Síða 1 af 2

Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 26.júl 2010, 09:13
frá Óskar - Einfari
Sælir félagar.

Mig langar gjarnan að heyra frá ykkur sem eigið eða háfið átt svona bíla árg 2005 og yngri hvernig ending og bílanatíðni hefur verið miðað við aldur og akstur. Er sérstaklega að leytast eftir svörum frá þeim sem eru með Hilux 3.0 D4-D en hitt væri fróðlegt til samanburðar.

Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að telja upp það sem gert hefur verið við minn bíl... hann er komin með ferilskrá upp á 8 blaðsíður.. árg 07 ekin 85000 km.

Kv.
Óskar Andri

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 26.júl 2010, 09:15
frá Tómas Þröstur
Go for it kid...

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 26.júl 2010, 12:26
frá HaffiTopp
Óskar - Einfari wrote:Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að telja upp það sem gert hefur verið við minn bíl... hann er komin með ferilskrá upp á 8 blaðsíður.. árg 07 ekin 85000 km.


Nei hvað meinarðu? Þetta bilar aldrei, að sögn. Enda toyota. Láttu endilega vaða hingað inn hvað hefur verið gert svona mikið við bílinn ;)
Kv. Haffi

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 26.júl 2010, 19:46
frá Óskar - Einfari
hva ekkert? enginn? er þetta eitthvað alveg einsdæmi sem ég er að lenda í..... vona það allavega..

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 26.júl 2010, 22:51
frá ellisnorra
Ég er mikill toyota maður svo ég byrji nú á því, en því miður á ég ekki nýjan hilux, bara einn gamlan sem á eftir að ég held uþb 10þús km eftir til tunglsins. Endilega skelltu inn bilanasögunni, það er vitað mál að toyota umboðið er með einstakan hæfileika í að halda bilanasögum leyndum. Koddu með listann!

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 27.júl 2010, 07:42
frá Óskar - Einfari
get ekki sagt að þeir hafi eitthvað verið að leyna bilanasögunni, ég bað um að fá útprentaða ferilskránna hjá þeim og það var gert hiklaust. Þjónustan hjá þeim er frammúrskarandi og hef ég ekkert undan henni að hvarta.... en mér fallast orðið hendur hvað þessi bíll bilar mikið... kanski er þetta bara einsdæmi eða smámunasemi í mér... það virðist amk enginn ætla að koma með innlegg í umræðuna.

Allavega, bíllin er ekin 85000 km og kom á götum í ágúst 2007... þetta er í stuttu máli það sem er búið að skipta um frá upphafi
Hann er á afturhjólalegum númer 6 og 7
Báðir afturöxlar - talin vera valdur af hjólaleguvandamálinu
Bæði leguhúsin að aftan + allar pakkdósir og þéttihringir - talin vera valdur af afturhjólaleguvandamálinu
ABS hringur á afturöxli
Báðir spindilarmarnir
Stýrisvél og með henni stýrisendar
Balancestangarendar
Bremsuklossar
2x Hjöruliðskrossar við afturdrif
Öxulhosa + ytri öxull vinstramegin
Spíssar í vél
Fyrsta pallhúsið sem kom með honum var með dæld á toppnum, annað pallhúsið byrjaði að springa í kringum afturhleran, þriðja pallhúsið ekkert í frábæru ásigkomulagi
2x dælur fyrir rúðupiss
Þéttihringur í ARB læsinguna að aftan
Pinion brotnaði fyrir 2 vikum og var skipt um hann í síðustu viku....þannig að ég dag eftir 85k km er búið að skipta um allt í afturhásingunni nema læsinguna (ARB) og bremsuhluti
Það leið ekki að löngu þar til hann bilaði aftur, um helgina kom í ljós að dælan fyrir rúðupissið virkaði ekki og það er í þriðja sinn á þremur árum... það hefur semsagt verið skipt um hana tvisvar áður...... þetta er svosem smámál en what the fuck??? 3 rúðupissdælur...
Svo er svona eitt og annað smálegt... rúða losnaði úr brakketi, vantaði spennu í lokið fyrir áfyllingastútin þegar ég fékk hann nýjan, miðstöðin dó einusinni en lagaði sig síðan sjálf

Kv.
Óskar Andri

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 27.júl 2010, 10:36
frá ssjo
Sæll Óskar, þetta er ekki gott. Ég veit um tvo svona bíla, annar er 2007 og hinn 2008, báðir á 38". Sá eldri var kominn með slit í afturhjóllalegu eftir 65 þús. km og Toyota skipti um hana á sinn kostnað. Pakkdós í framhásingu fór að leka rétt eftir að hann kom á götuna og var talið að hún hefði skemmst í breytingaferlinu. Annað veit ég ekki um og hvað hinn bílinn varðar þá er hann búinn að vera í fínu lagi og sem betur fer ekkert bilað. Pallhúsið er frá SMM og langbogarnir eru úr áli. Málningin á endunum (festingunum ofan á toppinn) var orðin ónýt eftir árið og Toyota útvegaði nýja enda.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 27.júl 2010, 11:51
frá Óskar - Einfari
Þetta hefur allt verið viðgert í ábyrgð, það sem ég hef þurft að borga er styrking á spindilörmum, bremsuklossar (eðlilega), hjólastilling, ein öxulhosa sem ég gleymdi að telja með sem rifnaði út af ísmyndun, þéttihringir í loftlás og nýtt afturdrif.... burt séð frá því finnst mér þetta mikklar bilanir. Fyrstu afturhjólalegurnar fóru hjá mér í 36000 km og þær voru gjörónýtar. Pallhúsið er náttúrulega ekki Toyota vara en mér hefur ekki fundist þessi hús frá SMM vera neitt æðisleg.... tæring á toppbogum, óþétt, læsingarnar fara illa á stuttum tíma, sílender tærist á stuttum tíma ef hann er ekki smurður.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 27.júl 2010, 23:42
frá ellisnorra
Vá þetta er svakalegur listi, minn 91 módel, keyrður 360þús og fyrir utan breytingar í vélasalnum þá er ég búinn að skipta einusinni um hjólalegur að aftan og einn hjöruliðskross síðustu 110þús km.. og ég mætti alveg vera duglegri að smyrja í koppa og skipta um olíur á drifum og gírum...

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 28.júl 2010, 08:09
frá Óskar - Einfari
Ég átti einmitt 12 ára gamlan bensín Hilux á undan þessum.... hann var rocksolid....

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 28.júl 2010, 17:11
frá Kiddi
Getur hluti af þessu kannski verið af því að hann var framleiddur í Suður-Afríku? Ég hef heyrt að nýja boddýið af Hilux hafi verið framleitt þar en síðan hafi þeir hætt því...

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 28.júl 2010, 19:30
frá Einar
Samkvæmt Wikipedia.org er Hilux/Tacoma framleiddur á 6 stöðum í heiminum: Argentínu, Pakistan, tveimur stöðum í Tælandi, Suður-Afríku og Filipseyjum. Bílar seldir í Evrópu koma frá Tælandi nema þeir sem eru seldir á Íslandi, þeir koma frá Suður-Afríku. Hilux hefur ekki verið framleiddur í Japan síðan 2005 (sjötta kynslóð).
http://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_Hilux

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 28.júl 2010, 20:36
frá Fordinn
Þetta er eitthvað skrítið med hjólalegurnar..... það er eitthvað að þetta er ekki eðlilegt, svona til aðn nefna dæmisögu þá var ég med 99 árg af hilux á 38 og þurfti að skella 3 um hjólalegur á stuttum tíma, þá kom í ljós að bíllinn var aldrei med abs enn þeir voru alltaf að selja mér legu í abs bíl, á legunum var lítilsháttar munur sem varð til þess að þegar maður herti dótið á þá var allt fast og flott enn eftir smá keyrslu var allt farið að skrölta med tilheyrandi gleði eigandans.

Í sjalfur sér er listinn ekki hræðilegur ef ekki væri fyrir legu vandamalið og aukaverkanirnar af því, ég hef heyrt hryllingsogur af nissan navara sem var kominn med álika lista þannig að það er allt til í þessu.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 28.júl 2010, 23:18
frá Óskar - Einfari
Afturhjólalegurnar voru orðnar lausar á öxlunum og voru farnar að grafa sig í leguhúsin... það er talin vera valdur af leguvandamálinu og þessvegna var skipt um öxla, leguhús og aftur hjólalegur... kanski er þá leguvandamálið úr sögunni núna..... kanski eru allt hitt bara tilviljanir og ég bara svona óheppin.... allir sem ég tala við eru undrandi á þessu og hafa allt aðra sögu að segja af þessum bílum... en það þarf engan að undra að ég sé doldið kvektur því að ég er búinn að fara með bílin oftar í viðgerð til toyota það sem af er þessu ári heldur en bíllin fer í almenna smurningu á árs grundvelli...... og árið er ekki búið..... og bíllin rennur úr ábyrgð eftir 17 daga.... :)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 29.júl 2010, 00:17
frá Straumur
þetta toppar allt, alveg klárt, meira að segja Tacoma bilar ekki svona mikið.

er þetta ekki pjúra mánudagsbíll

selja þetta áður en ábyrgðin dettur út, þú getur framlengt hana hehe

Tacomu bilerí; 2006 ekinn 50 þúsund;

afturdrif,
afturdri,
afturdrif,
afturdrif,
aftudrif,
smíðað alvöru drif,
afturdrif til viðbótar og til friðs þangað til bíllinn er ónýtur
vesen með öndun á aukatank, framm í rauðann dauðann,
úrbræddur milligír,
vesen á mótor fyrir framdrif,
vesen á framlæsingu,
vesen með framlæsingu,
vesen með framlæsingu
gott ef ekki eitt frammdrif, minnir samt ekki
allavega eitt sett af spindilörmum, ef ekki fleirri
2 stk loftpúðar,
öxulhosur,
dekkjagangur
dekkjagangur
dekkjagangur
dekkjagangur
dekkjagangur
stýrismaskína og eitthvað fleirra
bogin afturhásing,
fastar bremsudælur,
frosin læsing á pallhúsi, svona 2000 þúsund sinnum

ATH, þessi listi er ekki tæmandi

Kv, Kristján
Sem þakkar fyrir góðann jeppaferil eftir svona lesningu

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 29.júl 2010, 00:26
frá Fordinn
Já þetta er ekki hressandi saga, vonum að legu vesenið hafi verið tilfallandi og það sé búið, þetta er svo dyrt þegar þetta fer að hrynja svona heila klabbið. Hræddur um að ég væri sjálfur orðin það kvekktur að madur væri buinn að selja..........


Annars hef ég ekki heyrt mikið harmakvein yfir hilux menn virðast vera sáttir við þessa bíla enda hrúga af þessu í umferð, klárlega eigulegasti bíllinn í sínum flokki.

ég veit um einn sem keypti sér nyja nissan navöru svo þegar listinn var orðin 3 blaðsíður af claim veseni fór hann med bilinn niðuri ingvar og sagðist ekki vilja eiga bíl med þessa vandamalasögu a bakinu..... allavega var hann kominn á nyjan svona bil stuttu seinna =)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 30.júl 2010, 07:58
frá Tómas Þröstur
Ef ég ætti bíllinn og ekki hefðu verið settar Timken eða SKF hjóllegur að aftan þá myndi ég prófa það. Ef það dugar ekki þá að fara úr 14" í 12" breiðar felgur - þar að segja ef 14" væri undir bílnum. Annars hljómar það ansi illa að legan skuli vera að mylja leguhús og öxla út frá sér.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 30.júl 2010, 17:05
frá Óskar - Einfari
Ég misreiknaði mig aðeins... hann keyrir í dag á afturhjólalegum númer 8 & 9..... ekki 6 & 7

Einhver er búinn að vera reyna að sannfæra mig um það að nýjustu Hiluxarnir (það kom "facelift" 2009) séu með sterkari afturhjólalegur.... veit ekki hvort þær séu bara sterkari eða hvort þær séu líka stærri....

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 31.júl 2010, 12:21
frá Kalli
er þá ekki málið að fara og fá sér annan nýlegri hjá Toyota umboðiðinu áður en ábyrðin rennur úr gildi.

kv. Kalli

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 31.júl 2010, 12:48
frá jeepson
Held a þú ættir að fá þér ameríst frekar en toyota.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 31.júl 2010, 16:24
frá Stebbi
jeepson wrote:Held a þú ættir að fá þér ameríst frekar en toyota.


Djöfull erum við að tala saman núna.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 31.júl 2010, 19:18
frá Einar
Stebbi wrote:
jeepson wrote:Held a þú ættir að fá þér ameríst frekar en toyota.


Djöfull erum við að tala saman núna.

Sérstaklega með það í huga að fæstir af "Japönsku" bílunum eru framleiddir í Japan núorðið. Stór hluti af Nissan koma t.d. frá Spáni eða Bretlandi og Toyotur frá Bretlandi eða "Guðmávitahvaðalandi"

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 31.júl 2010, 21:41
frá steinarxe
ööö já og hvernig er það með kana hræin,það stóð nú bara made in mexico á GMC druslu sem ég átti og enda var það nú ekki viskulegt tæki. Einu fordarnir sem hafa heppnast(að mínu mati;) voru búnir til í bretlandi og það voru dráttarvélar. Það eru því miður allir sennilega komnir með framleiðslu í einhverju svona ódýrt vinnuafl landi nema þýskararnir,og hana nú.Ég ætla nú bara að fylgja minni reynslu af þessum bílum áfram þrátt fyrir svona óskemmtilegar sögur.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 00:06
frá jeepson
steinarxe wrote:ööö já og hvernig er það með kana hræin,það stóð nú bara made in mexico á GMC druslu sem ég átti og enda var það nú ekki viskulegt tæki. Einu fordarnir sem hafa heppnast(að mínu mati;) voru búnir til í bretlandi og það voru dráttarvélar. Það eru því miður allir sennilega komnir með framleiðslu í einhverju svona ódýrt vinnuafl landi nema þýskararnir,og hana nú.Ég ætla nú bara að fylgja minni reynslu af þessum bílum áfram þrátt fyrir svona óskemmtilegar sögur.


Er nú sammála þér með gmc þar sem að ég stend fast á þeirri meiningu að gm hefur ekki geta framleitt almennilegan bíl síðan 1981 En ford hefur nú reynst mörgum vel. ég hef átt breskan eða þýskan ford , og það var nú meira draslið. En svo hef ég átt amerískan ford og var mjög ánægður með hann. Hef einnig góða reynslu af dodge og cherokee.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 00:26
frá Einar
steinarxe wrote:...Það eru því miður allir sennilega komnir með framleiðslu í einhverju svona ódýrt vinnuafl landi nema þýskararnir...

Veit ekki hvort Þjóðverjarnir eru nokkuð betri, seinast þegar ég vissi smíðuðu þeir hvorki "G" né "M" jeppana í þýskalandi. G-ið er framleitt í Austurríki og M-ið í Alabama í Ameríkuhreppi.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 10:29
frá Stebbi
Einar wrote:
steinarxe wrote:...Það eru því miður allir sennilega komnir með framleiðslu í einhverju svona ódýrt vinnuafl landi nema þýskararnir...

Veit ekki hvort Þjóðverjarnir eru nokkuð betri, seinast þegar ég vissi smíðuðu þeir hvorki "G" né "M" jeppana í þýskalandi. G-ið er framleitt í Austurríki og M-ið í Alabama í Ameríkuhreppi.


Og 190 bensinn var framleiddur í Tyrklandi, Sprinterinn á Spáni, Vörubílar og vörubílavélar í suður kóreu og svona má lengi telja.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 10:49
frá jeepson
Einar wrote:
steinarxe wrote:...Það eru því miður allir sennilega komnir með framleiðslu í einhverju svona ódýrt vinnuafl landi nema þýskararnir...

Veit ekki hvort Þjóðverjarnir eru nokkuð betri, seinast þegar ég vissi smíðuðu þeir hvorki "G" né "M" jeppana í þýskalandi. G-ið er framleitt í Austurríki og M-ið í Alabama í Ameríkuhreppi.


Sweet home Alabama :D

Er þetta ekki alt meir og minna framleitt útum allan heim. manni sýnist það á öllu. Væri nú gaman að vita hvort að súkkan mín sé framleiddí japan eða kanada. Sidekick er canada útgáfa af vitöru.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 12:05
frá steinarxe
nei,fjandinn þetta er rétt hjá ykkur.jæja höldum bara í gömlu druslurnar áframm,.etta er sennilega allt á leiðinni til fjandans:)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 16:06
frá Einar
Ef ég man rétt á að standa í skráningarskýrteini hvar bíllinn er framleiddur en það er ekki alltaf hægt að treysta því að það sé rétt skráð. Grand Cherokee-inn sem ég átti var sagður í skráningarskýrteini framleiddur í USA en það passaði ekki heldur var hann frá Austurríki.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 01.aug 2010, 19:14
frá Sævar Örn
Súkkan þín er samsett í Kanada gísli, örfáir sérinnfluttir bílar sem kallast Geo Tracker og eru með sama boddí og þinn bíll voru framleiddir í Kaliforníu ríki í bandaríkjunum.

Súkkur eru sumar framleiddar í japan, þó alls ekki allar, stutti bíllinn minn er japani og þekkist það einna helst á VIN kóðanum.

Súkkur sem heita Vitörur eða Santana eru Spænskar, Ítalskar, Indlenskar og sumar eru meira að segja þýskar og breskar.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 04.aug 2010, 08:29
frá Óskar - Einfari
Bíllin aðeins útskeifur að aftan.... hásing líklega bogin.... yndislegt líf....

Skv. arctictrucks er 2010 bíllin komin með bæði stærri og sterkari hjólalegur að aftan.... þeir ætla m.a. að setja þær legur í suðurskautsbílana... skilst að það sé hægt að breyta eða skipta um leguhúsið til að þær passi...

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 04.aug 2010, 20:52
frá Magnús Þór
Það var fenginn í vinnunni hjá mér svona 38" hilux síðasta sumar , það sem hefur borið á er að pallhúsið er hundleiðinlegt,,lekur með götunum sem boruð voru fyrir boganna,ekki gengið nægilega vel frá því, svo fóru pumpurnar í húsinu,þá voru fengnar nýjar sem eru töluvert öflugri og það liggur við að maður fljúgi til tunglsins ef þú passar þig ekki því pumpurnar þeyta hleranum upp á mettíma, nú,,,,,svo bilaði læsingin á húsinu líka, alltaf var þetta að opnast á ferð. (en eins og þú segir er það ekki toyotu vara)
bíllinn sjálfur,,,,eina sem hefur þannig séð bilað er að rúðan í bílstjórahurðinni fór að skrölta og á endanum var ekki hægt að skrúfa hana allveg niður og svo fór hún á ská niður og endalaust vesen.

En þessi bíll er nýrri en 05, man ekki allveg árgerðina samt.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 04.aug 2010, 22:51
frá Stebbi
Vá hvað ég er fegin að hafa rifið síðasta Hilux sem ég átti í staðin fyrir að halda áfram að gera við hann.

Og mikið er ég enþá fegnari að hafa ekki keypt annan síðan þá. :)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 19.aug 2011, 19:31
frá Óskar - Einfari
Komið rétt rúmt ár síðan ég startaði þessum þræði.... bíllin komin í 115þ km. Ákvað að ég væri bara svo ógeðslega óheppin........ eeeen.... nú er ég kominn í 11 hjólalegur, 4 öxla og akkurat núna stendur bíllin niður í Toyota með brotin pinion í annað sinn og bilaða rúðupissdælu í fjórða fokking skiptið...... þetta er engin fjandans óheppni, afturhásing í þessum bíl er aaaaaaaaaaalltof veik og verður ekki eytt krónu meira í hana....

auglýsi hér með eftir patrol Y60 afturhásingu, lásin verður að vera í lagi....

Óskar Andri
Sími 895-9029
eða e-mail oae@simnet.is

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 20.aug 2011, 19:22
frá Dúddi
afhverju ekki að nota land cruiser 80 hásingu, með handbremsuna klára og fljótandi öxulum, auðvelt að fá hlutfall á móti framdrifinu og það að auki toyota :)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 20.aug 2011, 22:52
frá stjanib
Dúddi wrote:afhverju ekki að nota land cruiser 80 hásingu, með handbremsuna klára og fljótandi öxulum, auðvelt að fá hlutfall á móti framdrifinu og það að auki toyota :)


Langar ekkert að vera leiðinlegur en ég held bara að maðurinn sé búinn að finna ljósið.... Toyota er bara ekki málið hehehe :)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 21.aug 2011, 00:05
frá Járni
Þetta er áhugavert að heyra, það væri gaman ef fleiri myndu deila bilanasögum sínum af öðrum nýlegum jéppum.
Um að gera að spara tegundaríginn, heldur eingöngu að fá staðreyndir.

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 21.aug 2011, 01:04
frá Kiddi
Ef hann ætlar að setja LC80 hásingu þá þarf að minnka aukatankinn!

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 21.aug 2011, 05:17
frá Óskar - Einfari
Dúddi wrote:afhverju ekki að nota land cruiser 80 hásingu,

Ég er með tanka sitthvoru megin við drifskaptið og þar sem að drifkúlan í 80 cruiser rörinu er ekki í miðunni þarf að breyta aukatank eins og Kristinn benti á. Fyrir utan það er þessar 80 cruiser hásingar að seljast á mjög háu verði miðað við t.d. Patrol og þá vantar oft hlutfall sem er mjög dýrt líka

Dúddi wrote:auðvelt að fá hlutfall á móti framdrifinu

Er sennilega búinn að finna 4.875 hlutfall í USA í Patrol afturhásingu (H233B hásingu)

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Posted: 21.aug 2011, 05:50
frá birgthor
Óskar .... farðu að sofa ;) Það á ekki að hugsa um svona hluti nema í draumaheimi.
Þá gengur allt svo vel.