Síða 1 af 1

Viðgerðarhandbækur á alnetinu?

Posted: 06.jún 2010, 09:10
frá JonHrafn
Sælir

Okkur vantar viðgerðarhandbækur fyrir toyotu diesel 1kz-t

Hérna eru nokkrar bækur fyrir toyota bensín bíla, hef mikið notfært mér bókina fyrir 4runner 3vze bílinn.
http://www.ncttora.com/fsm/

Okkur vantar líka bók fyrir dodge ram 2500 5,9 cummins 1996 árgerð.

Búinn að leita helling og finn þetta hvergi frítt.

Re: Viðgerðarhandbækur á alnetinu?

Posted: 06.jún 2010, 09:17
frá JonHrafn
Ég sé nú í tenglinum mínum að þar er viðgerðarbók fyrir 1kz-te ... er það ekki common rail útgáfan af 1kz-t sem er með olíuverki?

Re: Viðgerðarhandbækur á alnetinu?

Posted: 06.jún 2010, 12:15
frá gudnithor
1KZ-TE er ekki common-rail - nú má einhver leiðrétta mig ef ég er að segja vitleysu en E stendur fyrir rafstýrt olíuverk. 1KZ-TE komu í LC90 en 1KZ-T í 4Runner.

Ég fór um daginn og keypti mér 2ja klukkustunda aðgang að Toyota Techdoc síðunni og náði í helling af FSM fyrir Hiluxinn minn. Það kostaði bara 6 evrur og núna á ég bæði vélar og body/chassis FSM.

Re: Viðgerðarhandbækur á alnetinu?

Posted: 06.jún 2010, 16:52
frá JonHrafn
gudnithor wrote:1KZ-TE er ekki common-rail - nú má einhver leiðrétta mig ef ég er að segja vitleysu en E stendur fyrir rafstýrt olíuverk. 1KZ-TE komu í LC90 en 1KZ-T í 4Runner.

Ég fór um daginn og keypti mér 2ja klukkustunda aðgang að Toyota Techdoc síðunni og náði í helling af FSM fyrir Hiluxinn minn. Það kostaði bara 6 evrur og núna á ég bæði vélar og body/chassis FSM.


Flott síða ... en ég get ekki séð neitt fyrir 4runner þarna.

Re: Viðgerðarhandbækur á alnetinu?

Posted: 06.jún 2010, 22:57
frá gudnithor
Ég sé að það eru einhverjir 4Runner FSM inná Toyota Techinfo fyrir ameríkumarkað. Er nú samt frekar efins að það væru FSM fyrir dísel 4Runner þar. Finnst frekar skrýtið að þetta sé ekki inná fyrri linknum sem ég setti inn, þar eiga að vera FSM fyrir alla bíla sem voru/eru seldir á evrópu markaði.