óhljóð í drifrás..

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2012, 22:45

jæja. búinn að elta uppi ólhjóðin í drifinu hjá mér. þetta reyndust vera 3 aðskilin vandamál.

í 1. lagi þá var komið töluvert slag í aftari hjöruliðskrossinn hjá mér sem orsakaði frekar þungan nið í drifrásinni.

í 2. stað þá var komið mikið slit í dragliðinn á aftara drifskafti sem olli því að þegar ég skipti milli R- og D- í skiptingu eða þegar ég sleppti gjöf og hann fór að renna þá heyrðist -KLUNK-. hugsanlegur partur af þessu hljóði var líka í krossinum.

í 3. lagi þá var handónýt ytri litla pinion- legan í drifinu hjá mér. hljóðið sem kom við það vandamál var svona týpískur legu-niður eða söngur þegar ég sló af og lét hann renna og vélin hélt við.

hér er mynd af þessari annars ágætu legu. myndi segja að hún sé ónýt :)

2012-11-17 16.35.21.jpg
ónýt pinion lega



User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá LFS » 17.nóv 2012, 22:58

sæll hvað tók þig það langan tima að skipta um pinionleguna eg er i sama veseni farinn hja mer pinionlega eg er buin að panta og fa leguna og pakkdósina á bara eftir að koma mer i þettað ! en slapp pinionið og kamburinn ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2012, 23:15

kambur og pinion er orðið slitið hjá mér, enda keyrt tæp 400 þúsund, en ég ætla að láta þetta lafa aðeins lengur. Ég hef ekki efni á að kaupa hlutföll í báðar hásingarnar núna...

Ég keypti báðar pinion legurnar því það var farið að polla aðeins í efri leguna líka. kamb-legurnar sluppu hinsvegar og ætla ég að nota þær aftur.

ef þú skiptir ekki um efri (stóru) pinion leguna þá þarftu svosem ekki að stilla hæðina á drifinu aftur, en ef þú ert með drif sem er með stilli-róm en ekki skinnudrif eins og er í 80 krúsernum mínum (rafmagnslæstur) þá þarftu að mæla bakslagið (backlash) -áður- en þú tekur drifið í sundur og helst gera svokallað pattern-check til að sjá hvort þú hafir sett rétt saman þegar þú gerir pattern-checkið aftur.

nú koma örugglega besservisserar hérna og segja að þetta sé skíteinfalt, en ef þú ætlar að láta þetta endast eitthvað þá borgar sig að gera þetta rétt.

sé að þú ert með patrol.. þekki hann lítið, en held það sé ekki krumphólkur í þeim eins og toyotuni.


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Heiðar Brodda » 17.nóv 2012, 23:19

ef litla legan er bara farin þá hafa menn skipt bara um leguna og pakkdósina ekki slífina kv Heiðar

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2012, 23:23

ef að legan er ónýt þá er 99% pottþétt komnar skemdir í slífina. það er hægt að skipta um slífina án þess að rífa drifið úr bílnum með því að draga hana út með öfugri afdráttarkló t.d. en það er erfitt.

svo bara banka nýja slíf í, nota þá gömlu sem skinnu meðan maður er að banka nýju í.

ég myndi hinsvegar rífa drifið úr til að gera þetta ef ég væri að þessu og skoða þá hinar legurnar og ástandið á kambi og pinion í leiðinni.

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá LFS » 17.nóv 2012, 23:27

ja þettað er reyndar i hilux sem er daily driver patrol er orðinn húsvanur :) en hvað er þettað 5 tima verk svona að jafnaði ?
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 17.nóv 2012, 23:31

menn vinna mis hratt og vanda sig mis mikið :) en já.... ég myndi ekki gera þetta mikið hraðar en á 5 tímum.... ég er hægur.

allavega miðað við að rífa drifið úr og stilla það inn skv. handbókinni eftir leguskiptin.

vanir menn á verkstæði með aðgang að réttu græjunum gera þetta á svona 2 tímum.

p.s. þú þarft að kaupa krumphólk ef þú skiptir um leguna og bakkann. Gerðu þetta frekar vel ef þú ætlar að láta þetta endast eitthvað :)


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Þorri » 17.nóv 2012, 23:36

ef litla legan er bara farin þá hafa menn skipt bara um leguna og pakkdósina ekki slífina

Er það ekki eins og að skíta í skóinn sinn? Slífinn er helmingurinn af legunni.


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Heiðar Brodda » 18.nóv 2012, 00:18

ekki ef menn þurfa að bjarga sér en afhverju ekki að nota krump hólkinn aftur ég gerði það þegar ég skipti um pinnjónslegur og hliðarlegur
kv Heiðar

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 18.nóv 2012, 10:18

Heiðar Brodda wrote:ekki ef menn þurfa að bjarga sér en afhverju ekki að nota krump hólkinn aftur ég gerði það þegar ég skipti um pinnjónslegur og hliðarlegur
kv Heiðar


hér er enginn að tala um að bjarga sér heldur laga vandamál. Að setja nýja legu í gamla slíf (eða bana eða bakka eða hvað menn vilja kalla þetta) er -hugsanlega- réttlætanlegt á fjöllum ef lega hefur farið í mask og menn þurfa að koma sér í bæinn til að laga málið endanlega. Allt annað en það er skussaháttur og ekki fullnaðarviðgerð.

krumphólkar krumpast bara einusinni rétt saman. það er bara eðli þeirra og maður skiptir um þá þegar þetta er gert. annars gera þeir ekki það gagn sem þeir eiga að gera.

ekki skolarðu gamlar olíusíur og notar þær aftur er það? þær eru alveg jafn einnota og krumphólkarnir þegar þessu er skipt út.

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá hobo » 18.nóv 2012, 10:30

Krumphólkur kostar klink í umboði, engin ástæða til að spara það.
Skítaredding er að bæta við þunnri skífu með hólknum og láta hann krumpast aðeins meir, en að nota hann aftur er bara ekki að gera sig.
Sé ekki fyrir mér að gott sé að stilla þrýstinginn á pinionlegum(pinion preload) ef hólkurinn er krumpaður fyrir.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 18.nóv 2012, 12:26

Tek heilshugar undir með Lárusi. Það að skipta bara um kóninn en ekki slífina er ekki í boði í mínum huga nema einmitt sem skítredding til að koma bíl til byggða. Drifin eru allt of dýr og viðkvæm fyrir öllum frávikum til að taka svona áhættu. Um leið og það er eitthvað slag í pinnjónslegu slitnar drifið vitlaust og allar líkur á að það fari að syngja í því. Þó svo það sé svo skipt um leguna stuttu síðar er afar hæpið að söngurinn náist úr drifinu því takan verður aldrei nógu góð. Hitt sem getur gerst er að nýji kónninn fari strax að skemmast á ónýtu slífinni og þá verður óæskileg svarfmyndun í drifinu sem skemmir aðrar legur sem og sjalft drifið út frá sér nema olíunni sé skipt út óhóflega oft.

Varðandi krumphólkinn á að sjálfsögðu að skipta honum út en ef einungis er verið að skipta um pakkdósina þá er það nú alla jafna ekki gert. Aðferðin þá er gjarnan að merkja saman rónna og jókann/flangsinn og þegar þetta er hert saman aftur er bara hert örlítið meira en var, 15-20° á að giska. Þegar róin er hert aftur þá finnur maður að það er nær enginn fyrirstaða að herða hana í gömlu stöðuna en á þessum örfáu auka gráðum eykst mótstaðan mjög hratt og þá er aftur komið preload á legurnar. Síðan þarf líka að taka á pinnjóninum eftirá, snúna honum fram og til baka um þær gráður sem backlashið leyfir og reyna að átta sig á hvort átakið sé ekki passlegt. Veit ekki hvernig er best að útskýra það, má samt reyna. Taka utan um jókann/flangsinn og hafa framhandlegginn í u.þ.b. beinu frammhaldi af pinnjóninum og snúa þessu bara fram og til baka með úlnliðnum án þess að hreyfa handlegginn. Þá á að finnast mótsðaða í legunum en samt ekki þannig að það sé erfitt að snúa þessu, þetta á við "meðalmann", ekki kraftakalla eða þá aumustu........

Kveðja, Freyr

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá HaffiTopp » 18.nóv 2012, 12:47

Þarf einmitt að skipta um pinjonspakkdós á afturdrifinu hjá mér, þar er krumphólkur á pinjoninn. Talaði við mjög vanann verkstæðiðsmann og nefndi hann að það væri nóg að herða róna (þegar maður setur jókaflangsinn aftur á sinn stað) með tilfynningunni. Sá myndband á youtube þar sem verkstæðiskall [með vit í hausnum að því virtist] merkti jókann og róna með tippexi og setti það nánast í sömu stöðu þegar hann herti róna aftur að jókanum, ekki meira og ekki minna.

Freyr, ertu sem sagt að meina að maður finni þessa mótstöðu í legunum ef maður er með drifið undir bílnum og öxlana í, eða þá með þetta uppi á borði?

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 18.nóv 2012, 12:52

Eitt sem mætti bæta við, var í brasi með drifin mín síðasta vor:

Síðasta vor átti ég mikið við drifin í mínum cherokee (D30 framan og 9" Ford að aftan). Ég "grillaði" afturdrif, s.s. braut það ekki en það fór að syngja slatta í því á mjög skömmum tíma og þurfti að skipta því út, niðurstaðan var sú að það hefði ofhitnað og olían tapað smureiginleikunum. Við tók töluvert bras og þegar upp var staðið fór köggullinn 4x úr og í bílinn, fyrstu 3 skiptin söng alltaf í nýja drifinu sem að lokum dæmdist gallað og í 4. sinn fór annað nýtt drif í hann og þá var hann góður. Einni ferð síðar fann ég votta fyrir slagi í pinnjón að framan og reif drifið úr. Þar voru pinnjónslegurnar ónýtar, sá aðeins á annarri þeirra og hin var handónýt, þetta voru einnig hitaskemmdir. Nú hef ég alltaf skipt ört um allar olíur, m.a. á drifum, en ávallt notað bara ódýra 80/90 olíu. Eftir að hafa staðið í brasi með bæði fram og afturdrif vegna hitaskemmda á nokkrum vikum var ljóst að eitthvað þyrfti að gera. Einn möguleiki var að slaka aðeins á í ferðum, en ég var ekki svo hrifinn af þeirri hugmynd svo ég fór aðra leið. Ég hætti að nota 80/90 og fór að nota 75/140 100% synthetic olíu sem þolir mikið álag við mun meiri hita en hefðbundinn gírolía. Þetta er vissulega dýrt en samanborið við það slátra drifum og driflegum af og til er þetta mun skárri kostur. Einnig er það svo með nýjar legur sem eru að slípa sig til að þær hitna mun meira en þær gera eftir fyrstu kílómetrana, fann það mjög vel á pinnjónslegunum að framan hjá mér eftir að ég skipti um þær. Þær mynduðu töluverðann hita fyrstu 100-200 km eða svo. Þá þótti mér gott að vita af 75/140 olíunni sem er gerð til að þola mikinn hita. Ég hafði áhyggjur af því að ég hefði sett of mikið preload á legurnar m.v. þessa hitamyndun en lét mann mjög vanan drifum þreifa á þessu hjá mér og sá sagði hitann eðlilegann m.v. nýjar legur.

Kv. Freyr

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá HaffiTopp » 18.nóv 2012, 12:56

http://www.youtube.com/watch?v=pCy0Xdz6SNI

Þetta er myndbandið sem ég var að tala um. Ekki það að maður læri bara af sjónvarpsglápi einu saman ;)

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 18.nóv 2012, 13:14

HaffiTopp wrote:Þarf einmitt að skipta um pinjonspakkdós á afturdrifinu hjá mér, þar er krumphólkur á pinjoninn. Talaði við mjög vanann verkstæðiðsmann og nefndi hann að það væri nóg að herða róna (þegar maður setur jókaflangsinn aftur á sinn stað) með tilfynningunni. Sá myndband á youtube þar sem verkstæðiskall [með vit í hausnum að því virtist] merkti jókann og róna með tippexi og setti það nánast í sömu stöðu þegar hann herti róna aftur að jókanum, ekki meira og ekki minna.

Freyr, ertu sem sagt að meina að maður finni þessa mótstöðu í legunum ef maður er með drifið undir bílnum og öxlana í, eða þá með þetta uppi á borði?


Lang best með einungis pinnjóninn í þannig að hægt sé að snúa þessu hring eftir hring án fyrristöðu en það er líka hægt að gera þetta með hásinguna samansetta undir bílnum og þannig myndi ég gera það ef einungis væri um pakkdósarskipti að ræða. Það er vissulega óþægilegt að átta sig á loadinu þegar maður getur ekki snúið þessu nema brot úr hring en það sem þú ættir að gera er að taka á þessu áður en þú losar rónna og þá ertu með hugmynd um hvað er passlegt. Varðandi hersluna á rónni má ekki undir nokkrum kringumstæðum herða hana minna en hún var hert áður, þá er ekki neitt preload á legunum og drifið mun endast mjög illa nema kannski ef bíllinn yrði keyrður algjörlega án allra átaka (jeppaleikur, kerrudráttur, gefa mikið í, halda ferð upp brekkur út á vegum o.s.frv.....). Það verður að herða hana aldrei minna en hún var og lang best að fara örlítið lengra til að fá aftur smá preload á legurnar svo drifið haldi stillingunni í einhverjum átökum. Annað sem þarf að hafa í huga er að pakkdósin, sérstaklega sú nýja, myndar aukna mótstöðu gegn snúningi. Af þeim sökum borgar sig að stilla preloadið án pakkdósar og setja hana svo á sinn stað en þegar einungis er um pakkdósarskipti að ræða á það samt ekki við, þá fer þetta bara sundur 1x.

Þú getur mælt preloadið áður en þú tekur þetta sundur. Fæstir eiga herslumæli fyrir svona lítið átak en þá er hægt að gera þetta með "pundara" (eins og notaður er til að vikta fisk). Getur t.d. vafið bandspotta utan um jókann/flangsinn næst drifhúsinu (eða einhversstaðar á honum þar sem þvermálið er jafnt eða passa að þegar þú togar í spottann sé hann alltaf jafn langt frá miðju pinnjóns svo vogararmurinn sé sá sami í öllum mælingum) og haft lykkju á endanum á spottanum sem liggur út frá pinnjóninum. Svo togar þú í lykkjuna með pundaranum og sérð hvað þarf mikla þyngd til að hreyfa pinnjóninn. Myndi gera þetta með drifið í nokkrum mismunandi stöðum til að fá meðaltalsmælingu. Síðan þegar þú setur saman byrjar þú á að herða rónna á sama stað og áður og mælir. Ef þyngdin er sú sama er hægt að láta þar við sitja en ég færi samt örlítið lengra. Athugaðu að þú átt ekki að snúa öllu drifinu í þessum mælingum, einungis mæla mótstöðuna gegn snúningi á "dauða sviðinu" þar sem pinnjónninn hreyfist fram og til baka um sem nemu backlashinu (slaginu í drifinu).

Kv. Freyr

P.S.
Mundu eftir að smyrja pakkdósina og jókann f. samsetningu svo dósin skemmist ekki um leið.....


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Heiðar Brodda » 18.nóv 2012, 20:42

drifið var sett saman af reyndum verkstæðis mönnum en þið hafið þetta bara eins og þið viljið en svona var þetta gert og er ekkert viss um að drifið endist eitthvað styttra hjá mér en ykkur,reyni bara að hafa þau ráð sem ég heyri og hef gert fyrir sjálfan mig næst :) kv Heiðar

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 18.nóv 2012, 23:27

Gæti ekki verið meira sammála þér Vopni!

Varðandi krumphólkana þá reyndar er ég ekki með þá í mínum drifum, hvorki að framan né aftan. Í stað þeirra er bara rör sem er örlítið styttra en samanpressaður krumphólkur og svo skífur til viðbótar til að fá rétt prelaod. Það var búið að útbúa þetta þannig af fyrri eiganda hásinganna og mér leist vel á þá breytingu. Mikið traustara í mínum huga en reyndar "pain in the ass" að stilla preloadið, man ekki hversu oft ég þurfti að taka þetta sundur að framan áður en ég náði því réttu en það var allt of oft. Gott að hafa í huga varðandi þetta að forðast það að nota þynnstu stilliskífurnar því þær eiga það til að fara í drasl sem þær þykkari gera hinsvegar ekki.

kv. Freyr


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Heiðar Brodda » 19.nóv 2012, 20:19

drifið var með nýlegum hlutföllum og lítið ekið tekið í gegn af fagmanni en stóra pinnjónslegan fór veit ekkert útaf hverju það var allt í lagi með krump hólkinn næ bara ekki af hverju þið eruð að missa vatn yfir þessu þið sáuð ekki hlutina kv Heiðar já og hliðarlegurnar eru dýrar og ég læt ykkur vita hvenær drifið fer og hvað fór


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Heiðar Brodda » 19.nóv 2012, 21:03

sæll var búinn að heyra það hjá nokkrum að það mætti nota krumphólkinn aftur og það eru engir nýgræðingar í jeppa viðgerðum kv Heiðar

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá jeepson » 19.nóv 2012, 21:23

Ég var einmitt að heyra að það væri í lagi að nota hólkinn aftur. En það eru að fara pinion legur í framdrifinu á jeppanum mínum. Nú langar mér aðeins að forvitnast í ykkur sérfræðingunum. Er krumphólkur í patrol Y60? Ég fattaði að ég ætti eftir að kaupa hliðarlegurnar þannig að ég verð að drífa í því áður en þetta verður tekið í sundur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 19.nóv 2012, 22:35

Heiðar Brodda wrote:drifið var með nýlegum hlutföllum og lítið ekið tekið í gegn af fagmanni en stóra pinnjónslegan fór veit ekkert útaf hverju það var allt í lagi með krump hólkinn næ bara ekki af hverju þið eruð að missa vatn yfir þessu þið sáuð ekki hlutina kv Heiðar já og hliðarlegurnar eru dýrar og ég læt ykkur vita hvenær drifið fer og hvað fór


vertu ekki svona hörundssár :) það er allt í lagi að ræða hlutina. þeir sem ekki vita eða hafa ekki gert þetta áður verða að fá að vita báðar hliðar málsins til þess að taka ákvörðun fyrir sig.

það sést enginn munur á nýjum og notuðum krumphólk annað en að annar er styttri en hinn. s.s. búinn að "krumpast" eða bogna aðeins meira saman, það kemur ekki í hann brot.

ég persónulega myndi alltaf skipta um hólk þegar ég fikta í drifi, hvort sem um nýjar eða notaðar legur eða hlutföll er að ræða. það er líka skv. framleiðanda og þeir sem vilja fara eftir því bara gera það. þeir sem halda öðru fram og nota krumphólka og olíusíur aftur gera það svo bara. Ég bara nefni að ég yrði ekki ánægður með svoleiðis viðgerð ef ég væri að kaupa hana útí bæ. ég myndi t.d. aldrei nota heddpakningu aftur þótt það "væri bara nýbúið að troða henni í" en það er bara ég.

það er sök sér að taka í sundur og skipta um pakkdós á pinion ef hún lekur og ekkert er að legum. Herða svo bara á sama stað + einhverjar gráður. Slíkt gera menn í hrönnum en þá má heldur ekki gleyma því að oft er ástæða fyrir því að pinion pakkdósin er farin að leka...... er kanski komið slit í pinion leguna?

menn verða bara að gera sér grein fyrir því að hugsanlega er verið að stytta líftíma drifsins með því að gera þetta svona. annars væri framleiðandinn varla að nefna það í ganni sínu í FSM að alltaf þegar pinion róin er losuð, þá verði að skipta um hólkinn.....


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Izan » 19.nóv 2012, 22:44

Sælir

Bara að eiga Patrol, þá þarf maður aldrei að hugsa um þetta.

Kv J'on Garðar


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá s.f » 20.nóv 2012, 09:16

lárus hvar keiftiru legurnar manstu hvað þær kostuðu hjá þér

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá jeepson » 20.nóv 2012, 18:47

Izan wrote:Sælir

Bara að eiga Patrol, þá þarf maður aldrei að hugsa um þetta.

Kv J'on Garðar


Ég bara verð að fá að eyðileggja þetta fyrir þér. Ég er í þessu veseni núna með legurnar. Og er búinn að panta þær. En svo að ég spyrji aftur. Er krumhólkur í patrol eða millilegg?
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 20.nóv 2012, 19:03

s.f wrote:lárus hvar keiftiru legurnar manstu hvað þær kostuðu hjá þér



ég flutti inn þessar legur sjálfur en það er svolítið síðan. skal tékka á því og senda þér es


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá s.f » 20.nóv 2012, 19:26

Polarbear wrote:
s.f wrote:lárus hvar keiftiru legurnar manstu hvað þær kostuðu hjá þér



ég flutti inn þessar legur sjálfur en það er svolítið síðan. skal tékka á því og senda þér es

takk fyrir það

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 20.nóv 2012, 20:09

http://www.scribd.com/doc/95741282/GQ-P ... Manual-Y60

Líttu á þetta Gísli, service manual f. Y60, notar leitina og skrifar preload...

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá ellisnorra » 20.nóv 2012, 20:16

Polarbear wrote:
s.f wrote:lárus hvar keiftiru legurnar manstu hvað þær kostuðu hjá þér



ég flutti inn þessar legur sjálfur en það er svolítið síðan. skal tékka á því og senda þér es


Ég væri alveg endilega til í að fá að heyra af legukostnaði líka, nú liggur fyrir hjá mér að endurnýja pinjónslegur í báðum drifunum hjá mér. Og ég ætla líka að endurnýja krumphólkana!!!
http://www.jeppafelgur.is/


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Hrannifox » 21.nóv 2012, 19:14

ætlaði eimeitt að henda inn spurningu um þetta mál en þar sem umræðan er herna þá fæ ég kannski að troða mér inni.

var leiðinda hvinur í frammdrifinu hjá mér á hilux 91 klafa bíl, fór með skaft uppi stál og stansa og þeir tóku það í gegn fyrir mig, núna hefur víbringur horfið og hvinurinn
snar minkað er þarna þó enþá.

þarf þvi miður að fara norður um þar næstu helgi í jarðaför ég hef ekki aðstöðu til að redda þessu fyrir þann tíma né í raun kunnáttu.

reikna með að það kosti slatta að láta gera þetta á verkstæði
sem peningar leyfa ekki alveg þennan mánuðinn.

þessvegna spyr ég er í lagi að fara á honum norður svona með smá óhljóði í þessum legum?

kannski eitthver sem er tilbuinn að gera þetta fyrir mig í skúrnum gegn greiðslu?
ef peningar leyfa legukaupin?
sendið ep ef áhugi er fyrir smá aukapening

mbk hrannar
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá hobo » 21.nóv 2012, 19:18

Hvaða hlutföll ertu með Hrannar?
Ég á klafadrif með 5.29, sætti mig við 25 þús.


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Hrannifox » 21.nóv 2012, 19:28

er með orginal hlutföll, minnir að þa sé 4.10 er þó ekki 100% viss.

endilega leiðréttið mig ef ég hef farið með rangt
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 21.nóv 2012, 19:37

Hvað með að taka hann úr lokunum og hafa millikassann bara í afturdrifinu? Getur svo notað framdrifið ef þörf er á á einhverri heiðinni en tekið úr því aftur um leið og það er óhætt.

kv. Freyr

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá jeepson » 21.nóv 2012, 19:44

Ég fékk pinion legurnar að framan í pattann hjá ljónstaða bræðrum á rúmar 17þús með með sendingar kostnaði. báðar legurnar að framan semsagt. Á meðan að umboðið vill fá 40 kall fyrir þessar legur. Ljónstaða bræður eiga til eitthvað af þessum legum á lager. Mæli eindregið með að menn hafi samband við þá ef að mönnum vantar legur í drif. Hinsvegar veit ég ekkert hvaða legu framleiðandi þetta sem að þeir eru með frá þar sem að ég er ekki búinn að komast í það að fara útá pósthús að ná í þetta.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá -Hjalti- » 21.nóv 2012, 20:02

Hrannifox wrote:
þessvegna spyr ég er í lagi að fara á honum norður svona með smá óhljóði í þessum legum?

mbk hrannar


Seigi eins og Freyr , er eitthvað "must" að keyra alla þessa kílómetra í frammdrifi ?
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Hrannifox
Innlegg: 374
Skráður: 19.sep 2011, 20:14
Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
Bíltegund: Musso Sport 37''
Staðsetning: Hveragerði

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Hrannifox » 21.nóv 2012, 21:55

hafði nú ekki ætlað mér að keyra alla þessa leið í framdrifi eða í lokum
er enþá léttur á fæti og ólatur við að skreppa út.

enda á þess ekki að þurfa, bara að spá hvort eitthver hætta stafi að því að nota það
ef þess skildi koma til, þá meina ég ef skildi vera ógeðsleg færð
Hranni Fúsa
Ssangyong Musso sport 37''
Jeep Grand Cherokee WJ

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Freyr » 21.nóv 2012, 21:59

Að því gefnu að þetta sé ekki gjörsamlega í steik hjá þér þá gerist ekkert þó þú þurfir að nota drifið einhverja km. á malbiki í þæfingsfærð. Hefur bara í huga að lágmarka átök, sleppa því að standa hann flatann upp langar brattar brekkur og þú ert safe....


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá spámaður » 21.nóv 2012, 22:51

sælir ég lenti í því síðasta vetur að pinnjónslega að framan brotnaði(var að keyra í hálku í fjórhjóladrifinu),ég var út á þjóþvegi á 90 km/h og var nýbuin að mæta bíl þegar hún gaf sig..BAMM..öll drifrásin klossaðist á 0.5 sek,endaði þversum á öfugum vegarhelming.
var heppin.tók köggulin úr,það hafði komist vatn í drifið einhverntíman og sást það vel á legum og keysingu.
gat líka verið að ég hafi ekki fengið næga olíu upp í leguna vegna halla uppávið(samt buið að auka olíumagn á hásingu)
lét skifta út öllum legum(til öryggis),pakkdós,krumphólk osfr.stillt og klárt á verkstæði tæp 100 þúsund.
sé ekki eftir því en mundi að sjálsögðu gera þetta sjálfur ef ég væri nógu viss um hvað ég væri að gera..hef allveg stúderað þetta í bak og fyrir samt..backlash,heel,toe,flank,pattern osfr.Á bók frá yukon gear um þetta en hef bara ekki allveg sjálfstraustið ennþá,allavega með 5.71 8"drif sem þarf að vanda sig við ef þetta á að hanga í lagi.
ég vil allavega ALDREI upplifa þetta augnablik aftur(var örugglega eins og shrek í framan þegar hann er hissa)þegar hvellurinn kom.
það sem ég tel að hafi verið blekkjandi er það að framskaftið var í lélegu standi og kannski hefði maður verið var við eitthvað skrítið vel áður en þetta gerðist og kannski var það víbringur í skaftinu sem marði leguna í drasl??
ég vil allavega hafa þetta í lagi og er til í að borga fyrir það,ég vil geta keyrt í framdrifinu hiklaust allann daginn án þess að vera með lífið í lúkunum.þessir djö..pikkuppar eru ekki keyrandi í hálku bara í afturdrifi.
bara svona pæling. kv hlynur.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: óhljóð í drifrás..

Postfrá Polarbear » 22.nóv 2012, 02:15

Ég ákvað að taka bara sénsinn á þessu og keypti mér allar græjur. Ég var búinn að ákveða að skipta um hlutföll svo ég sá fram á að það myndi borga sig bara fyrir mig að kaupa þau verkfæri og aukahluti sem maður þarf að eiga til að gera þetta sjálfur. Þar fyrir utan smíðaði ég mér nokkur aukaverkfæri fyrir þetta. Mig hefur alltaf langað að læra þetta svo ég nýtti tækifærið :)

Ég keypti lager af pinion-hæðarskinnum og hliðarskinnur í afturdrifið en í 80 krúser eru notaðar stálskinnur til að stilla backlash og preload á hliðarlegur en ekki stilli-ró eins og þetta er oftast. Í þessu skiptir öllu máli að vera últra nákvæmur ef útkoman á að vera góð.

ég fékk t.d. ekki gott pattern hjá mér að aftan með 1.15 mm þykka skinnu undir pinion, þannig að ég prófaði 1.25 (s.s. bættið við núll komma einum millimeter undir pinionlegu) og þá var pinion kominn á réttan stað. Til að færa Backlash úr 0.30 millimetrum í 0.17 þurfti ég að skipta út skinnum á hliðarfærsluni sem nam 0.06 mm. Ég reif drifið 5 sinnum í sundur og setti saman og gerði pattern check í öll skiptin og þetta tók 2 góð kvöld þar til ég var ánægður með útkomuna.... þá reif ég drifið niður einusinni enn og bætti við krumphólkinum og nýrri pakkdós og gerði svo enn eitt loka pattern check til að gá hvort ekki væri allt örugglega 100%. Þetta er eina leiðin til að gera þetta af viti.

þetta er hægt en maður þarf að eiga gott úrval af skinnum, hafa aðgang að góðum tækjum og legupressu til þess að þetta verði þægileg vinna. Ég eyddi þónokkrum tugum þúsunda aukalega í sérverkfæri og skinnur til að geta gert þetta. Satt að segja eyddi ég svo miklu í aukahluti að ég hafði ekki efni á því að skipta um hlutföll heldur skipti ég bara um legurnar í afturdrifinu :) en ég á núna allar græjur og mun skipta um hlutföll hjá mér í vor.


Til baka á “Toyota”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 7 gestir