Olíuþrýstings mælir í 2.4 bensín vél


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Olíuþrýstings mælir í 2.4 bensín vél

Postfrá Gunnar00 » 16.maí 2013, 17:44

Sælir,

þannig er mál með vexti að olíuþrýstingsmælirinn hjá mér geyspaði allt í einu golunni og er alltaf í lægstu stöðu.
ég hugsa að það sé sendirinn fyrir mælinn sem er ónýtur og kostar nýr hjá umboði 10.500 kr eða einhvað þar um.

er ekki einhver hérna sem á svona unit fyrir einhvað minna. eða hvað er til ráða?

p.s. veit að það er þrýstingur á olíunni.

og set mynd af því sem ég tel vera sökudólginn.

Image



User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Olíuþrýstings mælir í 2.4 bensín vél

Postfrá hobo » 16.maí 2013, 17:55

Ég á svona 2,4 vél sem liggur undir feldi í skúrnum. Ég skal bara skoða smurpunginn og láta þig vita á eftir.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Olíuþrýstings mælir í 2.4 bensín vél

Postfrá StefánDal » 16.maí 2013, 18:05

Plöggið sem fer á punginn getur orðið mjög skítugt og tærist auðveldlega ef gúmmísokkurinn er ekki á sínum stað. Þú ert kannski búinn að hreinsa þetta upp til að skoða en það er það sem ég myndi skoða fyrst.
Hef lent í því á þessum mótor tvisvar allavegana.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir