Inniljósavandræði í 80 krúser

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Inniljósavandræði í 80 krúser

Postfrá Polarbear » 14.feb 2013, 00:32

Ég er með 80 krúser með leiðindar inniljósavesen. Það lýsir sér þannig að á meðan bíllinn er í gangi (sviss á ON) þá virka inniljósin óaðfinnanlega, kvikna og slökkna með hurðunum séu þau stillt á door, og hægt að kveikja með því að setja á "ON".

en um leið og ég drep á bílnum (set á acc eða off) þá hætta ljósin algerlega að virka. eru steindauð.... s.s. bæði korta-ljósið og dome-ljósið.

öll öryggi í lagi, bæði í húddinu og undir stýrinu. hvað í fjandanum getur þetta verið?


einhver sem hefur lent í þessuu?



User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Inniljósavandræði í 80 krúser

Postfrá Hfsd037 » 14.feb 2013, 01:04

Hljómar eins og inniljósin séu tengd inn á svissinn, þau ættu í raun að vera tengd við sístraum.
lítið mál að laga
leiðslunar frá inniljósinu liggja niður frá miðljósinu í toppnum og eru feldar í gluggabitann sem er vinstra megin við framrúðuna og þaðan inn í mælaborð..
ég mundi rífa listann sem hylur bitann frá og athuga litakóðana á vírunum sem liggja þar niður í mælaborðið, fara svo undir mælaborðið og athuga hvort þú finnir þessa víra og checka á hvort það sé búið að eiga eitthvað við þessa víra
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: Inniljósavandræði í 80 krúser

Postfrá kjartanbj » 14.feb 2013, 01:56

örugglega búið að eiga við þetta eitthvað , það var búið að því á hilux sem ég átti, virkuðu ekkert loftljósin fyrr en ég tengdi þau upp á nýtt
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Inniljósavandræði í 80 krúser

Postfrá Polarbear » 14.feb 2013, 09:01

takk fyrir frábær svör, ég fer í að skoða þetta undir eins.

en hversvegna í ósköpunum ættu menn að vera að fikta í þessu?


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Inniljósavandræði í 80 krúser

Postfrá Oskar K » 14.feb 2013, 17:34

Polarbear wrote:takk fyrir frábær svör, ég fer í að skoða þetta undir eins.

en hversvegna í ósköpunum ættu menn að vera að fikta í þessu?


kannski einhver sem var búinn að gera bílinn rafmagnslausann nokkrumsinnum með því að gleyma þessu á ?
1992 MMC Pajero SWB


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 3 gestir