Síða 1 af 1

þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 20:21
frá Heiðar Brodda
sælir getiði sagt mér hvað 2,4d 90-91 mótor er þungur kv Heiðar Brodda

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 20:34
frá Gunnar00
man ekki nákvæmlega en minnir að hann sé á milli 200-250 kg.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 22:15
frá villi58
Ég nenni ekki að hlaupa út í skúr en þeir eru skráðir 1800 og eitthvað, held tæp 1900 kg.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 22:21
frá Svenni30
Það er heldur þungur mótor Villi

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 22:32
frá villi58
Svenni30 wrote:Það er heldur þungur mótor Villi

Þú ert skepna svenni lést mig hlaupa út í bíl.
Minn bíll er 2000 kg.eftir breytingaskoðun á 38". en mynnir að hann hafi verið skráður nýr tæp 1900 kg.
Finn þig í fjöru skrattinn þinn,allur snjóugur.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 22:40
frá LFS
Heiðar Brodda wrote:sælir getiði sagt mér hvað 2,4d 90-91 mótor er þungur kv Heiðar Brodda

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 22:55
frá StefánDal
250kg

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 09.apr 2013, 23:41
frá villi58
Hélt að væri verið að spyrja um þyngd á bílnum, allt á tæru núna.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 10.apr 2013, 16:37
frá lecter
2 tonn helviti er þetta þúngt sama og full smiðaður 44" v8 scout langur traveler með trukka boxi ,,,á stal felgum spil bitum aftan framan sýristjakk ég hefði ekki trúað þessu

i hverju liggur þessi kg ,,,margir tala um að allt sé svo létt i þessum bil það er greinilega ekki

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 10.apr 2013, 17:34
frá villi58
lecter wrote:2 tonn helviti er þetta þúngt sama og full smiðaður 44" v8 scout langur traveler með trukka boxi ,,,á stal felgum spil bitum aftan framan sýristjakk ég hefði ekki trúað þessu

i hverju liggur þessi kg ,,,margir tala um að allt sé svo létt i þessum bil það er greinilega ekki

Það liggur í þessu mikið að eðalstáli sem er vanfundið í USA

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 10.apr 2013, 17:41
frá bragig
Það má reikna með 250 kg á 2.4D túrbólausum. Varðandi heildarþyngd á Hilux þá á ég einn Extracab dísel sem er breitingaskoðaður á 38" og skráður 1760kg. Orginal skráður 1590kg ef ég man rétt.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 10.apr 2013, 17:46
frá lecter
ja ég setti þetta svona fram til að kalla á umræðu ég á hilux 85 og 4 runner 92 lika en ekki vanmeta gömlu usa jálkana þeir voru ekki svo þungir ,,,,

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 10.apr 2013, 19:10
frá -Hjalti-
lecter wrote:ja ég setti þetta svona fram til að kalla á umræðu ég á hilux 85 og 4 runner 92 lika en ekki vanmeta gömlu usa jálkana þeir voru ekki svo þungir ,,,,


Scout er líka mjög lítil bíll , eflaust minni en hilux. Flestir þessir gömlu Amerísku trukkar eru um og yfir 2500kg óbreyttir meðan Hilux er um 1700 - 1900kg óbreyttur

Sést kanski best hérna.

Image

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 12.apr 2013, 00:51
frá Valdi B
bara svona til að vera með þá er minn doublecap hilux skráður 2020 kg breytingaskoðaður á 38" með extracap palli

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 12.apr 2013, 17:02
frá lecter
ja Ramcarger ert 2225kg og 2300kg þá bara á 35"

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 12.apr 2013, 20:24
frá StefánDal
Það var samt verið að spyrja um þyngd á 2L mótornum ;)

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 12.apr 2013, 21:08
frá nobrks
250-280kg

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 12.apr 2013, 22:42
frá lecter
ha ha afsakið hvað eru menn þá að bulla um bila hér ég las bara ekki efst um hvað þetta var

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 00:23
frá Ágúst83
sælir er þessi motor ekki rétt undir 200 kg?

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 00:38
frá StefánDal
Ágúst83 wrote:sælir er þessi motor ekki rétt undir 200 kg?


Nei. Þeir eru í kringum 250kg. 2.4 bensín mótorinn er hinsvegar undir 200kg.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 00:44
frá villi58
Það þarf að fara lyfta einum svona í skúrnum svo þetta verði ekki endalausar getgátur, vonlaust að halda svona áfram.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 03:34
frá Valdi B
mér skilst að þeir séu 586 kg án hedds og samt bara 3 cyllendra og allt úr áli

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 09:51
frá Stebbi
valdibenz wrote:mér skilst að þeir séu 586 kg án hedds og samt bara 3 cyllendra og allt úr áli


Stundum er betra að fara bara að sofa og hætta að pósta.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 18:03
frá Ágúst83
StefánDal wrote:
Ágúst83 wrote:sælir er þessi motor ekki rétt undir 200 kg?


Nei. Þeir eru í kringum 250kg. 2.4 bensín mótorinn er hinsvegar undir 200kg.


Ertu búinn að vigta hann

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 14.apr 2013, 18:08
frá villi58
Ágúst83 wrote:
StefánDal wrote:
Ágúst83 wrote:sælir er þessi motor ekki rétt undir 200 kg?


Nei. Þeir eru í kringum 250kg. 2.4 bensín mótorinn er hinsvegar undir 200kg.


Ertu búinn að vigta hann

Vantar bara vigtina til að klára málið, en tók á heddi í dag og ég held að það sé ekki léttara en 40 kg. þá kæmi mér ekkert á óvart að svona mótor sé nærri 300 kg.

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 25.okt 2015, 18:14
frá sukkaturbo
Sælir félagar þegar ég smiðaði Bellu þá vigtaði ég 2,4 2-lt motorinn með kössum og olía á öllu 340kg.svo það sé á hreinu hér er mynd af þessu kveðja guðni

Re: þyngd á 2,4d Toyota

Posted: 29.okt 2015, 01:14
frá grimur
Meira svona 335+ myndi eg nu lesa af þessari vog. Það eru amk 10kg fra 300kg og aftur i null.