Síða 1 af 1

Hilux máttlaus við inngjöf

Posted: 22.aug 2010, 23:00
frá Breki
Sælir

Ég er með 92 módel af hilux með 2.4 bensín vél með flækjum.
Nýlega fór hann að taka upp á því að vera með smá vesen sem lýsir sér þannig að þegar að hann er búinn að hita sig aðeins en hefur samt ekki náð fullum hita, þá er eins og hann koki við inngjöf.
Það er sama hvaða kúnstir ég geri, þó ég sé kominn á góða ferð og gef allt í botn að þá er eins og það dragi niður í honum og ég get ekki haldið hraða.
Þegar að hann hefur náð eðlilegum vinnsluhita þá er eins og vandinn hverfi og hann angrar mig ekkert eftir það.

Nýlega er búið að skipta um kerti og loftsíu.

Hefur einhver lent í svipuðu eða veit hvað gæti verið að angra lúxann ?

Re: Hilux máttlaus við inngjöf

Posted: 23.aug 2010, 04:43
frá Óskar - Einfari
Er búið að athuga/skipta um bensínsíuna sem er uppvið vélina. Minnir að það hafi verið vandamálið í mínum gamla Hilux þegar hann lét svona...

Re: Hilux máttlaus við inngjöf

Posted: 23.aug 2010, 22:42
frá birgthor
það sem mér dettur í hug er bensín sía og eða loftflæði sensor.

Kv. Biggi