Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Hrannifox » 05.apr 2012, 16:27

jáá góðan daginn !!

svona fyrir það fyrsta ROSALEGA ert þú þolinmóður maður!!

hélt nú að nýlegu hiluxarnir væru að standa sig vél, ekki er þetta algengt með þessa bíla?
mjög svo leiðinlegt að heyra og gangi þér vél með frammhaldið!


held að það sé búið að skifta um bremsur, oliu og ljósaperur í minum hilux siðan 91

kv hrannar


Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Óskar - Einfari » 05.apr 2012, 18:27

já ég er mjög þolinmóður.... en ég skal alveg játa það að það var farið að síga á seinnihlutan á þolinmæðinni síðasta sumar þegar sami pakkin fór aftur 3 árið í röð....

En þetta er vonandi úr sögunni því að í nóvember síðastliðnum var sett undir hann complet Patrol Y60 afturhásing. Patrol rörið er stærra og sterkara að öllu leyti, efnisþykkara, með sverari öxla, stærri (tvöfaldar) hjólalegur, stærra drif, stærri driflegur, diskabremsur.... meira að segja drifskaptsboltarnir eru stærri. Ég fékk 4,875 hlutfall í patrol hásinguna þannig að ég þurfti engu að breyta að framan.

Mesta vandamálið einskorðast við afturhásinguna í hilux bílum frá 2005-2009... þetta er frekar leiðinlegt því að restin af bílnum er mjög góð (tacoma og lc120 þjást ekki eins mikið af þessu því að þeir eru með stærri hjólalegur)

Já átti gamlan Hilux líka.... hann var rock solid!
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Óskar - Einfari » 05.apr 2012, 18:29

hérna eru myndir af uppfærslunni
Patrol afturhásing undir Hilux
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá HaffiTopp » 05.apr 2012, 20:00

Gott að það er komin varanleg lausn á þessu mjög svo kvimleiða vandamáli. Færð mikið hrós fyrir að vera ofurduglegur að redda þér sjálfur, í sveitinni ofanálagt ;) Merkilegt hvað afturhásingin úr þessum Luxa hefur verið léleg eða illa gerð, var ekkert spáð í að skifta henni bara alfarið út? En flott að Patrol passi undir uppá lengdina/breyddina eða hvað þið viljið kalla þetta. Allt svo rosalega svert í þessum Patrol drifdóti.
Kv. Haffi

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Hfsd037 » 06.apr 2012, 06:45

Óskar - Einfari wrote:hérna eru myndir af uppfærslunni
Patrol afturhásing undir Hilux



Snilld!

frábær vinnubrögð!
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Hrannifox » 06.apr 2012, 16:28

sammála siðasta ræðumanni, flott vinnubrögð og gamann að sjá þegar menn eru að redda sér með hinum og þessum aðferðum
vonandi að afturhásingin böggi þig ekki meira :)

eigulegur bíll hjá þér, hef keyrt nokkra svona nýlega i vinnuni og fundist þetta bara mjög svo þægilegir bílar
leiðinlegt að svona vesen sé að hrjá þá.


vonandi að þú getir ekið með sólheimabrosið sem stærst núna eftir þessa uppfærslu.

kv Hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Hfsd037 » 06.apr 2012, 22:36

Einn félagi minn á svona Hilux 38" 08 og hann sagði mér að þegar sinn gékk í gegnum 38" AT ferlið að þá hefðu þeir látið hásingu undan mk2 boddýinu því hún væri mun sterkari heldur en orginal hásingin undir þessum bíl, var það ekki gert í þínu tilfelli?

hvernig er þinn svo að haga sér i lága drifinu með 4:88 finnst þér hann of hár í snúning? keyrirðu hann í snjó á flötum í háa drifinu án þess að skiptingin sýni hitaljósið?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá -Hjalti- » 07.apr 2012, 00:27

Þetta er ótrúlegt með þessar hjólalegur hjá þér. Ég hef þurft að skipta um legur 1sinni hvoru megin á síðustu 20.000km ( og guð má vita hversu gamlar þær eru) og ég ek daglega á 44" dick cepec
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Hfsd037 » 07.apr 2012, 03:40

-Hjalti- wrote:Þetta er ótrúlegt með þessar hjólalegur hjá þér. Ég hef þurft að skipta um legur 1sinni hvoru megin á síðustu 20.000km ( og guð má vita hversu gamlar þær eru) og ég ek daglega á 44" dick cepec


Ég hef einu sinni skipt um hjólalegur að aftan og ég er búinn að keyra minn yfir 100 þús km á 3 árum á 38"
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá -Hjalti- » 07.apr 2012, 03:59

Hfsd037 wrote:
-Hjalti- wrote:Þetta er ótrúlegt með þessar hjólalegur hjá þér. Ég hef þurft að skipta um legur 1sinni hvoru megin á síðustu 20.000km ( og guð má vita hversu gamlar þær eru) og ég ek daglega á 44" dick cepec


Ég hef einu sinni skipt um hjólalegur að aftan og ég er búinn að keyra minn yfir 100 þús km á 3 árum á 38"

Já á 38" hlynur
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Hfsd037 » 07.apr 2012, 05:51

-Hjalti- wrote:
Hfsd037 wrote:
-Hjalti- wrote:Þetta er ótrúlegt með þessar hjólalegur hjá þér. Ég hef þurft að skipta um legur 1sinni hvoru megin á síðustu 20.000km ( og guð má vita hversu gamlar þær eru) og ég ek daglega á 44" dick cepec


Ég hef einu sinni skipt um hjólalegur að aftan og ég er búinn að keyra minn yfir 100 þús km á 3 árum á 38"

Já á 38" hlynur


Já en það sem ég meinti með þessum pósti að ég er á 38" eins og hann en ég hef bara þurft að skipta um legu einu sinni
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Höfundur þráðar
Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Tacoma/Hilux/LC120 árg 05 og yngri.

Postfrá Óskar - Einfari » 07.apr 2012, 10:30

Hfsd037 wrote:Einn félagi minn á svona Hilux 38" 08 og hann sagði mér að þegar sinn gékk í gegnum 38" AT ferlið að þá hefðu þeir látið hásingu undan mk2 boddýinu því hún væri mun sterkari heldur en orginal hásingin undir þessum bíl, var það ekki gert í þínu tilfelli?

hvernig er þinn svo að haga sér i lága drifinu með 4:88 finnst þér hann of hár í snúning? keyrirðu hann í snjó á flötum í háa drifinu án þess að skiptingin sýni hitaljósið?


Þegar MK2 (facelift) bíllin kom 2009 setti Toyota stærri hjólalegur.... þeir sögðu samt engum frá því, þetta var meira gert svona þegjandi og hljóðalaust. Þannig að eitthvað hefur farið af þessum legum þótt að þetta sé ekki viðurkennt vandamál. Bílnum mínum var breytt 2007 áður en MK2 bíllin kom. afturhjólalegurnar eru eiginlega mesta vandamálið því að þegar þær fara eiga þær til með að slátra öxlunum líka en það kemur kanski ekki ljós fyrr en einhverju seinna. Til að setja hjólalegur úr MK2 bílnum í MK1 bílinn þarf nýja öxla, nýjar legur, ný leguhús, nýja bremsuplatta og eitthvað breytistykki þar sem að leguhúsin passa ekki alveg upp á hásinguna. Eins og þú sérð þá kannaði ég möguleikan á þessum pakka og hann var bara sáralítið ódýrari heldur en að fara patrol hásinga leiðina. Það var heldur ekki "heildar" lausn því að í MK2 bílnum er ennþá sama veika 8" drifið. Ef maður tók síðan inn í dæmið að maður myndi nú gefast upp á 8" drifinu eftir nokkur ár og láta setja 9,5" miðju þá gæti ég sennilega sett 2 patrol hásingar undir hann fyrir heildarkostnaðinn...... afhverju að vera þá að eltast við þetta Toyotu dót...

Hann getur verið frekar hár í snúning ef færið er þannig já en ég myndi ekki vilja hafa hærri hlutföll en 4.88. Ég nota háadrifið ekki í gljúpum snjó.... færið þarf að vera ansi gott til að ég noti háadrifið annars kveiknar hitaljósið.

Hérna er síðan smá funfact handa ykkur, Hilux 2007 og LandCruiser 120 2007 eru með mjög svipaðan undirvagn, vél, skiptingar og millikassa. Leifileg heildarþyngd er einnig mjög svipuð, minnir að cruiserinn leifi einhverjum 50kg meiri. En 120 cruiser er með margfalt sterkari afturhjólalegur (tvöfaldar legur)..... er það ekki doldið undarlegt að toyota skuli hafa sett minni hjólalegur í vörubílinn heldur en stationbílinn? ég held að það hafi verið einhver sparnaður í gangi þarna....

Kv.
Óskar Andri
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir