Síða 1 af 1

Fyrirspurn, '95-'02 4Runner.

Posted: 01.des 2012, 21:13
frá 66 Bronco
Kvöldið.

Mig langar að frétta hjá ykkur hvað segja megi um þriðju kynslóð 4Runner? Skyldi til dæmis 3,4 V6 vera jafn arfavitlaus eins og vélin í fyrirrennaranum? Hvaða kram er í þessum bílum, kunnuglegur einfaldleiki eða rafstýrt húmbúkk? Mig dauðlangar í svona bíl, hvað segið þið um málið?

Kveðja góð,

Hjörleifur.

Re: Fyrirspurn, '95-'02 4Runner.

Posted: 01.des 2012, 22:31
frá smaris
Sæll.

Þar sem ég er að selja svona bíl er ég talsvert hlutdrægur og þú verður þú bara að ráða hversu mikið mark þú tekur á mér.

Mér finnst þessi bíll algjör snilld og 3.4 vélin er mikið skemmtilegri en fyrir rennari hennar.
Hún er einhvern vegin mikið léttari í akstri og líður bíllinn átakalaust áfram. Í öllum venjulegum akstri er bíllinn mjög hljóðlátur, en svo þegar meira afls er þörf alveg öskrar hún áfram.
Kramið er í raun það sama og í LC 90 nema hvað 4Runnerinn er með hefðbundinn millikassa en ekki sídrif eins og LC90.
Þetta er til þess að gera einfaldur bíll þó auðvitað sé eitthvað um tölvustýringar í honum.
Hann hefur reynst mér vel þau ár sem ég hef átt hann.
Þú getur bara bjallað í mig ef þig langar að fræðast meira um þessa vagna.

Kv. Smári.
S:896-7719

Re: Fyrirspurn, '95-'02 4Runner.

Posted: 01.des 2012, 22:52
frá 66 Bronco
Sæll.

Hefur þú mælt eldsneytisbrúkun bifreiðarinnar? 17 mpg average segja hinar ýmsu síður erlendar, held að það geti bara ekki staðist..

H

Re: Fyrirspurn, '95-'02 4Runner.

Posted: 01.des 2012, 23:06
frá smaris
Hef mælt hann niður í 12 lítra á hundraði í langkeyrslu. En hann sveiflast talsvert eftir aksturslagi eins og allir bensínbílar með stærri vélar. Miðað við mitt aksturslag held ég að 14-15 lítrar á hundraði sé nærri lagi.
17 mpg er nálægt 14 lítrum held ég.

Kv. Smári