Síða 1 af 1
Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 09.okt 2012, 19:30
frá xflex
Ég var að versla gamlan Hilux sem er à nýjum 33" dekkjum
Dekkin eru að rekast í hjà mér og mig vantar ràð hvernig best sé að laga þetta.
Svo er spurning með brettakanta ná à honum hvort þeir séu að passa bílnum, dekkin standa svo mikið út fyrir
Endilega reyniði að aðstoða nýliðan með hvernig best sé að laga þetta.




Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 09.okt 2012, 19:42
frá StefánDal
Það eru nokkrir möguleikar í stöðunni.
1. Skera úr þar sem að dekkið rekst í og ganga svo almennilega frá því
2. Boddýhækka bílinn um nokkra cm.
3. Skrúfa bílinn upp á flexitorunum. Það myndi ég persónulega ekki gera þar sem það býður upp á fleiri vandamál en lausnir.
4. Ná í stóru sleggjuna hans afa og búa til pláss með henni.
Ég skrifaði þetta í þeirri röð sem mér þykir gáfulegust.
Já og þetta með kantana má leysa með svo kölluðum löber eða ál eða blikk renning.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 09.okt 2012, 19:54
frá xflex
1. Skera úr þar sem að dekkið rekst í og ganga svo almennilega frá því
þegar þú talar um að ganga almennilega frá, hvernig er sá frágangur.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 11.okt 2012, 19:32
frá xflex
Eru menn með einhverjar myndir hér á spjallinu sem sýnir svona framkvæmd.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 11.okt 2012, 19:54
frá -Hjalti-
xflex wrote:Eru menn með einhverjar myndir hér á spjallinu sem sýnir svona framkvæmd.
þetta gefur þér hugmynd um hvernig þetta virkar. þessi er reyndar að smíða fyrir 38" +
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfu ... mId=266066
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 11.okt 2012, 20:43
frá xflex
Takk kærlega fyrir þetta Hjalti, þessar myndir eiga eftir að hjálpa mér.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 11:49
frá JeepKing
ég mundi samt segja að vandamalið þarna sé að felgurnar sem eru undir honum eru bara of útvíðar..
þess vegna rekast þeir í kantana og standa útfyrir.
færð örugglega ekki skoðun svona..
þannig að ég mundi skoða felgurnar og ath hvort þær séu of útvíðar ef eg man rétt þá ætti að vera 11-12,5 cm í botnin á þeim
ef þú tekur þær undan og mælir frá ystu brún og í sætið þar sem felgan legst á skálina eða nafið.
annars er örugglega ódýrast og auðveldas að slípa aðeins úr.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 12:05
frá villi58
Tek undir með það að athuga felgurnar, svolítið óvenjulegt að þau standi svona mikið út fyrir kantana, eins og backspasið sé ekki nema ca. 90-95 mm. Hélt að svona bíll þyldi 120 mm backspace felgur.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 13:46
frá Kiddi
Getur verið að það séu spacer-ar bakvið felgurnar? Mér finnst driflokan standa kjánalega stutt út.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 17:25
frá xflex
Getur verið að það séu spacer-ar bakvið felgurnar? Mér finnst driflokan standa kjánalega stutt út
.

Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 17:28
frá Kiddi
Nei þetta eru bara svona þykkar felgur sé það núna.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 17:31
frá xflex
JeepKing wrote:ég mundi samt segja að vandamalið þarna sé að felgurnar sem eru undir honum eru bara of útvíðar..
þess vegna rekast þeir í kantana og standa útfyrir.
færð örugglega ekki skoðun svona...
hvað meiga dekkin standa út fyrir brettakantanna?
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 19:34
frá Startarinn
Munstur má ekki standa út fyrir brettakanta, en ég myndi skoða backspace á felgunum, þú gætir jafnvel sleppt öllum breytingum ef það er málið, bara redda öðrum felgum
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 12.okt 2012, 22:25
frá xflex
Startarinn wrote:Munstur má ekki standa út fyrir brettakanta, en ég myndi skoða backspace á felgunum, þú gætir jafnvel sleppt öllum breytingum ef það er málið, bara redda öðrum felgum
Þannig að backspace má vera 120 mm og hvað má þá heildar breiddin vera á felgum á svona bíl.
Mig grunar að backspace ið á þessum sé rétt, en þær séu einfaldlega of breiðar, mæli þetta á morgun. Ef svo er þà verður maður að finna sér aðrar felgur:(
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 10:18
frá xflex
Ég mældi backspace á felgunni og það er 10 cm og heildar breiddin er 10 1/2"
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 21:33
frá Startarinn
8" felgur eru alveg nóg fyrir 33" dekk, ég væri ekki hissa ef það er uppgefin felgubreidd fyrir 33", skoðaðu hvað er langt frá felgu í stýrisendann, það er það fyrsta sem rekst utaní felguna ef backspace er of mikið.
Ef þetta er fyrst og fremst malbiks bíll áttu líka á hættu að slíta köntunum á dekkjunum hraðar ef felgurnar eru of breiðar
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 21:43
frá xflex
Startarinn wrote:8" felgur eru alveg nóg fyrir 33" dekk, ég væri ekki hissa ef það er uppgefin felgubreidd fyrir 33", skoðaðu hvað er langt frá felgu í stýrisendann, það er það fyrsta sem rekst utaní felguna ef backspace er of mikið.
Ef þetta er fyrst og fremst malbiks bíll áttu líka á hættu að slíta köntunum á dekkjunum hraðar ef felgurnar eru of breiðar
það eru kannski 2 cm í stýrisendan.
þannig að það væri betra að vera með 8" felgu og þá mundi ég losna við vandamálið að dekkin standi út fyrir kantanna.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 21:46
frá -Hjalti-
Beygðu bara aðeins minna og þá er þetta ekki vandamál :) Hann lookar flott á þessum felgum.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 21:56
frá xflex
Ég ætla að skera úr þar sem dekkin rekast í og síðan fer ég í það að breyta köntunum með því að setja einhvern gúmmí renning inná kantana fyrir skoðun.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 22:40
frá ellisnorra
xflex wrote:Ég ætla að skera úr þar sem dekkin rekast í og síðan fer ég í það að breyta köntunum með því að setja einhvern gúmmí renning inná kantana fyrir skoðun.
Algjörlega eina vitið að mínu mati.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 13.okt 2012, 23:03
frá seg74
Endilega taktu nóg af myndum af verkinu og settu svo hérna inn, er að spá í að gera það sama við minn bíl.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 19.okt 2012, 18:11
frá xflex
jæja þá er ég búinn að skera úr innribretti og punta nýjar plötur í
hvernig hafið þið gengið frá eftir að vera búnir að sjóða?


Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 04.nóv 2012, 12:51
frá seg74
hvernig gengur að klára??
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 04.nóv 2012, 17:01
frá xflex
Búinn að sjóða, grunna kítta og setja grjótvarnakvoðu yfir. Nú er bara að taka hina hliðina.
Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 27.nóv 2012, 18:16
frá seg74
Er búinn að gera það sama hjá mér og gott betur...
Skorið hressilega úr.

Gólfið var orðið ljótt af ryði .

Farþegahliðin var skárri.


Allt ryð hreinsað burt.

Re: Nýliða Vantar ràð varðandi Hilux
Posted: 04.des 2012, 13:38
frá xflex
Bara flott hjá þér