Síða 1 af 1
Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 06.feb 2013, 15:59
frá Phantom
Það fóru skyndilega ljós að loga í mælaborðinu hjá mér, sjá mynd.
Kannast einhver við þetta, hvað gæti verið að?
Þetta er LC90 1997

Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 06.feb 2013, 16:15
frá villi58
Prufaðu að tappa undan hráolíusíuni
Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 06.feb 2013, 17:16
frá Stebbi
Ef að þetta kom allt á þá er næst að skoða alternatorinn.
Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 06.feb 2013, 18:17
frá sukkaturbo
Sæll sammála Svopna altenator athugaðu main öryggið kveðja guðni
Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 06.feb 2013, 22:55
frá Bergthor93
ég hef verið að fá sömuljós í mælaborðið hjá mér þegar ég set afturlásinn á,Hann er að leiða út spurning hvort það hafi einhvað með það að gera hjá þér ?
Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 06.feb 2013, 23:19
frá sukkaturbo
Sæll ég var með ljósasjóv í dollunni minni um daginn það loguðu ljós í mælaborðinu eftir að ég svissaði af bílnum. Tók úr öryggin eitt og eitt og endaði á öryggi sem var fyrir sætis hitara og þá fóru ljósin úr mælaborðiniu prufaðu þetta kveðja guðni
Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 07.feb 2013, 19:53
frá Phantom
Þetta reyndist vera + tengið í alternatorinn. Vírinn var farinn í sundur.
Re: Vandræði - ljós loga í mælaborði - hvað er að?
Posted: 28.feb 2013, 11:13
frá kjartanbj
minn gerði þetta upp í Setri í vetur þegar ég startaði honum í gang í 10-15stiga frosti , loguðu öll ljós í mælaborðinu og eitthvað, húddið var pakkað af snjó , þau fóru svo bara þegar hann hafði náð að bræða af sér mesta snjóin og var búin að ganga í 20 mínútur