tómas Þröstur wrote:Suma bíla má ekki halla á og er flest allt fyrirgefið svo ég þori varla að minnast á hjóllegur að aftan - spíssa og spyrnur að framan !
Þú ert sem sagt að tala um hilux ???? :)
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 11:28
frá Óskar - Einfari
Þetta eru frekar ólíkir bílar eins og komið hefur framm. Persónulega valdi ég Hilux til að einmitt geta verið með allt draslið í pallinum án þess að hlusta á glamrið í því. Maður þarf ekkert að vera sorry yfir því þótt að pallurinn verði sóðalegur eftir veiðiferðir, maður stingur bara bílakústinum eða háþrístidælunni inn í pall líka.
Spíssarnir í 3.0 common rail vélunum er ekkert til að hafa áhyggjur af í dag, þetta er innköllunarmál og er gert við í ábyrgð. Minn 2007 Hilux var m.a. hjá Toyota á mánudeginum út af þessari innköllun.
Spindilarmana þarf bara að styrkja einusinni og ef þetta er ekki bílskúrsbreyttur bíll er líklega búið að því nú þegar.
Fyrir 2009 eru afturhjólalegurnar hundleiðinlegar undir Hilux sem eru með stærri en 35" dekk! Það er til einhver lausn/breyting á því í dag hjá AT. Þeir hafa græjað einhverja milliplötu þannig að það er hægt að nota 2009 legur, leguhús og öxla!
LC80 eru náttúrulega þrautreyndir og traustir bílar en þeir eru síður en svo gallalausir, ekkert frekar en aðrir samskonar jeppar. Þótt ég gæti stundum alveg hugsað mér að prófa að eiga slíkan bíl þá get ég ekki talað af eigin reynslu um þessa bíla.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 14:50
frá xenon
15-20 ára bílar verða seint gallalausir en þetta er ekki auðvelt val báðir bílar hafa sínt sig og sannað við krefjandi aðstæður hér heima og erlendis afhverju sagðiru ekki frekar lc 80 og cherokee þá hefði maður ekkert þurft að hugsa sig um
Kv 80 cruiser eigandinn
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 16:46
frá kubburnr1
Hvaða galla og veikleika hefur LC80 ??
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 14.jún 2013, 23:03
frá 66kall
sæll einfari, ég sé að þú talar um styrkingu á spindlum, ég er einmitt með 38" bílskúrsbreittan hilux 2007 sem ég er nýlega búinn að kaupa, er þetta eitthvað sem þarf að gera fyrir fjallaferðir og hvað er þetta mikið mál ? kv jón hjaltalin.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 15.jún 2013, 13:57
frá jeepcj7
Lc 80 er fínn bíll að mörgu leiti en ekki gallalaus frekar en aðrir slappir rúðuupphalarar frekar lítið framdrif.framhjólalegur tæpar, og ýmislegt annað sem hægt er að tína til ef eigendurnir þora.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 15.jún 2013, 19:02
frá s.f
það er frekar vitlaust að ætla að bera saman hilux 2007 og lc80 ólíkir bílar með öllu þetta er einsog að bera saman patrol og
nissan x-trail
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 16.jún 2013, 15:28
frá kubburnr1
Það er enginn að bera neitt saman ég er bara að reyna fá kosti og galla þessara bíla... langar mikið í báða en ég hef heyrt að drif og öxlar séu bara drasl í Hilux... Og langar að heyra frá mönnum sem eiga svona bíla hvað er að bila og skemmast í þeim þá það vilji ALDREI neinn viðurkenna neitt í þessum málum sem er alveg óþolandi...
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 16.jún 2013, 19:02
frá Stebbi
Ég er nokkuð öruggur um að sá sem sagði þér að drifbúnaðurinn í Hilux væri algjört drasl hafi verið með hausinn lengst upp í staðnum sem sólin skín ekki. Þetta er kanski ekki sterkasti drifbúnaður í heimi en hann er langt frá því að vera eitthvað rusl.
Keyptu þennan 2007 hilux frekar en einhvern eldgamlan Land Cruiser sem á ekkert nema viðhaldið og ryðbætur eftir í lífinu.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 17.jún 2013, 17:41
frá villi58
kubburnr1 wrote:Það er enginn að bera neitt saman ég er bara að reyna fá kosti og galla þessara bíla... langar mikið í báða en ég hef heyrt að drif og öxlar séu bara drasl í Hilux... Og langar að heyra frá mönnum sem eiga svona bíla hvað er að bila og skemmast í þeim þá það vilji ALDREI neinn viðurkenna neitt í þessum málum sem er alveg óþolandi...
Ég er með 23 ára Hilux"90.árgerðina en það er nú ekki alveg sama og 2007 árgerðin, öxlar aftan og framan ekkert gerst, þarf að vísu að passa uppá afturhjólalegur. Enginn öxull farið, 3 stk. hjöruliðskrossar upphaflegir, búinn að skipta um drifskaftupphengju eftir 18. ár, sömu hjólalegur að framan, sömu dragliðir, ekkert hreyft við spindlum, sömu stýrisendar, búinn að skipta um bremsuklossa og borða fyrir c.a. 6. árum. Einu sinni skipt um kúplingu og það var þegar ég túrbovæddi, ekki skipt um eða gert við kassa,búinn að skipta um hlutföll og setti loftlæsingar fyrir 13. árum og svona get ég talið áfram, ekki slæmt þetta enda bestu bílar í heimi.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 17.jún 2013, 19:02
frá #802
-Hjalti- wrote:2007 Hilux Með frammhásingu klárlega
Þetta þarftu nú að rökstyðja eitthvað.
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 17.jún 2013, 20:26
frá Óskar - Einfari
66kall wrote:sæll einfari, ég sé að þú talar um styrkingu á spindlum, ég er einmitt með 38" bílskúrsbreittan hilux 2007 sem ég er nýlega búinn að kaupa, er þetta eitthvað sem þarf að gera fyrir fjallaferðir og hvað er þetta mikið mál ? kv jón hjaltalin.
Sæll Jón, Afsakaðu hvað ég svara seint, hef ekki verið í bænum síðan á föstudag. Það er armur sem er á milli efri og neðri spyrnu (kallast spindilarmur) sem þarf að styrkja í þessum bílum. Það sem að gerist er að hann bognar þannig að bíll verður útskeifur. Þú ræður hvort að þú ferð í fyrirbyggjandi aðgerð og lætur styrkja armana núna eða þú bíður þar til að þeir eru orðnir bognir og þú neiðist til að rífa þá úr. Mig minnir að þetta sé úr pottstáli þannig að varðandi styrkinguna sjálfa mæli ég með því að þú talir við snillingana í Arctic Trucks. Hvenær þeir bogna fer bara eftir notkuninni á bílnum, en þeir munu bogna!
Svona lýtur þessi armur út:


Lengst til hægri á myndinni
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 17.jún 2013, 20:48
frá Óskar - Einfari
kubburnr1 wrote:Það er enginn að bera neitt saman ég er bara að reyna fá kosti og galla þessara bíla... langar mikið í báða en ég hef heyrt að drif og öxlar séu bara drasl í Hilux... Og langar að heyra frá mönnum sem eiga svona bíla hvað er að bila og skemmast í þeim þá það vilji ALDREI neinn viðurkenna neitt í þessum málum sem er alveg óþolandi...
Ég kom nú með smá innlegg fyrir þig hérna fyrir ofan. Ég hef ekki farið huldu höfðu með þau vandamál sem hafa komið upp í mínum bíl en ég er sennilega líka búinn að koma í vegfyrir þau öll. Það er ekkert leyndarmál að mér finnst afturhásingin vera illa hönnuð/gölluð í Hilux sem eru frammleiddir á bilinu 2005-2009 og þá sérstaklega í 3.0 D4-D bílnum. Vandamálið við þessa hásingu 2005-2009 eru afturhjólalegurnar og síðan drifið sjálft. Drifið er svona á þolmörkum fyrir 38" dekk, sennilega er 1:4,56 hlutfallið skárra heldur en 1:4,88 en hjólalegurnar eru alltof veikar. Toyota náttúrulega viðurkenndi það aldrei að legurnar væru veikar heldur bara setti stærri legu þegjandi og hljóðalaust í "facelift" bílnum sem kom 2009. Ég lét skera hásinguna í burtu, setti í staðin afturhásingu úr 20 ára gömlum patrol og hef síðan ekkert þurft að gera nema að skitpa um gallaða öxulpakkdós.
Gangi þér vel að fá einhvern til að tala um 80 cruiserinn... það er nefnilega oft eins og þú segir að menn eru þöglir sem gröfin þegar að það kemur að því að tala um veikleika í jeppanum sínum :)
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 17.jún 2013, 21:22
frá 66kall
Óskar - Einfari wrote:66kall wrote:sæll einfari, ég sé að þú talar um styrkingu á spindlum, ég er einmitt með 38" bílskúrsbreittan hilux 2007 sem ég er nýlega búinn að kaupa, er þetta eitthvað sem þarf að gera fyrir fjallaferðir og hvað er þetta mikið mál ? kv jón hjaltalin.
Sæll Jón, Afsakaðu hvað ég svara seint, hef ekki verið í bænum síðan á föstudag. Það er armur sem er á milli efri og neðri spyrnu (kallast spindilarmur) sem þarf að styrkja í þessum bílum. Það sem að gerist er að hann bognar þannig að bíll verður útskeifur. Þú ræður hvort að þú ferð í fyrirbyggjandi aðgerð og lætur styrkja armana núna eða þú bíður þar til að þeir eru orðnir bognir og þú neiðist til að rífa þá úr. Mig minnir að þetta sé úr pottstáli þannig að varðandi styrkinguna sjálfa mæli ég með því að þú talir við snillingana í Arctic Trucks. Hvenær þeir bogna fer bara eftir notkuninni á bílnum, en þeir munu bogna!
Svona lýtur þessi armur út:


Lengst til hægri á myndinni
Re: LC 80 vs. Hilux 2007
Posted: 17.jún 2013, 21:25
frá 66kall
gott að vita þetta, fer pottþétt í fyrirbyggjandi styrkingu. takk fyrir.