Framdrif í LC 90


Höfundur þráðar
Polarbjörn
Innlegg: 11
Skráður: 20.júl 2012, 13:39
Fullt nafn: Sigurður Freyr Kristinsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Ísafjörður

Framdrif í LC 90

Postfrá Polarbjörn » 17.maí 2013, 23:09

Sælir félagar

Ég fékk þá flugu í hausinn hvort væri hægt að setja 8" IFS framdrif með rafmagslæsingu frá toyota í LC90 klafabíl í staðinn fyrir 7,5" IFS framdrifið sem er orginal. Og hvernig sú aðgerð yrði framkvæmd, er þetta til "plug n play" eða erum við að tala um sérsmiði í kringum þetta, eru orginal 7,5" öxlarnir notaðir?
Þetta er búið að vera brjótast um í hausnum á mér og gott væri að geta fengið smá umræðu um þessa hugmydn.

8" IFS drifið kemur meðal annars í '03+ 4runner, '04+ Tacoma, FJ Cruiser, '05-07 Tundra




Cruser
Innlegg: 156
Skráður: 29.mar 2010, 17:05
Fullt nafn: Bjarki Logason

Re: Framdrif í LC 90

Postfrá Cruser » 18.maí 2013, 00:16

Sælir
Hefur þetta verið gert? Hef allavega ekki heyrt það. En af hverju að gera þetta?
Eftir að ég setti læsingu í 7, 5 drifið brotnaði þetta aldrei. Svo er framdrifið í nýrri bílnum
8, 2 tommur.
Kv Bjarki
Kv
Bjarki


Höfundur þráðar
Polarbjörn
Innlegg: 11
Skráður: 20.júl 2012, 13:39
Fullt nafn: Sigurður Freyr Kristinsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Ísafjörður

Re: Framdrif í LC 90

Postfrá Polarbjörn » 20.maí 2013, 13:36

Þetta hefur verið framkvæmd sjá hér að neðan.
http://toyotasurf.asn.au/forum/viewtopic.php?t=19571&postdays=0&postorder=asc&highlight=supralux&start=0

Reyndar er þetta ekki eins og ég hafði hugsað en með þessari útfærslu ertu kominn með 8" framdrif sem er fyrir miðjum bílnum í stað 7,5" drifsins sem er bílstjórameginn og það eru engin rör fyrir öxlana heldur boltast þeir beint á drifið.(Auðveld að skipta um bortin öxull, og báðir öxlarnir jafnstórir). Með því minnkar gráðan á öxulinn út við hjólin þegar bíllinn fjaðrar og gæti gefið meiri svigrúm til fjöðrunar. Í staðinn breytist afstaðan á drifskaftinu.

Ástæða þess að þessi hugmynd kom fram er vegna þess að hér eru þrír LC 90 38" breyttir með mismiklum aukabúnaði minn er t.d. ólæstur að framan og hafði hugsað mér að fara sömu leið í þessum efnum eins og flestir að frá ARB loftlæsingun að framan. Einn af þessum LC bílum er með læsingu að framan en er að spá í að fá sér rör að framan vegna drifgetu og áræðanleika. Og þá fóru hjólin að snúast ef þetta snýst um drifgetu og áreiðanleika hvort ekki væri hægt að betrumbæta þetta framdrif með einhverjum öðrum hætti en með röravæðingu.

Svo þarf einnig að horfa á dæmið þannig hver er kostnaðurinn hver er ávinningurinn og hvað situr eftir.

Með kveðju
Sigurður


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir